Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 12
Svarthöfði er afskaplega hrifinn af festu og aga. Enn er honum í fersku minni þegar Fidel Castro, leiðtogi á Kúbu, frestaði jólunum með einu pennastriki og enginn sagði múkk. Hátíð ljóss og friðar á Kúbu varð í janúar það árið og allir voru sáttir. Leiðtogar á borð við Castro eru vandfundnir og í fljótu bragði man Svarthöfði aðeins eftir einum. Í Svörtuloftum Seðlabanka Íslands situr Davíð Oddsson seðlabanka-stjóri og bruggar seyð daglangt. Hann var áður formaður af sömu gerð og Castro. En Davíð frestaði þó aldrei jólunum. Hann stjórnaði flokknum sínum af festu og sjálfstæðismenn vissu að þeir urðu að skyggnast inn í hugskot foringja síns áður en þeir mynduðu sér skoðun. Það var kall- að að mynda sér sjálfstæða skoðun. Smám saman varð Davíð í Svörtuloft- um áhrifameiri á meðal flokks- manna. Enginn vildi styggja foringj- ann af ótta við að þeir eða ættingjar þeirra yrðu fyrir lífsgæðaskerðingu. En allir vita að ótti er hugarástand og víst er að Davíð var þvert um geð að ala á slíku. Hann var vinur litla mannsins í samfélaginu og óvinur auðmanna, sérstaklega sumra þeirra. Oftlega tal- aði hann um götustráka og illþýði þegar tiltekna auðmenn bar á góma. Castro talaði um arðrán en Davíð uppnefndi hina ríku. Auðvitað var Davíð að gæta hagsmuna þjóðar sinnar og reyna að sporna gegn misskiptingu í samfélag- inu. Sjálfur hefur hann þó ekki flotinu hafnað og hefur laun sem teljast vera margföld verkamannalaun. En það er auðvitað til þess að hann verði ekki auðmönnum að bráð. Illgirnislegar kjaftasögur hafa verið á kreiki um að Davíð hafi eftir krókaleiðum þegið 300 milljónir króna af fyrirtæki sem sérhæfði sig í að leita að uppruna mannsins. Sjálfur hefur Davíð sagt að tiltek- inn auðmaður hafi látið sér detta í hug að múta honum til að hætta sem forsætisráð- herra með því að greiða honum 300 milljónir. Svarthöfða blöskraði öll þessi gjafmildi og kjaftagangur í garð Davíðs. En nú er hann hættur og milljónaboðin væntanlega ekki á hverju strái lengur. Davíð var og er meistari smjörklípunnar. Sú aðferð að maka óvinveittan kött í smjöri verður gjarnan til þess að kisi fer úr árásarham og byrjar að sleikja sig. Þannig gat Davíð drep- ið af sér mál sem gátu orðið skeinuhætt. En Davíð fór og Geir Haarde kom í staðinn. Geir kann ekki að beita smjörklípum og hann getur ekki gert flokkinn meðvirkan sér. Það er til skammar að flokksmenn skyldu ekki hlýða honum og slíta fundi í Valhöll þegar verið var að ræða jafnómerkilegt mál og uppreisn í borgarstjórnarflokknum og klofning innan flokks. Geir vissi sem var að enginn klofningur var í flokknum og engin ástæða til að ræða það sem ekki er til. Klofningur er hugarástand rétt eins og rigning. Þetta eru fyrirbæri sem flokkurinn á að geta stjórnað með lagni með því að breiða út sólskinið og samheldn- ina. Hann veit líka að rigningin er ekki til nema að einhver vilji það endilega. Vandinn er aðeins sá að flokksmenn leika lausum hala og skilja ekki aga eða festu og það er útbreiddur misskilningur innan flokks að það rigni af og til. Nútíminn hafnar foringjaræðinu sem auðvitað er gjörsamlega út úr öllu korti. Svarthöfða er öllum lokið. þriðjudagur 23. október 200712 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. SólSkin og Samheldni SVARTHÖFÐI Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Ráðherra, kláraðu þann vanda áður en þú kallar annan og meiri yfir okkur. Ráðherrann og frelsið LeIÐARI Heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórð-arson, hefur mælst til þess að áfengi verði selt víðar en nú er. Ráðherrann var áður óbreyttur þingmaður. Þá gekk hann þing- manna fremst í þessu áhugamáli sínu. Eftir að hann varð ráðherra heilbrigðismála mátti gera ráð fyrir að hann endurskoðaði afstöðu sína. Það hefur hann ekki gert. Hann er reyndar hættur að vera fremstur þeirra sem vilja meira aðgengi að áfengi. Eftir sem áður seg- ist hann styðja málið. Heilbrigðisráðherrann vill gera sitt til að auka óheilbrigði þjóðar sinnar. Það er merkileg afstaða ráðherra sem treyst er til að vera mesti valdamaður þjóðarinnar í þessum málaflokki. Engum dylst að aukin áfengisdrykkja eykur vanda okkar. Eng- um dylst að áfengisdrykkja eykst eftir því sem aðgengi að áfengi er meira. Sú er raunin hjá öðrum þjóðum. Með því er reiknað hér á landi. Þrátt fyrir allt þetta ætlar heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, að gera sitt til að auka óheilbrigði Ís- lendinga. Er hann á réttum stað? Til siðs er að blanda saman ríkiseinokun á sölu áfengis og að heimila sölu þess á margfalt fleiri stöðum en nú er. Auðvitað á ríkið ekkert með að selja áfengi. Það er tímaskekkja sem verður að lagfæra. Ríkið seldi póstinn, símann og þyrfti að selja fleira, svo sem útvarpið og áfengisbúðirnar. Þar hefur ríkið ekkert erindi. Einstaklingum og fyrirtækjum er ekki síð- ur treystandi til að reka áfengisbúðir með sóma. Þótt ríkið hætti sölu áfengis er ekki þar með sagt að auka eigi aðgengi að því til muna frá því sem nú er. Ekki eru sýni- legar ástæður til þess. Áfengissýki er ekki bara vandi sjúklingsins. Áfengissýki er vandi langtum fleiri. Nánast öll þekkjum við sár dæmi um hvernig áfengi hefur leikið fólk. Bæði alkóhólista og eins aðstandendur þeirra. Það má ráðherrann hafa í huga þegar hann greiðir atkvæði með auknum vanda og hörmungum. Öll dæmi annarra þjóða eru á sama veg. Þar sem aðgengi að áfengi hefur verið aukið hef- ur drykkja aukist. Þegar áfengisdrykkja eykst fjölgar þeim sem eiga um sárt að binda. Fleiri börn lifa í ótta og angist. Fleiri alkó- hólistar verða undir í lífinu. Fleiri gefast upp. Kannski skilur ráð- herrann ekki tilfinningar. Þá er best að benda honum á að kostnaður samfélagsins af aukinni drykkju er mikill. Hann mun vaxa eftir því sem drykkja eykst. Best er að ná tökum á núverandi vanda áður en kallað verður eftir meira vanda. Til upprifjunar skal það nefnt hér að Landspítalinn á ekki fyrir lyfjum. Þar eru líka langir biðlistar eft- ir þjónustu. Allt vegna þess að peninga vantar. Ráðherra, kláraðu þann vanda áður en þú kallar annan og meiri yfir okkur. DómSTóLL gÖTunnAR Er of snEmmt að sElja jólavörur núna? „nei, alls ekki. mér finnst allt í lagi að selja jólavörur núna. Ég byrja samt örugglega ekki strax að kaupa þær. mér finnst samt fínt að byrjað sé að setja upp jólaskraut.“ Elísabet Blöndal, 26 ára, starfs- mannastjóri „já, mér finnst að það ætti að byrja um mánaðamótin nóvember-desember. Ég held að börnin verði orðin þreytt þegar jólin loks komin þegar byrjað er svona snemma.“ Ásgegir Magnússon, 82 ára, ellilífeyrisþegi „nei, ætli það sé ekki markaðurinn sem ræður því. ef fólk hefur áhuga kaupir það jólavörur. eru ekki jólin allt árið?“ Jóhannes Ágústsson, 54 ára, framhaldsskólakennari „já, mér finnst það allt of snemmt. það er nú bara 22. október. mér finnst að það eigi að byrja að selja jólavörur um miðjan nóvember.“ Eva Guðrún Gunnarsdóttir, 24 ára, sölukona SAnDkoRn n Sprenging Björns Inga Hrafnsssonar á meirihlutan- um í borginni kann að hafa svokölluð dómínóáhrif annars stað- ar. Þannig er hermt að óróleika gæti þegar í sam- starfi vinstri grænna og Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellsbæ. Karl Tómasson, leiðtogi VG, á í hin- um mestu vandræðum með að verja það fyrir baklandi sínu að vera í stöðugum útistöðum við umhverfissinna. Hermt er að Svandís Svavarsdóttir, leiðtogi í Reykjavík, hvetji til þess að VG fari með Samfylk- ingu og Framsókn, rétt eins og í Reykjavík. n Óróleikinn er líka til staðar í Kópavogi þar sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og leiðtogi Sjálfstæð- isflokks- ins, fer sínu fram í hvívetna. Framsókn- armaðurinn Ómar Stef- ánsson er óspart hvattur til þess af hluta flokksins að rísa undan ofríki Gunnars og slíta meirihlut- anum. Reyndar er hermt að í sumar þegar Mannlíf birti út- tekt á Gunnari hafi hrikt í sam- starfinu en þá tókst að bjarga fyrir horn. Nú hafa meirihluta- slitin í Reykjavík orðið til þess að andstæðingum Gunnars innan Framsóknar í Kópavogi hefur vaxið ásmegin. n Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra fer að vanda mikinn á heimasíðu sinni og fjallar um Baugs- miðla. Ráð- herrann sakar DV um að hafa spunnið upp þann lygavef að Sjálfstæðis- flokkurinn sé klofinn af völdum hans og sexmenningaklíkunnar í borg- arstjórn sem hélt fund með Geir H. Haarde án Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, leiðtoga síns. Æsingur Björns bendir til þess að sú kenning að óbeint eign- arhald Baugs í REI hafi sett allt á annan endann í Björnsarmi flokksins sé rétt. n Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er í klandri út af REI-málinu. Hann er mað- urinn að baki þeim hugmynd- um að Orkuveitan fór í samstarf við einkaaðila um útrás. Óvild Björns Bjarnasonar í garð Guð- laugs á sér engin takmörk eftir að ráðherrann var flengdur í prófkjöri og það er þekkt innan ríkisstjórnar að þeir tveir eru eins og skólastrákar í illkvittn- um samskiptum sínum. Birni virðist vera mikið kappsmál að koma REI-málum þannig fyrir að meint klúður verði skrifað á samráðherra hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.