Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 23. október 200716 Sport DV Barcelona, tapaði sínum leik um helg- ina gegn Villareal 3-1 og vill vænt- anlega bæta upp fyrir það í Meist- aradeildinni. Barca mætir Rangers í Skotlandi. Deco meiddist um helgina og kom okkar maður, Eiður Smári Guðjohn- sen, inn á í hans stað og lék á miðj- unni í 3-1 tapi Barca gegn Villareal. Yaya Toure, Gianluca Zambrotta, Rafael Marquez og Samuel Eto‘o eru allir meiddir í Barca. Eiður gæti því fengið langþráð tækifæri með Barca og á miðjunni en hann sagði í viðtali við heimasíðu liðsins að þar liði honum ágætlega og gæti vel leyst þá stöðu. Spili Eið- ur Smári í kvöld getur hann ekki spil- að með öðru liði í Meistaradeildinni fari hann frá liðinu í janúar. Sagt er að hann hafi neitað að koma inn á í síð- asta leik Barca í Meistaradeildinni til að hafa þann möguleika eftir áramót. Rangers er í fantaformi og sýnd veiði en ekki gefin. Stemningin á þeirra heimavelli er ótrúleg og nokk- uð sem rólegir Spánverjar eiga ekki að venjast. Þeir unnu Old Firm-slaginn á móti grönnum sínum í Celtic um helgina 3-0 og hafa ekki tapað í Meist- aradeildinni í ár. „Ég veit vel hversu góðir þeir eru. Messi er frábær en við trúum því að við getum unnið þennan leik. Ég veðja á 1-0 heimasigur,“ sagði Carlos Cuellar, leikmaður Glasgow Rang- ers. „Ég veit að stuðningsmenn okk- ar vildu frekar vinna Celtic-leikinn en þennan en sem Spánverji vil ég vinna Barcelona meira en allt.“ Carlos Puol, fyrirliða Barcelona, kemur gott gengi Rangers-manna á óvart. „Ég hefði ekki trúað því að Rangers gæti verið við toppinn í riðl- inum en svona hlutir gera fótboltann svo skemmtilegan. Ég hefði veðjað á að við og Lyon kæmumst upp úr riðl- inum en núna er öldin önnur og Skot- arnir eiga góða möguleika á að fylgja okkur í 16 liða úrslitin. Að spila í Glas- gow er alltaf gaman út af stemning- unni en Barca fer með það því mark- miðið að vinna leikinn. Ég hef séð Rangers spila og liðið berst vel, í Lyon spilaði það mjög vel. En við erum sterkari en það þarf að sanna það í Glasgow.“ Í hinum leik riðilsins mætast Stutt- gart og Lyon. „Við höfum náð góðum úrslitum í síðustu leikjum og við þurf- um að byggja ofan á það. Við kom- umst ekkert upp úr riðlinum með því að vinna í Stuttgart en það er mikil- vægt að vinna,“ sagði Alain Perrin, stjóri Lyon, en hans lið getur hrein- lega ekkert í Meistara- deildinni en er efst í frönsku deildinni. Wenger vill meira í afmælisgjöf Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hélt upp á 58 ára afmælið sitt í gær með því að horfa á Newcastle-Tottenham í sjónvarpinu og skipuleggja slaginn við Slavia Prag. „Ég hef nú ekki verið beint þekktur fyrir það að halda upp á afmælið mitt. Þetta árið verður eins og svo oft áður, voða venjulegt kvöld. Ég borða einhvern góðan mat og horfi á leikinn með konunni minni. Hún horfir líka á fótbolta, í hreinskilni verður hún að gera það. Það sem liðið getur gefið mér í afmælisgjöf er betri spilamennska en gegn Bolton. Maður vill alltaf gera betur og við þurfum að nýta okkur þann anda sem er í liðinu núna.“ PSV tekur á móti Fenerbahce og þurfa Hollendingarnir sigur ef þeir ætla sér að komast áfram. „Þeir eru mjög sterkt og gott lið en ég tel okkur jafnoka þeirra og veit að við eigum góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari PSV. „Við vitum að við þurfum sig- ur til að komast áfram og það mun hjálpa okkur að við erum á heima- velli. Við ætlum okkur að taka fjögur stig úr næstu tveimur leikjum.“ Sevilla náði loks sigri Sevilla tapaði fjórum leikjum í röð í deildinni spænsku áður en liðið beit loksins frá sér um helgina og vann Levante 2-0. Sevilla fór frá því að vera eitt af toppliðunum í það að vera um miðja deild. Sigurinn kom á góðum tíma fyrir leikinn gegn Staua Búkarest sem hefur enn ekki hlotið stig. Javi Navarro er enn frá vegna meiðsla en Fredi Kanoute er kominn aftur. Tom De Mul sem kom til Sevilla frá Ajax í sumar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sevilla um helgina og sagði að sigur yrði að vinnast gegn Staua. „Sigurinn um helg- ina mun hjálpa okkur að róa lið- ið fyrir Meistaradeildina. Það er nauðsynlegt að vinna Staua til að komast í næstu umferð.“ Inter Mil- an vann Emil Hallfreðsson og félaga í Reggina um helgina þar sem Adria- no skoraði loksins fyrir Inter. Adriano sem hefur ekkert getað í 18 mánuði fyrir Inter neitaði að taka í höndina á Roberto Mancini þjálfara þegar hann var tekinn af velli. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ sagði forseti Inter Mass- imo Moratti. „Það sýnir ákveðinn kar- akter að vera fúll yfir að þurfa að fara af velli, þó svo það megi setja spurn- ingarmerki við innáskiptinguna,“ sagði forsetinn í léttum dúr. Erfiður leikur Manchester United tek- ur á móti Dynamó frá Kænugarði og mun eiga erfiðan leik fyrir hönd- um að sögn Alex Ferguson, stjóra Manchester United. United er efst í sínum riðli með sex stig. „Við erum í góðri stöðu þar sem Sporting vann Dynamo. Við spilum við Kiev í næstu tveimur leikjum og þeir verða að vinna okkur, sem er gott. Við get- um þá beðið eftir því hvað þeir ætla að gera og sótt á skyndisóknum. Kiev hefur alltaf verið erfitt heim að sækja. Við gerðum 0-0 jafntefli við þá fyrir nokkr- um árum og þetta verður erfiður leikur.“ Í hinum leik riðilsins tek- ur Roma á móti Sporting. Róm- verjar gerðu ótrú- legt 4-4 jafntefli við Napoli á laugardag og hafa því að- ens unnið einn af síðustu sex leikj- um sínum. „Við þurfum að gleyma leiknum við Napoli og byrja að ein- beita okkur að næsta leik. Við þurf- um að vinna Sporting ef við ætlum okkur að komast í 16 liða úrslit. Til að vinna þurfum við að fækka mistök- um okkar,“ sagði Luciano Spalletti, þjálfari Roma. Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, er í leikmannahópi liðsins sem mætir Glasgow Rangers í kvöld í Meistaradeild Evrópu. Báðir risarnir frá Spáni, Barca og Real Madrid, töpuðu leikjum sínum um helgina. BEnEdikt BóaS hinrikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Byrjar Eiður á miðjunni? Tímabilið er búið hjá david Beckham og félögum í L.A. Galaxy eftir tap á sunnudag: SPILAR EKKI AFTUR FYRR EN Í APRÍL Á sunnudag endaði tímabilið hjá David Beckham og félögum hans í Los Angeles Galaxy. Þeir töpuðu fyrir Chicago Fire 0-1 og komust fyrir vikið ekki í úrslitakeppnina. John Thorring- ton skoraði sigurmarkið undir lokin en hann var eitt sinn á mála hjá Manchest- er United. Beckham hefur verið meiddur síð- an í ágúst en kom inn á gegn Fire í stöð- unni 0-0 þegar hálftími var eftir. Ga- laxy var búið að vinna sjö leiki í röð án Beckhams en tapaði þegar hann sneri til baka. Beckham gat lítið sem ekkert í leiknum en þjálfari hans, Frank Yallop, var með útskýringuna á hreinu. „Mað- ur sá að hann var þreyttur. En hann átti þó nokkrar langar sendingar og auka- spyrnurnar eru alltaf hættulegar.“ Beckham kom til Galaxy meiddur á ökkla. Hann lék fimm leiki og skoraði eitt mark. Hann meiddist síðan aftur, núna á hné, og var frá í sjö vikur. Ga- laxy-liðið vann aðeins einn leik með Beckham í liðinu, 2-0 gegn DC United þar sem Beckham skoraði eitt og lagði upp annað. Hann lék samtals í 252 mínútur og það er varla hægt að segja að fyrsta tímabilið hans í Bandaríkjun- um hafi gengið eins og í lygasögu. „Við vorum á góðu róli en tapleik- irnir í upphafi deildarinnar fóru með okkur. Við enduðum tímabilið ágæt- lega, burtséð frá þessum síðasta leik og megum ekki setja hausinn í bringuna,“ sagði Beckham eftir tapið. Beckham fær gríðarlega fjármuni fyrir að spila fótbolta í Bandaríkjunum en nú þurfa aðdáendur að bíða þar til í apríl til að sjá Beckham aftur spila fótbolta. Hvað gerir hann þangað til? Galaxy vill ekki lána hann neitt þannig að hann getur bara slakað á í borg englanna, Los Ang- eles. benni@dv.is meistara- deildin Figo Fer í 100 Luis Figo spilar væntanlega sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Hann hefur spilað með barcelona, real Madrid og inter í keppninni og verður fyrsti Portúgalinn til að ná þessum áfanga. Figo spilaði sinn fyrsta leik í Meistara- deildinni 17. september 1997 á móti Newcastle og skoraði í 3-2 tapi barcelona. Fjórir aðrir leikmenn geta náð að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili. gary Neville hefur leikið 98 leiki, Paul Scholes 97 og Clarence Seedorf hefur leikið 96. raúl, leikmaður real Madrid, er leikjahæsti leikmaður Meistaradeild- arinnar með 110 leiki. SimonS Setur belgíSkt met timmy Simons, fyrirliði PSV, setur væntanlega belgískt met í kvöld þegar hann leikur sinn 33. Meistara- deildarleik gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í eindhoven. Hinn þrítugi Simons hefur leikið 32 leiki eins og Filip de Wilde sem á belgíska metið. Simons lék sinn fyrsta Meistaradeildar- leik 18. september 2002 með Club brugge í 3-2 tapi liðsins gegn barcelona. alls lék hann 12 leiki með liðinu í Meistaradeildinni en hann hefur leikið 20 leiki fyrir PSV. tvö lið Skammt Frá 100 mörkum dynamo frá kænugarði og Valencia geta skorað sín eitt hundruðustu mörk í Meistaradeild- inni. bæði lið hafa skorað 98 mörk í keppninni frá því hún var sett á laggirnar. 9 lið af því 101 liði sem tekið hefur þátt í Meistara- deildinni hafa skorað 100 mörk eða fleiri. real Madrid hefur skorað flest eða 252 mörk, Manchester united 228 og barcelona 211 sinnum. takist dinamo að skora tvisvar verður það fyrsta úkraínska liðið til að skora 100 mörk en Valencia verður þriðja spænska liðið til að ná þeim áfanga. Sergi rebrov hefur skorað flest mörk kænugarðsmanna eða 20 en juan Sanchez er markahæstur Valencia- manna með 9 mörk. 53 aF 58 Sex lið eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni. Marseille, Shakhtar donetsk, barcelona, rangers, Manchester united og arsenal. 53 lið af 58 hafa komist áfram í 16 liða úrslit eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina eða 91% liða. dynamo kiev, inter, rangers, Spartak og grasshoppers eru einu liðin sem ekki hafa komist upp úr riðlunum eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina. ekkert lið hefur klúðrað riðlakeppninni eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina. einn í banni og nokkrir á hættuSvæði aðeins Fred, leikmaður Lyon, er í leikbanni þessa umferðina. Hann er í banni gegn Stuttgart. kevin thomson, leikmaður rang- ers, fær leikbann fái hann gult spjald gegn barcelona. emm- anuel adebayor hjá arsenal og Ladislav Volesak hjá Slavia Prag verða dæmdir í bann fái þeir gult spjald og sömuleiðis diego Lugano hjá Fenerbahce. Löng sending á leiðinni david bekcham gegn Chicago. Hans fyrsta tímabil í bandaríkj- unum gekk ekki eins og í lygasögu. Byrjar vonandi inni á Xavi og andrés iniesta eru einu miðjumenn barca sem eru heilir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.