Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 27
þriðjudagur 23. október 2007DV Bíó 27 DumbleDore er samkynhneigður Höfundur Harrys Potter, JK Rowling, varpaði heldur betur sleggju fyrir fullu húsi í Carnegie Hall í New York síðastliðinn föstudag en sam- koman var partur af kynningarferðalagi Rowling um Bandaríkin. Þegar áhorfendur spurðu hana hvort skólastjóri Hogwarts-galdraskólans, Albus Dumbledore, fyndi hina einu sönnu ást að lok- um, svaraði hún um hæl: „Dumbledore er sam- kynhneigður.“ Í fyrstu voru viðstaddir frekar hissa og þögn ríkti í smá tíma en þá var skyndilega byrjað að klappa og ekki annað að sjá en að aðdáendur væru sáttir með yfirlýsinguna. „Vá, ég hefði nú sagt ykkur þetta fyrir löngu hefði ég vitað að þetta myndi gleðja ykkur svona mikið,“ sagði Rowling og bætti við: „Dumbledore varð mjög hrifinn af Gellert Grindewald sem hann hafði sigrað í bar- áttu milli góðra og illra galdramanna fyrir löngu. Grindewald endurgalt hins vegar ekki tilfinning- ar Dumbledores og það hafði mjög slæm áhrif á hann og það var í raun mikil sorgarsaga hversu mikið Dumbledore elskaði Grindewald.“ Aðdáendur Harrys Potter hafa lengi velt því fyrir sér á sérstökum spjallsíðum tileinkuðum galdrastráknum hver kynhneigð Dumbledores væri þar sem þessi mikli galdrameistari er þekkt- ur fyrir að hafa átt vafasama fortíð sem lítið er vitað um. Samtök samkynhneigðra vestanhafs hafa nú þegar komið fram með yfirlýsingar um efnið þar sem er meðal annars haft orð á því hversu jákvætt það sé að fjallað sé um samkynhneigð í barna- bókum þar sem samkynheigðir lifi í öllum sam- félögum og stéttum. Talsmaður fyrir samtökin Stonewall sagði einnig: „Það er frábært að JK hafi sagt frá þessu. Það sýnir bara að það eru engin takmörk fyrir því hvað hommum og lesbíum er fært í dag. Við getum meira að segja orðið yfir- galdrameistarar.“ krista@dv.is Dumbledore, skólastjóri Hogwarts- galdraskólans er samkynhneigður. Ekkert ilmvatn á tökustað Leikkonan Eva Mendes gerði sitt besta til að þóknast Joaqu- in Phoenix, mótleikara sínum, við tökur á ástaratriði í nýjustu mynd þeirra We Own The Night. Leikarinn hafði haft orð á því í samræðum við Mendes að hon- um þætti ilmvötn og blómailmir alveg óþolandi svo að leikkonan ákvað að nota ekkert ilmvatn við tökur. „Sumir eru bara með svo viðkvæmt nef svo ég fór alveg sér- staklega í sturtu fyrir ástaratriðin svo lyktin af mér myndi ekkert fara í taugarnar á honum,“ sagði Mendes. Tók við hlut- verki af Gosling Leikarinn Mark Wahlberg hefur leyst leikarann Ryan Gosl- ing af hólmi sem syrgj- andi faðirinn í kvikmyndinni Lovely Bones sem byggð er á samnefndri skáldsögu. Wahlberg tók við hlutverkinu daginn áður en tök- ur áttu að hefjast en Goslin er sagður hafa hætt við hlutverkið sökum listræns ágreinings við leikstjórann Peter Jackson en Gosling var búinn að bæta á sig þó nokkrum kílóum fyrir hlut- verkið. Aðrir sem fara með hlut- verk í myndinni eru þau Saoirse Ronan, Rachel Weisz, Stanley Tucci og Susan Sharandon. Deschanel í Yes Man Leikkonan Zooey Deschanel kemur til með að leika á móti Jim Carrey í myndinni Yes Man sem framleidd er af Warner Bros. Mynd- in er byggð á ævisögu breska rithöfundarins Danny Wallace og fjallar um mann, sem leikinn er af Carrey, sem ákveður að breyta lífi sínu með því að segja já við öllu sem honum býðst sem leiðir hann í röð undarlegra og gamansamra atburða sem snúa lífi hans gjörsamlega á hvolf. Deschanel leikur aðalkvenhlut- verkið og hefur leikarinn Bradley Cooper þegar verið fenginn til að leika besta vin Carreys. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, segir að samkvæmt samþykkt- um Smáís gildi tekjur um vinsældir mynda en ekki aðsóknartölur. Astrópía er tekju- hæsta myndin það sem af er árinu og hefur þénað um 44 milljónir. Samkvæmt öllum samþykktum hér hjá Smáís er tekið mark á tekj- um,“ segir Snæbjörn Steingríms- son, framkvæmdastjóri Smáís, að- spurður hvað skilgreini „stærstu“ myndina hverju sinni. Ruglingur á ýmsum tölum hefur myndast í kringum myndina Astrópíu und- anfarið vegna þess að myndin er tekjuhæsta mynd landsins en ekki sú aðsóknarmesta vegna mismun- ar á miðaverði á íslenskum og er- lendum myndum. Tekjurnar alls staðar mælikvarðinn „Tekjur eru mælikvarðinn á vel- gengni alls staðar annars staðar í heiminum líka,“ segir Snæbjörn en nefnir þó að Íslendingar velti sér oft mikið upp úr aðsóknartölum líka. „Tekjur eru bara langréttasti mælikvarðinn. Annars geta menn farið að gefa inn á myndir eða selja ódýrt bara til þess að hækka aðsóknartölurnar,“ og segir Snæ- björn að til séu dæmi um að slíkt sé gert. Gott dæmi um hvernig ósam- ræmið getur verið á milli þess- ara tveggja þátta þá er aðsóknar- mesta myndin það sem af er árinu í þriðja sæti hvað tekjur varðar. „The Simpsons Movie er aðsókn- armesta myndin með 56.116 gesti en í þriðja sæti með 41.557.740 króna í tekjur,“ segir Snæbjörn en báðar myndirnar fyrir ofan á tekju- listanum hafa fengið minni að- sókn. „Astrópía er í efsta sæti með 44.051.070 krónur og 44.819 gesti en Pirates of the Carribean – At worlds end er næsttekjuhæst með 42.601.840 krónur og 52.652 gesti.“ Snæbjörn segir ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu misræmi. „Til dæmis gæti verið að alls kyns fjöl- skyldutilboð og annað hafi verið á Simpsons-myndina sem skilar sér í minni tekjum en meiri aðsókn. Þá er miðaverð á íslenskar mynd- ir hærra en ella sem útskýrir tekjur Astrópíu miðað við aðsókn.“ Íslenskar myndir í sókn Snæbjörn segir að íslensk- ar myndir séu að sækja aftur í sig veðrið eftir nokkra lægð. „Aðsókn á íslenskar myndir hafði dalað nokkuð en hefur svo aukist aftur undanfarið,“ og vitnar Snæbjörn í velgengni mynda eins og Hafið og Mýrin. „Hafinu gekk mjög vel og árangur Mýrinnar var auðvitað ótrúlegur,“ en að sögn Snæbjörns þénaði Mýrin í kringum 88 millj- ónir. Á topp 15 tekjulista Smáís það sem af er árinu eru tvær íslensk- ar myndir til viðbótar en það eru Köld slóð og Veðramót. Köld slóð hefur þénað 16.570.480 krónur og er með 14.676 gesti en Veðramót 16.244.280 króna með 14.651 gest. Á listanum stendur baráttan milli tveggja íslensku kvikmynda- risanna Senu og Samfilm. Sam- film hefur haft betur það sem af er árinu samkvæmt tekjulista Smáís og á átta myndir af 15 tekjuhæstu myndunum. Þar af fjórar af efstu fimm. Sena á þá sex myndir á list- anum og Myndform eina. Baráttan gegn niðurhali erfið Snæbjörn segir að Smáís haldi áfram að berjast gegn ólöglegu niðurhali á kvikmyndum og öðru efni sem aðildarfélög samtak- an eigi höfundarrétt á. „Þetta er svo erfitt þegar aldrei hefur verið dæmt í svona máli og engin for- dæmi eru fyrir hendi,“ en lögin eru skýr að sögn Snæbjörns. „Við erum með alla lögfræðinga sem sérhæfa sig í höfundarrétti á okkar snærum og lögin eru skýr.“ Snæbjörn telur að lögreglan hafi hreinlega ekki bolmagn til að sinna málinu. „Það var verið að minnka tölvudeild lögreglunn- ar úr tveimur niður í einn svo að ég sé ekki fyrir að neinar aðgerðir verði settar af stað á næstunni,“ en Snæbirni finnst engin sanngirni í því að Smáís þurfi að eyða stórum fjárhæðum í einkamál fyrst ríkið sjái sér ekki fært að sinna málinu. „Ef einhver er gripinn í Hagkaup við að stela úlpu eða pylsu fer Hag- kaup ekki í einkamál út af því. Þá kemur bara lögreglan og ríkið sér um málið,“ segir Snæbjörn að lok- um. asgeir@dv.is Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís 365 ljósvakamiðlar, bergvík, Myndform, rÚV, Sam-Félagið, Sena, Skjárinn og Motion Picture association mynda Smáís DV-MYND STEFÁN Astrópía Hefur þénað 44.051.070 krónur og fengið 44.819 gesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.