Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 19
DV Alþingishúsið Þriðjudagur 23. október 2007 19 Framhald á næstu síðu Fundarherbergi á fyrstu hæð Herbergið er oft notað þegar tekið er á móti erlendum sendinefndum eða gestum. Í Kringlunni Falleg gulllögð rósetta er í lofti kringlunnar. Glerborð í Kringlunni Skreytingar ellefu glerborða í alþingishúsinu eru í þessum stíl. Lögrétta var haldin á Íslandi frá árinu 930 til 1262. borðin sýna mismunandi ártöl en í kringum ártölin eru nöfn þeirra manna sem sátu í Lögréttu á þeim tíma. Því eru engin tvö borð eins. Alþingishúsið Framhlið alþingishússins, það er norðurhliðin, er nokkuð skreytt. Hæst ber kórónu og merki kristjáns iX á burst á þakinu. undir upsinni er ártalið 1881, málmstafir með stjörnum á milli. Yfir fjórum gluggum á annarri hæð eru landvættir Íslands í lágskurði, bergrisi, gammur, griðungur og dreki. Veggir alþingishússins eru tæpir 80 sm á þykkt á neðri hæð, en þynnast upp, eru 63 sm á efri hæð, 47 sm þar fyrir ofan og 36 sm efst. Þeir eru tvöfaldir, tveir steinar lagðir samhliða langsum í ytri og innri hleðslu en þriðji steinninn liggur þversum og tengir veggina. Í holrúminu milli ytri og innri veggjar er fylling úr sandi, kalki og sementi. að utan hafa veggirnir verið látnir halda höggnu áferðinni en að innan eru þeir pússaðir með múrhúð. Heimild: althingi.is Breytingar í vændum Sturla segir stóra breytingu í vændum. „Innan skamms verður hægt að horfa aft- ur á ræður þingmanna á netinu, rétt eins og hægt er að horfa á gamla fréttatíma á vefsíð- um sjónvarpsstöðvanna. Það er lengi búið að sjónvarpa þingfundum en brátt verður hægt að kalla fram ræður sem þegar hafa verið fluttar. Það leggur enn meiri ábyrgð á herðar þingmönnum að vanda sig, því ímynd þeirra og þingsins er í húfi,“ segir Sturla. Hann segir stóran hluta af starfi forseta felast í því að hafa samskipti við fólk. „Í upphafi hverrar viku hitti ég þingflokksformenn flokkanna og við ákveð- um í sameiningu dagskrá þingfundarins. Það er oft margt á dagskrá og því getur verið snú- ið að koma því fyrir sem þarf að ræða,“ segir Sturla en hans verk er að koma því þannig fyrir að allir geti vel við unað. Vítur Forseti hefur það vald að geta vítt þing- menn ef þeir fara yfir strikið. „Vítur eru mjög fátíðar og ég hef sem betur fer aldrei þurft að víta þingmann,“ segir Sturla. „Þegar einhver fer með stóryrði í garð þingmanna eða lætur eitthvað óforsvaranlegt úr munni getur forseti vítt þann sem gekk of langt. Þá er það hlutverk forseta að endurtaka það sem vítavert þykir til að allir viti hvað það var nákvæmlega sem ekki þótti viðeigandi. Tilgangurinn með þessu er sá að menn meiði ekki með orðum, eða hafi uppi stóryrði sem eru óforsvaranleg. Þingmenn taka það jafnan mjög alvarlega þegar þeir eru víttir,“ segir Sturla en ítrekar að vítur séu sem betur fer mjög sjaldgæfar enda séu stóryrði í garð persónu ekki gagnleg í þeirri rökræðu sem þarf að fara fram í þinginu. Ýmsu vanur Oft er mikið annríki hjá forseta, sér í lagi þegar snarpar umræður eiga sér stað. Þá þarf hann að hafa hemil á ræðumönnum og gæta þess að reglum sé fylgt. „Þegar mikið gengur á skiptir mestu máli að halda ró sinni. Ég er á þeirri skoðun að sá sem ekki lætur haggast kemur betur út þegar litið er til baka. Skip- stjóri sem stendur óhagganlegur í brúnni, sama á hverju dynur og fer síðastur frá borði í sjávarháska nýtur meiri virðingar en sá sem stekkur upp á nef sér við hvert tilefni. Það er því mikilvægt að sýna stóíska ró þegar menn takast á í stjórnmálum,“ segir Sturla. Hann viðurkennir að stundum geti verið snúið að halda andlitinu þegar menn slá á létta strengi. „Ég er nú ýmsu vanur svo það þarf töluvert til að slá mig út af laginu,“ segir hann léttur í bragði að lokum. Starfsemi í Alþingishúsinu n Alþingishúsið hefur gegnt margvíslegum hlutverkum í gegnum árin. Háskóli Íslands hóf starfsemi sína í Alþingishúsinu árið 1911 og vegna þessa var árið 1912 horfið frá því að hafa vetrarþing og þingtíminn færður á sumarið þegar Háskólinn starfaði ekki. Frá 1920 var þingtíminn þó aftur færður yfir á veturinn og Alþingi og Háskólinn í sambýli þar til skólinn fluttist í eigin byggingu 1940. n Þegar þingi var slitið 27. ágúst 1881 var hafist handa við að flytja Stiftsbóka- safnið (Landsbókasafnið) í Alþingishúsið. Var safnið opnað almenningi 6. mars 1882 og var í fyrstu opið þrjá tíma á dag þrjá daga vikunnar. n Forngripasafnið (Þjóðminjasafnið) var flutt í húsið haustið 1881 og haft opið tvisvar í viku. Það var til húsa á þriðju hæð og ætlað allgott rými. Á hæðinni var einn- ig herbergi sem geymdi húsbúnað Jóns Sigurðssonar forseta sem Tryggvi Gunnars- son hafði fest kaup á í Kaupmannahöfn og flutt til Íslands. Forngripasafnið var flutt í nýreist Landsbankahús árið 1899 og fékk Landsskjalasafnið (Þjóðskjalasafnið) þá þriðju hæð Alþingishússins til afnota. n Listasafnið bættist við í Alþingishúsinu þegar fyrstu verkin sem gefin höfðu verið til safnsins bárust til landsins árið 1885. Veturinn 1908-1909 fluttu Lands- bókasafnið og Landsskjalasafnið svo í nýreist safnahús við Hverfisgötu. Fyrirhug- að hafði verið að það rúmaði öll söfn landsins en strax varð ljóst að ekki tækist að finna listasafninu stað í safnahúsinu og varð það því eftir í Alþingishúsinu. Verkum listasafnsins fjölgaði smám saman og var verkum í eigu þess komið fyrir í ýmsum opinberum byggingum en mörg voru áfram til sýnis í Alþingishúsinu, allt fram til ársins 1950 þegar safnið fékk til umráða eigið húsnæði í húsi Þjóðminjasafnsins á háskólalóðinni. Heimild: althingi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.