Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 26
Ég verð að viðurkenna að ég var í smá stuði þegar ég fór á Resident Evil: Extinction. Ástæðan var reynd- ar ekki sú að ég sé einhver sérlegur aðdáandi myndanna heldur er ekki langt síðan ég kláraði að spila Resid- ent Evil 4 sem er snilldarleikur sem myndar skemmtilegt andrúmsloft. Því miður verður hið sama aldrei sagt um þessa mynd frekar en þær sem á undan komu. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með Resident Evil-myndunum, sem eru byggðar á samnefndum tölvuleikj- um, er þetta þriðja myndin í röðinni. Fyrsta myndin fjallaði um hvern- ig illa fyrirtækið Umbrella missti T- veiruna út í heiminn en hún breyt- ir lífverum í grimmileg skrímsli og uppvakninga. Önnur myndin fjallar um þegar veiran breiðist út og leggur allt undir sig og sú þriðja um hvernig þeir fáu sem eftir eru reyna að forð- ast útrýmingu. Milla Jovovich, sem sló í gegn í The Fifth Element, snýr enn og aftur í hlutverk sitt sem erfðabætta ofurpían Alice. Að þessu sinni ferðast Alice ein síns liðs um sviðna jörðina sem er nánast orðin ein stór eyðimörk eftir útbreiðslu T-veirunnar. Á sama tíma er stór bílalest að ferðast á svipuðum slóðum en eina leiðin til að lifa nú orðið er að vera á hreyfingu. Þar fara fremst í flokki Ali Larter úr þáttunum Heroes, Oded Fehr og söngkonan Ashanti. Alice hittir svo fyrir hópinn og þau sameina krafta sína í barátt- unni gegn útrýmingu. Það er alveg ljóst að það sýnir enginn stórleik í þessari mynd eins og búast má við af myndum í þess- um flokki. Þá horfir maður til hasar- atriða, tæknibrellna og spennu sem var því miður ekki nógu mikið af. Það koma tveir ágætis hasarsprettir í myndinni og þá er það um það bil upptalið. Reyndar voru nokkur ágæt- is atriði sem gerðu manni bilt við. Þá vonaðist ég til að þessi mynd væri lokakaflinn í sæmilegum þríleik sem hefði mátt gera mun betur en svo var því miður ekki. Það á greinilega að blóðmjólka kúna og rúmlega það. Niðurstaðan er miðlungsspennu- og hryllingsmynd sem skilur ekki mikið eftir sig nema vitneskjuna um að ruglið muni halda áfram í næstu mynd. Hún skilur líka eftir sig þá spurningu hvenær hin gullfallega Milla Jovovich sem er prýðisgóð leik- kona tók þá ákvörðun að detta í slak- an hasarmyndaferil í staðinn fyrir að verða ein af heitustu leikkonunum í Hollywood eins og allt stefndi í á sín- um tíma. Ásgeir Jónsson Bíódómur Resident evil: extinction Engu nýju bætt við frá fyrri myndum og hasarinn of lítill og ófrumlegur. Ágætur þó á köflum en langt frá því að bjarga slakri mynd. Leikstjórn: Russell Mulcahy Aðalhlutverk: Milla Jovovich, Oded Fehr, Mike Epps, Ali Larter, Ashanti Niðurstaða: HHHHH þriðjudagur 23. október 200726 Bíó DV Jörðin í eyði og handritið líka Oded Fehr og Milla Jovovich Hafa oft staðið sig betur en í þessari mynd. Resident Evil: Extinction það væri óskandi að myndirnar væru jafngóðar og leikirnir. Vinsældum íslenska tónlistar- mannsins BMV eða Brynjars Más er ekkert að linna en DV greindi frá því í sumar að lagið hans, In My Place, hefði trónað í tvær vikur á toppnum á lista yfir tuttugu vinsælustu lögin í Grikklandi og er lagið enn á listan- um, nú tuttugu vikum seinna. In My Place er auk þess í spilun í Bandaríkjunum á útvarpsstöðinni POP 2. Nú er hins vegar nýjasta lag kappans, Forget About Me, komið í spilun víðs vegar um heiminn sem gerir það að verkum að nú eru lög BMV farin að hljóma í sjö löndum. Löndin sem um ræðir eru: Makedónía, Belgía, Svíþjóð, Grikk- land, Úkraína, Ameríka og að sjálf- sögðu Ísland. Forget About Me er strax komið inn á vinsældalistann í Grikklandi þar sem það situr í fjórða sæti á topp tíu lista yfir fallegustu ró- legu lög allra tíma en auk þess er lag- ið á topp tuttugu lagalista í Maked- óníu og í kosningu um fimmtíu bestu lögin frá Evrópu í Rússlandi. BMV vinnur nú hörðum höndum við að taka upp plötuna sína í New York og er áætlað að gripurinn verði kominn í sölu á næsta ári. krista@dv.is Tónlistarmaðurinn Brynjar Már nýtur gríðarlegra vinsælda: BMV hlJóMar í sJö lönduM! Brynjar Már Valdimarsson er heitur um allan heim. www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRI ÁLFABAKKA SELFOSSI KEFLAVÍK SUPERBAD kl. 8 - 10:20 12 STARDUST kl. 8 10 3:10 TO YUMA kl. 10:30 16 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10:20 L GOOD LUCK CHUCK kl. 8 L NO RESERVATION kl. 10 L THE BRAVE ONE kl. 8 16 STARDUST kl. 8 10 HEARTBRAKE KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 HEARTBRAKE KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 NO RESERVATIONS kl. 8 L CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12 SUPER BAD kl. 10:30 12 BRATZ kl. 5:30 L ASTRÓPÍÁ kl. 5:30 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L THE KINGDOM kl. 8 - 10:20 10 THE BRAVE ONE kl. 8D - 10:20D 16 STARDUST kl. 5:30D 10 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L KRINGLUNNI NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 16 14 12 12 16 14 14 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 6 - 8 THE KINGDOM kl. 6 - 10 12 14 16 16 12 12 14 16 16 RESIDENT EVIL 3 kl.5.50 - 8 - 10.10 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl.6 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 SHOOT ́EM UP kl. 10.20 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE HEARTBREAK KID LÚXUS kl. 5.30 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 3.45 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - J. I. S. Film.is Dóri DNA - DV Bölvun eða blessun? SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 8 - 10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 - L.I.B. Topp5.is LAS VEGAS ER HORFIN... JÖRÐIN ER NÆST! ÞRIÐJI HLUTINN Í FRAMTÍÐARTRYLLINUM MEÐ MILLU JOVOVICH Í TOPPFORMI! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! “Syndir feðranna dregur engan á tálar með tilfinningalegu klámi eða ofsafengnu fári fjölmiðlanna ... Kröftug og átakanleg samfélagsádeila... ... vel unnin heimildarmynd sem nýtur þess tíma sem hún fékk til að þroskast. R. H. – FBL “Nálgun leikstjóranna er afar fagleg og það sama má segja um myndina í heild.” - DV “Uppbygging myndarinnar er mjög snyrtileg. Allt frá kynningunni til endalokanna er passað upp á það að ofbjóða ekki áhorfendum“ A. S. - MBL ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST - bara lúxus Sími: 553 2075 THE HEARTBREAK KID kl. 5.40, 8 og 10.20 12 THE KINGDOM kl. 5.40, 8 og 10.20 16 3:10 TO YUMA kl. 8 og 10.30 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.