Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 18
þriðjudagur 23. október 200718 Sport DV
í dag
07:00 Newcastle - totteNham
enska úrvalsdeildin
16:20 Newcastle - totteNham
enska úrvalsdeildin
18:00 Premier league world
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
18:30 coca cola mörkiN
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
19:00 evertoN - liverPool
enska úrvalsdeildin
20:40 astoN villa - maN. utd
enska úrvalsdeildin
22:20 eNglish Premier league
ensku mörkin
Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
23:15 arseNal - BoltoN
enska úrvalsdeildin
McLaren ætlar að berjast fyrir því að þrír ökumenn verði dæmdir úr leik:
VERÐUR RÄIKKÖNEN SVIPTUR TITLINUM?
McLaren ætlar að áfrýja úrskurði
dómstóls Formúlu 1 um að öku-
menn BMW og Williams hafi ekki
brotið af sér í Brasilíu-kappakstrin-
um, sem fram fór um helgina.
Skömmu eftir að Kimi Räikkön-
en tryggði sér sigur í Brasilíu-kapp-
akstrinum hófst rannsókn á því
hvort þrír ökumenn hefðu fengið of
kalt bensín á bíla sína. Ef ljóst hefði
verið að bensínið hefði verið of kalt
hefðu þeir ökumenn verið dæmdir
úr keppni. Það hefði þýtt að Lewis
Hamilton hefði færst ofar og því
unnið í heimsmeistarakeppninni.
Starfsmenn Formúlu 1 komust
hins vegar að því að ekki væri hægt
að sanna að bensínið hafi verið of
kalt. Kalt bensín hefur annars vegar
í för með sér að það streymir hrað-
ar úr bensíndælunni í bílinn og hins
vegar flæðir bensínið hraðar um vél-
ina og gefur henni því aukinn kraft.
McLaren hefur nú gefið út að lið-
ið ætli að áfrýja úrskurðinum og berj-
ast fyrir því að þessir þrír ökumenn
verði dæmdir úr leik. Það er því ekki
enn ljóst hvort Kimi Räikkönen fái að
halda heimsmeistaratitlinum.
Fernando Alonso, félagi Lewis
Hamilton hjá McLaren, sagði í gær
að hann myndi ekki styðja áfrýjum
McLarens. Alonso sagði að hann
myndi skammast sín ef Räikkönen
yrði sviptur titlinum.
„Það væri ekki sanngjarnt. Ég
myndi skammast mín, það væri
virðingarleysi,“ sagði Alonso, sem
er á þeirri skoðun að McLaren
hafi eingöngu beðið lægri hlut fyr-
ir Ferrari vegna eigin mistaka og
slæmrar ákvarðanatöku.
„Við gerðum mörg mistök á síð-
ari hluta mótsins. Það er erfitt að
leyna því að liðið hefur ekki hjálp-
að mér mikið.
Þetta var illa skipulagt tímabil
frá sjónarhóli stjórnarinnar,“ sagði
Alonso, sem líklega mun yfirgefa
McLaren á næstu vikum eða mán-
uðum.
dagur@dv.is
Ætlar ekki að styðja félaga sinn Fernando alonso, til hægri, ætlar ekki að styðja
áfrýjun McLarens.
enska úrvalsdeildin
Newcastle – Tottenham 3–1
1–0 (45.) Martins, 2–0 (51.) Cacapa,
2–1 (57.) keane, 3–1 (73.) Milner.
Staðan
Lið L u j t M St
1. arsenal 9 8 1 0 21:6 25
2. Man. utd 10 7 2 1 15:3 23
3. Man. City 10 7 1 2 15:7 22
4. Liverpool 9 5 4 0 16:5 19
5. Portsm. 10 5 3 2 19:12 18
6. blackburn 9 5 3 1 13:8 18
7. Chelsea 10 5 3 2 10:8 18
8. Newcastle 9 5 2 2 16:11 17
9. aston Villa 9 4 2 3 13:12 14
10. West H. 9 4 1 4 12:9 13
11. everton 10 4 1 5 13:13 13
12. reading 10 3 1 6 12:22 10
13. Fulham 10 1 5 4 12:16 8
14. birming. 10 2 2 6 8:13 8
15. Wigan 10 2 2 6 8:14 8
16. Sunderl. 10 2 2 6 11:19 8
17. Middles. 10 2 2 6 10:18 8
18. tottenh. 10 1 4 5 17:21 7
19. derby 10 1 3 6 5:22 6
20. bolton 10 1 2 7 9:16 5
norska úrvalsdeildin
Viking – Stabæk 2–1
- Hannes þ. Sigurðsson kom inn á
sem varamaður á 80. mínútu í lið Vik-
ing. birkir bjarnason sat á bekknum
allan leikinn.
- Veigar Páll gunnarsson var í
byrjunarliði Stabæk en var skipt af
velli á 64. mínútu.
Staða efstu liða
Lið L u j t M St
1. brann 24 16 3 5 54:34 51
2. Viking 24 13 5 6 46:34 44
3. Lilleström 24 12 6 6 46:27 42
4. Stabæk 24 12 6 6 43:35 42
sænska úrvalsdeildin
AIK – Göteborg 0–1
- ragnar Sigurðsson og Hjálmar jóns-
son léku allan leikinn fyrir göteborg.
GAIS – Malmö 1–2
- jóhann b. guðmundsson og
eyjólfur Héðinsson léku allan leikinn
fyrir gaiS.
Halmstad – Djurgården 1–2
- Sölvi geir ottesen var ekki í leik-
mannahópi djurgården.
Staða efstu liða
Lið L u j t M St
1. göteborg 25 13 7 5 43:23 46
2. djurgård. 25 13 7 5 39:23 46
3. kalmar FF 25 14 3 8 41:32 45
4. aik 25 10 8 7 30:25 38
danska úrvalsdeildin
FC Midtjylland – Esbjerg 2–2
Staða efstu liða
Lið L u j t M St
1. FC köben. 13 7 5 1 16:6 26
2. FC Midtjyl. 13 7 3 3 21:15 24
3. aab 13 7 3 3 26:22 24
4. ob 13 5 7 1 21:10 22
Úrslit í gær
ENN HitNAr UNDir JOl
Tottenham sótti ekki gull í greipar Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Newcastle vann
öruggan 3-1 sigur og Tottenham er því í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir tíu leiki.
Newcastle tók á móti Tottenham á
heimavelli sínum St. James‘ Park í
eina leik gærkvöldsins í ensku úrvals-
deildinni. Niðurstaðan varð öruggur
3-1 sigur heimamanna og Tottenham
enn í fallsæti.
Newcastle var mun betri aðilinn
í fyrri hálfleik og Abdoulaye Faye var
nálægt því að koma heimamönnum
yfir þegar skalli hans small í stönginni
á marki Tottenham.
Tékkinn Radek Cerny stóð í marki
Tottenham í gær í fjarveru Pauls Ro-
binson, sem er meiddur, en Robin-
son hefur verið gagnrýndur mikið að
undanförnu fyrir frammistöðu sína.
Tottenham varð fyrir áfalli
snemma í leiknum í gær þegar Gar-
eth Bale þurfti að fara af velli vegna
meiðsla.
Newcastle náði að brjóta ísinn
undir lok fyrri hálfleiks þegar Obaf-
emi Martins skoraði eftir sendingu frá
Spánverjanum Jose Enrique og 1-0
var staðan í hálfleik.
Það tók Newcastle aðeins sex mín-
útur að bæta við öðru marki. Eftir
hornspyrnu skallaði Cacapa boltann
í netið og skoraði sitt fyrsta mark fyr-
ir Newcastle. Varnarmenn Totten-
ham var úti á þekju og Cacapa fékk að
skalla boltann einn og óáreittur.
Tottenham náði að minnka mun-
inn á 57. mínútu þegar Robbie Keane
skoraði. Tveggja milljarða króna mað-
urinn Darren Bent átti skalla í stöng-
ina og Keane var fyrstur til að átta sig
og skoraði af stuttu færi.
Newcastle gerði úti um leikinn á
73. mínútu þegar varamaðurinn Jam-
es Milner skoraði laglegt mark, með
skoti frá vítateigslínu og kom heima-
mönnum í 3-1.
Þar við sat. 3-1 sigur Newcastle
staðreynd og enn hitnar undir Mart-
in Jol, stjóra Tottenham. Tottenham
hefur byrjað leiktíðina afleitlega og er
í þriðja neðsta sæti deildarinnar eft-
ir tíu leiki. Newcastle er aftur á móti í
áttunda sæti eftir sigurinn í gær.
ekki hægt að biðja um meira
James Milner, leikmaður New-
castle, sagði eftir leikinn að hann
vonaðist til að þessi sigur væri byrj-
unin á góðu gengi Newcastle.
„Þetta var enn ein góð frammi-
staða á heimavelli. Tottenham er
sterkt lið með marga góða leikmenn
og við vonumst til að komast á sigur-
braut núna. Við þurfum að spila vel
og vinna leiki,“ sagði Milner.
Obafemi Martins, leikmaður
Newcastle, sagði að þetta hefði ver-
ið mjög mikilvægur sigur fyrir New-
castle. „Þetta var mjög mikilvægur
sigur af því að við þurftum nauðsyn-
lega á þremur stigum að halda. Við
reyndum að stjórna leiknum og ég er
mjög ánægður,“ sagði Martins.
Sam Allardyce, stjóri Newcastle,
hrósaði sóknarleik lærisveina sinna.
„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar
sem við skorum þrjú mörk. Við erum
ekki aðeins að vinna leiki heldur
erum við að skora þrjú mörk að auki.
Það er ekki hægt að biðja um mikið
meira.
Þetta er frábært. Það kemur fyrir
að við misstígum okkur en við verð-
um að leggja allt í sölurnar á heima-
velli og brjóta varnir andstæðinganna
á bak aftur. Okkur gengur vel að gera
það,“ sagði Allardyce.
Martin Jol, stjóri Tottenham,
reyndi að líta á björtu hliðarnar eft-
ir tapið í gær. „Ég tel okkur hafa ver-
ið á góðri siglingu, þrjú jafntefli í röð.
Það eina sem vantar er að vinna leiki.
Sigur í dag hefði komið okkur í góða
stöðu.
Það skortir leiðtoga í vörninni.
Einhver þarf að stjórna hlutun-
um í varnarlínunni. Vonandi verð-
ur Ledley King klár eftir tvær vikur.
Hann hefur ekki spilað síðustu sjö
mánuði og við verðum að vinna leiki
án hans,“ sagði Jol og bætti við að
hann væri orðinn vanur pressunni.
„Það eina sem telur er úrslitin.
Við erum enn í góðum málum í bik-
arkeppnunum og vonandi náum við
sigri í Evrópukeppninni á fimmtu-
daginn,“ sagði Jol.
MEÐ boLTaNN
SKoT aÐ MaRKI
SKoT á MaRK
RaNgSTÖÐUR
hoRNSPyRNUR
aUKaSPyRNUR
gUL SPjÖLd
RaUÐ SPjÖLd
áhoRfENdUR: 51.411
NEwcAstlE
tOttENHAm
given, beye, Cacapa, faye,
Enrique, butt, Emre (barton 71.),
geremi, N‘Zogbia (Milner 46.),
Martins, owen (Rozehnal 79.).
Cerny, Chimbonda, dawson,
Kaboul, Lee, bale (Tainio 19.),
jenas, Malbranque (berbatov
58.), Zokora, bent (Lennon 78.),
Keane.
mAðUr lEiksiNs
Nicky Butt, Newcastle
50%
18
15
0
5
13
2
0
50%
11
3
3
5
8
2
0
3:1Martins 45., Cacapa 51., Milner 73. Keane 57.
dagur sveiNN dagBjartssoN
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
Á ekki sjö dagana sæla Martin jol gæti þurft að taka pokann sinn á næstu dögum
ef tottenham fer ekki að rétta úr kútnum.
Fyrsta markið obafemi
Martins er hér við að það
að skora fyrsta mark
Newcastle í leiknum.