Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 4
þriðjudagur 23. október 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kastaði kókaíni úr bíl á ferð Lögreglan á Akranesi stöðv- aði á föstudagskvöld bifreið í venjubundnu eftirliti. Aðrir lögreglumenn á óeinkenndri bifreið fylgdust með úr fjarlægð þegar bifreið- inni var gefið stöðvunar- merki. Þeir komu auga á hönd sem var stungið út um afturglugga á bifreið- inni og hvítu skýi sem þyrlað- ist út í loftið. Í fyrstu kannað- ist enginn í bifreiðinni við neitt misjafnt en þegar lögreglumenn höfðu safnað saman efni sem sat á bifreiðinni og gert á því efna- greiningu viðurkenndi farþegi í aftursætinu að hann hefði losað sig við kókaín. Með 11 grömm af amfetamíni Lögreglan á Akranesi stöðvaði á laugardag ökumann bif- reiðar sem grunaður var um akstur undir áhrif- um fíkni- efna. Grunur lögreglu reyndist á rökum reistur en ökumaðurinn reyndist vera með liðlega ellefu grömm af amfetamíni í fórum sínum. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að eiga efnin og að hafa neytt fíkniefna áður en akstur hófst. Þá tók ölvað- ur næturhrafn upp á því að mölva glerflösku í götu fyrir framan lögreglubíl aðfaranótt sunnudags. Hann var um- svifalaust færður á lögreglu- stöð og má búast við sektum fyrir brot á lögreglusamþykkt. Brotist inn í gróðurhús Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Meðal þess sem lögreglan fékk inn á borð til sín var þjófnaður úr gróðurhúsi í Hveragerði aðfara- nótt miðvikudags. Brotist var inn í tvö hús og úr öðru húsinu var stolið átta gróðurhúsalömpum en þremur úr hinu. Slíkir lampar eru gjarnan notaðir til að rækta kannabisplöntur. Þá fótbrotnaði maður í Vaðnesi þegar tréplanki slóst í fót hans er hann og félagar hans voru að losa bifreið úr festu. Stal fötum Brotist var inn í fataversl- unina Click á Eyrarvegi 35 á Selfossi í fyrrinótt. Öryggisvörður frá Securitas kom að versluninni snemma í gærmorgun og kom auga á að rúða hafði verið brotin í versl- uninni. Við nánari athugun kom í ljós að farið hafði verið inn í verslunina og rótað til í fatnaði. Töluverðu magni af fatnaði var stolið úr verslun- inni ásamt sjóðsvél. Ekki ligg- ur fyrir hver þarna var að verki en hans er nú leitað. VONANDI EKKI NJÓSNIR „Ég vil ekki trúa því að hér sé á ferð- inni einhvers konar njósnaforrit þar sem okkur er ekki treyst til að vinna okkar vinnu,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Kennara- félags Reykjavíkur. Hún furðar sig á nýju tímaskráningarkerfi Reykjavík- urborgar. Ríflega átta þúsund starfsmönn- um Reykjavíkurborgar verður gert skylt að stimpla sig í og úr vinnu þeg- ar lokið verður við að innleiða nýtt viðverukerfi. Kerfið heitið Vinnu- Stund og heldur utan um tíma- og fjarvistarskráningar starfsmanna. Búið er að innleiða kerfið hjá flest- um stofnunum borgarinnar, þessa dagana er verið að koma því fyrir í leikskólum og næstir í röðinni eru grunnskólarnir. Hafist var handa fyrir rúmu ári og er áætlað að viðverukerfinu verði að fullu komið fyrir síðla næsta árs. Um er að ræða kerfi þar sem starfsmenn borgarinnar hringja inn mætingu og hið sama á við þegar vinnu lýkur dag hvern. Á vefsvæði VinnuStundar geta notendur fylgst með skráning- um sínum og gert leiðréttingar ef á þarf að halda. Leysir klukkuna af hólmi Anna Helgadóttir, launafulltrúi á starfsmannaskrifstofu Reykjavík- urborgar, hefur umsjón með inn- leiðingu viðverukerfisins sem hún segir ætlað í allar stofnanir borgar- innar. Hún segir kerfið leysa af gömlu stimpilklukkuna. „Þetta er heilmik- ið batterí hjá okkur. Þegar eintakl- ingur mætir í vinnuna eða yfirgefur vinnustaðinn hringir viðkomandi úr borðsíma úr vinnu sinni og tilkynn- ir viðveruna. Þannig er fylgst með mætingunni og þetta kemur í stað stimpilklukkunnar,“ segir Anna. Þorgerður er undrandi yfir því að heyra skyndilega að innleiða eigi kerfið í grunnskólana. Hún bendir á að engin umræða hafi farið fram með kennarastéttarinni um mál- ið. „Þetta er eldfimt mál. Ég undr- ast þá staðreynd að viðverukerfið hefur ekki verið nokkurn skapaðan hlut í umræðunni. Það hefur engan veginn verið leitað álits hjá stéttinni eða félaginu. Einhvern veginn hefur þetta verið unnið í þegjanda hljóði og skólarnir eru bara næstir,“ segir Þorgerður. Von á óánægju Anna segir innleiðingu Vinnu- Stundarinnar ganga vel hjá Reykja- víkurborg og að unnið sé eftir nákvæmri áætlun. „Við heyrum al- menna ánægju með kerfið, enda hef- ur það bara kosti í för með sér. Sam- kvæmt áætlun er gert ráð fyrir því að kerfið fari í grunnskólana eftir ára- mót. Það fara allir starfsmenn borg- arinnar inn í nýja viðverukerfið, það er bara svoleiðis,“ segir Anna. Aðspurð telur Þorgerður mikil- vægt að kennarar, sem og aðrir, átti sig á vinnutíma sínum og segir hún stéttina opna fyrir því að sýna fram á sína vinnu. Hún segir óánægju kennara á Akranesi, þar sem stimpil- kerfi hefur verið reynt, tala sínu máli og á ekki von á því að kerfinu verði tekið með fagnaðarópum í grunn- skólunum. „Við viljum vita hver er raunveruleg ástæða fyrir því að taka í notkun stimpilkerfi í grunnskólum. Það liggur fyrir að vinnutími kennara er alls ekki staðbundinn að öllu leyti og hef ég áhyggjur af því að svona kerfi geti ekki mælt alla vinnu kenn- ara. Ef kerfinu er hins vegar ætlað að halda utan um allar vinnustund- ir kennara og greiða yfirvinnu fyrir umframstundir fagna ég því að sjálf- sögðu þar sem það liggur alveg ljóst fyrir að kennarar vinna langt um- fram það sem þeir fá borgað fyrir,“ segir Þorgerður. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „ef kerfinu er hins vegar ætlað að halda utan um allar vinnustundir kennara og greiða yfirvinnu fyrir umframstundir fagna ég því að sjálfsögðu þar sem það liggur alveg ljóst fyrir að kennarar vinna langt umfram það sem þeir fá borgað fyrir.“ Eftir áramót verður stimpilkerfi komið fyrir í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar þar sem kennarar þurfa að hringja inn viðveru sína og fjarvistir. Þetta er liður í innleiðingu viðverukerfis í allar stofnanir borgarinnar sem lýkur síðla næsta árs. Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, vill ekki trúa því að hér sé á ferðinni njósnaforrit. stimpilkerfi væntanlegt eftir áramót verður viðverukerfi borgarinnar innleitt í grunnskólana og þá þurfa kennarar að stimpla sig í og úr vinnu. n „Karl er alveg hreint með eindæmum glöggur og vel lesinn maður,“ segir Hjálm- ar Jónsson, dómkirkjuprestur. „Hann hefur að sjálfsögðu mjög skýra sjón á kirkjumálin. Hann er strangheiðarlegur og alveg hreint leiftrandi húmoristi. Þeir þættir þurfa þó stundum að víkja.“ n „Hans helstu kostir eru þeir að hann virðist vera staðfastur og trúr hagsmunum þeirrar stofnunar sem hann leiðir,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkju- prestur. n „Kostir Karls biskups eru margir. Hann hefur ótrúlegt minni á fólk, stað og stund,“ segir Steinunn Arnþrúð- ur Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu. „Þetta er ótvíræður kostur fyrir biskup sem þarf marga að hitta, meðal annars á vísitasíum um landið. Hann er lestrarhestur og fylgist afar vel með og virðist muna allt sem hann hefur einhvern tíma lesið. Hann er hamhleypa til verka og yfirleitt fljótur að ganga í verk. Mér finnst alltaf jafnótrúlegt hvað hann kemst yfir að skrifa fyrir utan það sem beint heyrir til vinnunni. Þarna á ég til dæmis við bækur sem hann hefur skrifað, þýtt eða tekið saman. Karl er einnig mikill húmoristi og þess njótum við sem vinnum með honum,“ segir Steinunn. n „Hann á það til að vera býsna fastur fyr- ir, sem þykir oft að vísu vera góður kostur,“ segir Hjálmar Jónsson. „Hann þarf samt stefnufestu í því starfi sem hann sinnir og ég held að það sé enginn sem myndi standa sig betur í starfi biskups en einmitt hann.“ n „Eins og hann er trúr og stað- fastur hagsmunum þeirrar stofunar sem hann leiðir, þá virðir hann hvorki svars né viðlits málflutning þeirra sem hafa aðra sýn en hann eða eru á öndverðum meiði. Það myndi ég segja að væri hans stærsti galli,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem hef- ur áður gagnrýnt Þjóðkirkjuna. n „Hans helsti galli er kannski sá að hann kann ekki að segja nei við verkefnum og vinnur of mikið. Það getur valdið bæði þreytu og haft áhrif á heilsufar,“ seg- ir Steinunn Arnþrúður, verkefnisstjóri samkirkju- og upplýsingamála hjá Bisk- upsstofu, um biskup Íslands. Karl SigurbjörnSSon, biSKup ÍSlandS DEBET OG KREDIT Biskup Íslands karl Sigurbjörnsson þykir mjög glöggur en er að sama skapi mjög fastur fyrir sem stundum er galli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.