Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Page 21
Hvernig dettur mönnum í hug að
gera innlendan samning á milli op-
inberra fyrirtækja sem bera útlend
heiti í sjálfstæðu landi og skrifa undir
og samþykkja eins og löglegur væri ef
hann er lagður fram á annarri tungu
en þeirri sem töluð er í landinu? Lík-
lega hvergi nema á Íslandi. Samning-
urinn er því ólöglegur á þessum for-
sendum. Innlendir samningar eru
gerðir á tungu viðkomandi lands,
og þá heldur ef þeir snerta þjóðmál.
Sé um annað að ræða, til að mynda
milliríkjasamninga, eru þeir þýdd-
ir á tungur þjóðanna sem standa að
þeim. Slíkt er viðurkennt með þjóð-
um. En eftir öllum sólarmerkjum
íslenskra laga að dæma gætu til að
mynda Keflvíkingar gert samning við
Hafnfirðinga á kínversku án þess að
þýða hann á íslensku, og báðir aðilar
mundu undirritað án þess að „hafa
farið nákvæmlega yfir hann“. Það eru
ekki til alþjóðalög um það að samn-
ingar skuli vera á ensku, síst ef um
innlend fyrirtæki er að ræða. Hinn
bráðsniðugi Bjarni Ármannsson
hefði því getað látið gera samning
á arabísku, farið með hann heim í
stofu til Vilhjálms, hrekklausa borg-
arstjórans, sem hefði undirritað og
verið síðan sakaður af vitmönn-
um fyrir að hafa ekki lesið „plögg-
in“. Sannleikurinn er sá að hann
skilur ekki fremur en þorri lands-
manna nafnið Geysir Green En-
ergy og REI. Þetta er sagt honum til
hróss. Þótt Íslendingar séu af mestu
enskumælandi þjóð í heimi skilja
þeir varla boffs í ensku. Vilhjálmur
sýndi það í Viðey þegar hann reisti
friðarsúluna. Hann þurfti að stauta
af blaði nokkrar setningar á ensku
og stóð á gati þegar Yoko sagði svo
skemmtilega á hápunktinum: I love
you! í fimmgang. Verra er þegar
ráðamenn flytja ræður hjá Samein-
uðu þjóðunum, þeir stauta sig fram
úr texta, sem aðrir hafa samið fyrir
þá, en skilja auðsæilega ekki inni-
haldið og ranghvolfa í lokin augun-
um. Þetta gerir ekkert til, það hlustar
hvort sem er enginn á ræðuna. Hitt
er alvarlegra, að séð frá almennu
siðferðissjónarmiði og lögum um
íslensku sem þjóðtungu okkar, er
samningurinn úr heilabúi Bjarna
ekki bara lögleysa heldur svívirða.
Hann er ekki aðeins móðgun við
anda verslunar heldur velsæmi og
þjóðina. Í umræðunni, sem þreng-
ir sér inn í landsmálin um þessar
mundir, er virðing þjóðarinnar fyr-
ir tungu sinni, lögum og rétti henn-
ar í heimalandinu, það sem skiptir
máli. Þetta er skylda og menningar-
legt atriði, ekki hitt hvort Sjálfstæð-
isflokkurinn féll í borgarstjórn. Þeir
sem tóku við áttu á sínum tíma þrjá
borgarstjóra, alla kolruglaða.
GuðberGur
berGsson
rithöfundur skrifar
„Hinn bráðsniðugi
Bjarni Ármannsson
hefði því getað látið
gera samning á
arabísku...
SólSkin og Samheldni
Sandkassinn
Snemma á sunnudagsmorguninn
sóttu á mig hugsanir um æskuvin-
konu mína sem
ég hef ekki séð
í langan tíma.
Einhvern veginn
blönduðust þær
hugsanir þeirri
sem ég hafði
greinilega tekið
í svefni um nótt-
ina: Að fara til
messu í Dómkirkjunni. Ég er ekki
kirkjuræknasta kona landins, en
finn í kirkju mikla sálarró og frið.
Sem ég var að búa mig til kirkju
fór ég að hugsa um fólk sem hefur
sett sterkan og ógleymanlegan
svip á líf mitt. Ein þeirra var amma
æskuvinkonu minnar. Glæsileg
kona, sem lék á píanó og málaði á
postulín. Frá níu ára aldri var það
hefð hjá okkur vinkonunum að
fara með ömmunni í Dómkirkjuna
að hlýða á séra Jón Auðuns. Við
reyndum eftir fremsta megni að
vera prúðar og fá ekki hláturskast
á viðkvæmum stundum. Það mis-
tókst yfirleitt.
Sumt breytiSt aldrei. Vinkona
mín fermdist frá Dómkirkjunni
á haustdegi árið 1966. Við þá at-
höfn kom Helgi Hóseasson og
mótmælti kirkju og kristni eins
og hann gerir enn. Þau hróp sátu
lengi í sálu
þeirra sem
voru í kirkj-
unni þann
dag, en
sterkari er þó
minningin
um viðbrögð
doktors Páls
Ísólfssonar
organista sem sá til þess að falleg
tónlist yfirgnæfði hrópin.
Þar Sem ég Sat á kirkjubekk á
sunnudaginn, hugsaði til þessa
dags fyrir fjörutíu og einu ári og til
þess að líklega hef ég ekki komið í
messu í Dómkirkjunni á haustdegi
síðan þá. Þegar nýr prestur kirkj-
unnar, séra Anna Sigríður Pálsdótt-
ir (Ísólfssonar organista), hafði flutt
predikun sína og sálmasöngurinn
ómaði fann ég augu hvíla á mér.
Á bekknum fyrir framan mig sat
æskuvinkona mín sem mér hafði
verið hugsað svo sterkt til allan
morguninn. Yfir kaffibolla á heim-
ili hennar eftir messu sannfærð-
umst við um að það væru engar til-
viljanir til. Þráður sem hafði aldrei
slitnað, hefur verið tekinn upp að
nýju. Sumt breytist aldrei.
Anna Kristine sannfærist sífellt
betur um að ekkert sé
tilviljunum háð.
Hvernig?
DV Umræða þriðjudagur 23. október 2007 21
rigning Votviðri hefur verið í höfuðborginni síðustu daga. Nú er dagurinn farinn að styttast enda komið
fram í síðari hluta október. DV-MYND: STEFÁNmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Barði Önundarson fær
plúsinn fyrir að komast heill
á húfi á þurrt eftir að hafa verið
klukkustund í ísköldu vatni eftir að
báti sem hann var um borð í
hvolfdi á Selvatni á laugardag.
DV fyrir
25 árum
ÞTIÐJudagurInn 23. okTóber 2007
afmælisbörn dagsins
spurningin
„gott má alltaf vera betra,“ segir
jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi
og útgáfustjóri jPV útgáfu.
jPV vann að nýlegri þýðingu
biblíunnar í samstarfi við Hið íslenska
biblíufélag. gunnar þorsteinsson í
trúfélaginu krossinum hefur harðlega
gagnrýnt nýju útgáfuna sem hann
segir vera skrumskælingu á guðlegum
texta og menningarlegt stórslys.
Var BiBlían ekki
nógu góð
eins og hún Var?
60 ára þriðjudag
Pétur r. SiguroddSSon
húsasmiður
n Pétur fæddist í reykjavík og ólst upp
við Nönnugötu. Hann lauk gagnfræða-
prófi 1963 og lauk sveinsprófi í
húsasmíði 1968.
n Pétur starfaði við húsasmíðar hjá
tómasi Vigfússyni og gissuri Sigurðs-
syni til 1974, hjá trésmíðafélagi
reykjavíkur og stundaði þar mælingar
til 1987, starfaði hjá einari Péturssyni og
kristni Sveinssyni til 1989, hjá
Húsnæðisnefnd reykjavíkur til 1994, hjá
Viðari daníelssyni til 2004 en starfar nú
hjá byggingafélagi gylfa og gunnars..
n Pétur er virkur félagi í trésmíðafélagi
reykjavíkur, Hestamannafélaginu gusti
í kópavogi og iðnaðarmannafélagi
reykjavíkur og hefur setið í stjórn þeirra
allra og situr enn í stjórn iðnaðarmanna-
félagsins.
n Pétur kvæntist 6.7. 1968 guðnýju
Margréti Magnúsdóttur, f. 22.2. 1948,
organista og skrifstofumanni. Hún er
dóttir Magnúsar jónssonar, fyrrv.
kórstjóra frá kollafjarðarnesi, og Ágústu
eiríksdóttur húsmóður.
n börn Péturs og guðnýjar Margrétar
eru Siguroddur Pétursson, f. 5.10. 1969,
tamningarmaður í Hrísdal í Miklaholts-
hreppi; anna Sólveig Pétursdóttir, f.
11.12. 1972, skrifstofumaður í reykjavík.
n Systkini Péturs: Magnús georg
Siguroddsson, f. 1.12. 1941, rafmagns-
tæknifræðingur í reykjavík; einar Long
Siguroddsson, f. 2.11. 1944, kennari í
kópavogi; Sólrún ólína Siguroddsdóttir,
f. 6.9. 1953, fótaaðgerðarfræðingur í
reykjavík; bogi þór Siguroddsson, f.
19.11. 1959, hagfræðingur og forstjóri í
reykjavík.
n Foreldrar Péturs eru Siguroddur
Magnússon, f. 27.8. 1918, d. 2003,
rafverktaki í reykjavík, og Fanney Long
einarsdóttir, f. 4.7. 1922, d. 2002,
kjólameistari.
70 ára í dag
birgitta Puff
Öldugötu 27, Hafnarfirði.
marta Þuríður Sigurðardóttir
Skipholti 53, Reykjavík.
ármann heiðar halldórSSon
Sjafnarvöllum 2, Reykjanesbæ.
60 ára í dag
guðbjörg ÞóroddSdóttir
Ægisgötu 5, Akureyri.
guðrún magnúSdóttir
Hlaðbrekku 22, Kópavogi.
haukur SigurðSSon
Kópavogsbraut 86, Kópavogi.
helga ingibjörg guðmundSdóttir
Stigahlíð 4, Reykjavík.
ketill leóSSon
Vættaborgum 88, Reykjavík.
reynir jenS ólafSSon
Norðurgarði 2, Reykjanesbæ.
Sigríður borgh. áSgeirSdóttir
Grenigrund 12, Akranesi.
Sigríður haukSdóttir
Hjallavegi 5a, Reykjanesbæ.
50 ára í dag
auður eiðSdóttir
Laugartúni 9, Akureyri.
fernando joSé loPeS
Suðurhofi 7, Flúðum.
gunnar hafÞór eymarSSon
Austurbrún 29, Reykjavík.