Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 2
„Efnin fundust utandyra. Hann kann-
ast ekki við að eiga þau,“ segir Jón Eg-
ilsson, lögmaður Jóns „bónda“ Gunn-
arssonar kraftlyftingamanns sem var
handtekinn á fimmtudag eftir að sterar
fundust í garðinum hjá honum en var
sleppt að lokinni yfirheyrslu. „Hann
skilur ekkert í því af hverju þetta ætti
að vera þarna,“ segir Jón Egilsson.
Hundruð steraskammta
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn staðfestir að lagt hafi
verið hald á mikið magn af sterum
í töfluformi og vökvahylkjum, sam-
tals einhver hundruð töflur og hylki.
Málið er enn á frumstigi og eru efnin
í nánari skoðun.
Jón Egilsson segir að garðurinn sé
öllum opinn og við fjölfarna braut.
Jón bóndi kraftlyftingamaður býr í
raðhúsi og aðspurður segist Jón Eg-
ilsson telja að garðurinn sem um
ræðir tilheyri Jóni bónda einum.
Jón bóndi er þekktur meðal
áhugamanna um kraftlyftingar, hann
hefur keppt í þeim áratugum saman
og unnið til fjölda verðlauna. Hann
er mörgum kunnugur sem rekstrar-
aðili líkamsræktarstöðvarinnar Gym
80 við Suðurlandsbraut. Jón hefur
lengi starfað sem einkaþjálfari og á
einnig að baki góðan árangur í vaxt-
arrækt.
Sviptur heimsmeistaratitli
Í október í fyrra varð hann heims-
meistari í kraftlyftingum þegar hann
keppti í flokki öldunga á heims-
meistaramóti á vegum Alþjóðakraft-
lyftingasambandsins sem haldið var
í Texas í Bandaríkjunum. Jón varð
einnig heimsmeistari í sama flokki
árið áður. Í fyrra féll hann þó á lyfja-
prófi og var sviptur heimsmeistara-
titlinum.
Jón hafði áður fallið á lyfjaprófi
þegar hann keppti á heimsmeist-
aramóti í kraftlyftingum í Austur-
ríki 1996. Þar sem fall hans í fyrra
var túlkað sem endurtekið brot var
hann úrskurðaður í ævilangt keppn-
isbann. Síðan þá hefur honum ekki
verið heimilt að keppa á mótum sem
tengjast Alþjóðakraftlyftingasam-
bandinu eða Ólympíuhreyfingunni,
jafnvel þótt um aðrar íþróttagreinar
en kraftlyftingar sé að ræða. Jón get-
ur eftir sem áður keppt á mótum þar
sem lyfjapróf eru ekki við lýði.
Formaður
Kraftlyftingasambandsins
Jón bóndi starfaði um tíma sem
formaður Kraftlyftingasambands-
ins en sagði af sér í febrúar eftir að
rúmlega þrjátíu þúsund steratöflur
og vökvahylki fundust á heimili hans
og fleiri stöðum. Um er að ræða einn
stærsta sterafund hér á landi.
Jakob Baldursson, núverandi for-
maður Kraftlyftingasambands Ís-
lands, segir Jón ekki lengur meðlim
í félaginu en þeir sem fallið hafa á
lyfjaprófi mega hvorki starfa innan
þess né Íþróttasambands Íslands.
Jón tók þó þátt í aflraunakeppni á
árshátíð Kraftlyftingasambandsins í
sumar og bar sigur úr býtum.
Við vinnslu fréttarinnar náðist
ekki í Jón Gunnarsson.
þriðjudagur 23. október 20072 Fréttir DV
Veiða 60 þúsund
tonn af loðnu
Erlendum skipum verður
heimilað að veiða um 50 þúsund
tonn af loðnu í íslenskri lögsögu á
veiðitímabilinu milli 2007 og 2008.
Norskum skipum er heimilað
að veiða rúm 39 þúsund tonn en
veiðarnar mega mest stunda 25
skip í einu en veiðitímabili norsku
skipanna lýkur þann 15. febrúar.
Færeyskum skipum er heimilað
að veiða alls 10.250 tonn og mega
mest tíu skip stunda veiðarnar
í einu. Þá mega grænlensk skip
veiða alls 10.164 tonn. Færeysku
skipunum verður heimilt til 15.
febrúar að ráðstafa tveimur þriðju
aflans til manneldisvinnslu utan
Íslands eða um borð í veiðiskip-
unum.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Umhverfismat
er skylda
Skipulagsstofnun skyldar sveit-
arfélagið Ölfus til að framkvæma
umhverfismat við deiliskipulags-
breytingar vegna fyrirhugaðra
framkvæmda við stækkun Hellis-
heiðarvirkjunar. Að mati stofnun-
arinnar eru lögin skýr í þessum
efnum. Sveitarfélagið fór fram á að
stofnunin endurskoðaði afstöðu
sína þar sem um óverulegar breyt-
ingar á skipulagi væri að ræða
sem hefðu ekki áhrif á heildaráhrif
virkjunarinnar á umhverfi hennar.
Á það var ekki fallist og sveitarfé-
laginu gert skylt að framkvæma
umhverfismatið. Hægt er að kæra
úrskurðinn til umhverfisráðherra
innan mánaðar.
Metfjöldi
brautskráðra
Aldrei hafa fleiri nemend-
ur útskrifast úr framhalds- og
menntaskólum landsins en á síð-
asta skólaári. Þetta kemur fram á
vef Hagstofu Íslands.
Brautskráðum háskólanem-
endum fjölgaði um tæplega 500,
eða nærri 16 prósent, frá árinu
áður. Aldursdreifing nemenda
var frá 19 og upp í 75 ára. Hlut-
fallslega fjölgaði framhalds-
skólanemendunum um tæpt
prósentustig. Metfjöldi var hjá
nemendum sem luku meistara-
gráðu en nemendum fjölgaði
um 41 prósent milli ára. Þá hafa
heldur aldrei fleiri nemendur út-
skrifast með doktorspróf.
Átak vegna
áfengisneyslu
Hjálparsími Rauða kross
Íslands stendur nú fyrir átaki
sem helgað er leiðum til bata
vegna áfengis- og fíkniefna-
neyslu. Árlega berast allt að 17
þúsund símtöl til Hjálparsím-
ans 1717. Símtöl tengd neyslu
voru tæplega þúsund í fyrra.
Mest var hringt vegna eigin
neyslu en einnig vegna neyslu
nákominna svo sem maka, for-
eldra eða barna.
Hjálparsíminn efnir til átaks
tvisvar á ári þar sem athygli
er vakin á málaflokkum sem
snerta hjálparstarfið beint.
Rætt var um staðfesta samvist samkynhneigðra á Kirkjuþingi:
Ómaklega vegið að kirkjunni
„Mér fannst umræðan vera mjög
góð og gagnleg og mér sýnist tölu-
verður samhljómur vera um að
breyta lögum um staðfesta samvist,“
segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands. Karl flutti á Kirkjuþingi sem
nú stendur yfir tillögu til þingsálykt-
unar um Þjóðkirkjuna og staðfesta
samvist. Í tillögunni var lögð áhersla
á að staðið yrði áfram við hefðbund-
inn skilning Þjóðkirkjunnar á hjóna-
bandinu og því ekki gert ráð fyrir að
samkynhneigðir einstaklingar geti
gengið í hjónaband. Prestum verði
hins vegar heimilt að staðfesta sam-
vist samkynhneigðra. Verði lögum
breytt munu prestar fá heimild til að
staðfesta samvist tveggja einstakl-
inga og mun Kirkjuþing þá virða
samviskufrelsi presta.
„Ef þessi lög verða staðfest mun
Kirkjuþing veita heimild til þess að
prestar Þjóðkirkjunnar annist það að
staðfesta samvistina. Það var ágætur
samhljómur á þinginu um þetta. Það
kemur líka fram í þessari tillögu að
álit kenningarnefndar, sem rætt hef-
ur verið í kirkjunni, verði samþykkt af
hálfu Kirkjuþings. Kirkjuþing ítrekar
það að áfram verður staðið við hefð-
bundinn skilning á hjónabandinu
sem sáttmála karls og konu. Þarna
verður þá um að ræða tvö hliðstæð
sambúðarform.“
Karl segir að kirkjan hafi ver-
ið beitt miklum þrýstingi og mörg
ómakleg orð hafi fallið í umræð-
unni undanfarin ár. Kirkjan hafi
verið gagnrýnd fyrir afturhalds-
semi. Sannleikurinn sé hins veg-
ar sá að með tillögunni er verið að
ganga töluvert lengra en í öðrum
nágrannalöndum. „Orðræðan hefur
verið mjög neikvæð í garð kirkjunn-
ar í þessum efnum. Hún hefur ver-
ið ásökuð fyrir að standa í vegi fyr-
ir þróun þessara mála. Ég hef ekki
verið sáttur við þá orðræðu sem ég
tel hafa verið mjög ómaklega. Ég tel
að okkar kirkja hafi tekið vel á móti
fólki og hún mun áfram gera það.“
einar@dv.is
Kirkjuþing umræðan á kirkjuþingi í gær var góð og gagnleg, segir karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands.
Jón „bóndi“ Gunnarsson, fyrrverandi heimsmeistari í kraftlyftingum, var handtek-
inn eftir að sterar fundust í garðinum hans. Þrjátíu þúsund steratöflur og vökvahylki
höfðu áður fundist á heimili Jóns bónda en hann segist ekkert kannast við sterana sem
fundust undir sólpallinum í garðinum hans í síðustu viku.
„efnin fundust utan-
dyra. Hann kannast
ekki við að eiga þau.“
Erla HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
STERAR Í BAKGARÐINUM
Jón „bóndi“ Gunnarsson jón
var sviptur heimsmeistaratitli
eftir að hann féll á lyfjaprófi.