Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 23. október 2007 17 Byrjar Eiður á miðjunni? Eftir leiki helgarinnar var um fátt annað talað en umdeild atvik í leik Everton og Liverpool. Enska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að hvíla dómarann Mark Clattenburg og mun hann ekki dæma leik í úrvalsdeildinni um næstu helgi. Hér er stuttlega farið yfir ummæli og umdeild atvik úr leiknum. Fjöldi umdeildra atvika kom upp í nágrannaslag Everton og Liverpool um liðna helgi sem Liverpool vann 2–1. Mark Clattenburg dómari leiks- ins hefur legið undir ámæli í fjölmiðl- um fyrir að vera hliðhollur Liverpool í leiknum. Í kjölfarið hefur enska knattspyrnusambandið ákveðið að refsa Mark Clattenburg fyrir frammi- stöðuna með því að leyfa honum ekki að dæma í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Everton-menn fengu tvö rauð spjöld í leiknum og dæmdar á sig tvær vítaspyrnur. En á sama tíma sleppti Clattenburg augljósri víta- spyrnu á Liverpool og flestir eru sammála um það að Dirk Kuyt hafi sloppið vel þegar hann gerði heiðar- lega tilraun til þess að fótbrjóta Phil Neville fyrirliða Everton með svaka- legri tæklingu. Moyes brjálaður David Moyes framkvæmdastjóri Everton hefur farið mikinn í fjölmiðl- um og gagnrýnt Mark Clattenburg dómara harðlega fyrir slaka frammi- stöðu. Hann segist ekki munu taka við afsökunarbeiðni frá dómaranum Clattenburg þótt hann myndi bjóða hana. „Rob Styles hringdi í Liverpool til þess að afsaka vítaspyrnudóm gegn Chelsea. Ef Clattenburg hringir í mig í svipuðum hugleiðingum mun ég ekki svara því símtali.“ Moyes læt- ur ekki þar við sitja og sakar Clatten- burg um að vera hliðhollan Liver- pool. „Clattenburg fór með Liverpool í æfingaferð til Asíu í sumar. Kannski vill hann halda vináttunni við þá. Hann hafði tvívegis rangt fyrir sér og það að dæma ekki vítaspyrnu á loka- sekúndunum er ótrúlegt. Ég efast um að til sé nokkur maður sem telur að Carragher hafi ekki brotið af sér,“ segir Moyes svekktur. Þar hefur Moyes rangt fyrir sér því Rafa Benitez þykir ekki mikið til kvartana Everton-manna koma. „Mér þykir undarlegt að sjá leik- mann á Englandi láta sig viljandi detta í teignum. Það á ekki að sjást,“ segir Benitez. Hvað sagði Gerrard? Á 53. mínútu leiksins fengu Liverpool-menn umdeilda víta- spyrnu þar sem Tony Hibbert varn- armaður Everton var að kljást við Steven Gerrard. Gerrard lét sig falla og vítaspyrna var dæmd. Mark Clattenburg tók upp gula spjaldið, skiptist á orðum við Gerrard, setti gula spjaldið aftur í vasann og tók upp rauða spjaldið sem hann sýndi Hibbert. „Hann virðist vera að fara að bóka Hibbo, leikmaður gengur framhjá honum og hann skiptir um skoðun. Það lítur illa út,“ segir Alan Stubbs einn reyndasti leikmaður Everton. Kuyt slapp vel Dirk Kuyt leikmaður Liverpool skoraði úr vítaspyrnu fyrir Liver- pool á 53. mínútu. Um tíu mínút- um síðar henti hann sér af öllu afli í tæklingu gegn Phil Neville fyrirliða Everton með báða fætur á undan sér. Neville náði naumlega að víkja sér undan en margir eru á því að Kuyt hefði átt að fjúka af velli fyrir tilraunina. „Kannski var ég hepp- inn en þetta leit illa út. Það var ekki ætlun mín að meiða hann,“ segir Kuyt. Alan Stubbs var ósáttur við ákvörðun Clattenburgs í þessu til- viki. „Þetta var tveggja fóta árás, ef leikmaður fer með báða fætur af jörðinni, þá er það rautt spjald,“ segir Alan Stubbs. Gerrard sár yfir að vera skipt af leikvelli Steven Gerrard fyrirliði Liverpool var afar ósáttur við að vera tekinn af leikvelli í nágrannaslagnum. „Ég var sár og svekktur yfir því að vera tek- inn af velli. Ég er uppalinn í borg- inni og nágrannaslagurinn var mér mjög mikilvægur,“ segir Gerrard um leið og hann tilkynnti að hann myndi inna Rafa Benitez eftir ástæðu þess að hafa verið skipt af leikvelli. Eftir leikinn sagði Benitez ástæðuna vera þá að honum hefði þótt vanta skyn- semi í leik liðsins og þess vegna tekið Gerrard af velli. „Í þessum leik þarftu stundum að nota heilann en við spil- uðum frá hjartanu. Við þurftum á því að halda að fá mann sem getur hald- ið boltanum og spilað honum betur frá sér,“ sagði Benitez en Lucas Levia kom inn á í stað Gerrards. Clattenburg settur í bann Enska knattspyrnusambandið ákvað að senda Mark Clattenburg dómara í „kælingu“ eftir leikinn og því mun hann ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. En enska knattspyrnusambandið hefur gjarnan notað slík úrræði til þess að refsa dómurum fyrir slaka frammi- stöðu. Viðar Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is CLaTTEnBurG Í KÆLinGu Er þetta rautt spjald? Mark Clattenburg talar við Steven gerrard áður en hann rekur tony Hibbert af velli. sir alex Ferguson hefur áhyggjur af fjölda erlendra leikmanna í Meistaradeildinni: Fleiri Skotar en Englendingar Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur áhyggjur af því að Meistaradeild Evrópu sem uppfull af leikmönn- um utan Evrópu. „Ég tel að það segi meira en mörg orð að það eru fleiri Skotar að spila í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en enskir leikmenn,“ segir Sir Alex Ferguson, sem telur að óhjákvæmilega geti það haft áhrif á landslið evrópskra þjóða. „Hvaða áhrif fjöldi erlendra leik- manna á Englandi hefur á enska landsliðið er ég ekki klár á, en ég er viss um að þetta hefur einhver áhrif á landsliðið. Við höfum allir okkar skoðanir á gildi unglingastarfsins í landinu og hvort það framleiði nægilega marga góða leikmenn. En fjöldi leikmanna utan Evrópu í Meistaradeild Evr- ópu er áhyggjuefni fyrir landsliðin. Einhver sagði mér í vikunni að það væru yfir 80 brasilískir leikmenn í leikmannahópum liðanna í Meist- aradeildinni á þessari leiktíð og auð- vitað nýtur Brasilía góðs af því,“ segir Ferguson. Skotar eiga tvö lið í Meistaradeild Evrópu, Celtic og Rangers. Bæði þessi lið eru byggð upp á skoskum leikmönnum. Á sama tíma eiga Eng- lendingar fjögur lið í Meistaradeild- inni, Liverpool, Arsenal, Chelsea og Manchester United, sem flest eru byggð upp á erlendum leikmönn- um. Af þeim leikmönnum sem teljast byrjunarliðsmenn í Liverpool eru að- eins tveir enskir, þeir Jamie Carragher og Steven Gerrard. Jermaine Pennant hefur verið inn og út úr liðinu og Pet- er Crouch er ekki í náðinni hjá Rafael Benitez, stjóra liðsins. Arsenal er þekkt fyrir að hafa eng- an enskan leikmann í byrjunarliði sínu. Það er einna helst táningur- inn Theo Walcott sem hefur verið að banka á dyrnar að undanförnu. Chelsea er með fimm enska landsliðsmenn í sínu liði, þá John Terry, Ashley Cole, Frank Lampard, Joe Cole og Shaun Wright-Phillips. Tveir þeir síðastnefndu hafa hins vegar átt erfitt með að tryggja sér fast sæti í liðinu. Manchester United er með Eng- lendingana Gary Neville, Wes Brown, Rio Ferdinand, Owen Hargreaves, Michael Carrick, Paul Scholes og Wayne Rooney. Brown hefur tekið sæti Neville í liðinu vegna meiðsla þess síðarnefnda og flest stefnir í að Hargreaves, Carrick og Scholes muni skipta leikjum á milli sín á miðjunni. dagur@dv.is Áhyggjufullur Sir alex Ferguson hefur áhyggjur af fjölda erlendra leikmanna í Meistaradeild evrópu. Er Ekki andvaka robert Green, markvörður West Ham, segist ekki verða andvaka út af því að hann skuli ekki vera valinn í enska landsliðið. green hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíðinni og átti meðal annars stóran þátt í 3-1 sigri West Ham á Sunderland á sunnudaginn. „Strákarnir sem eru í hópnum eru þar af eigin verðleikum og ef ég verð ekki valinn verð ég ekki andvaka yfir því. Ég er ánægður að spila fyrir West Ham og það er næg hvatning fyrir mig,“ segir green. Paul robinson landsliðsmarkvörður hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og æ fleiri vilja að Steve McClaren landsliðsþjálfari skipti honum út. king óðum að ná sér Martin jol, stjóri tottenham, gerir sér vonir um að Ledley king, varnarmaður tottenham, geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik eftir tvær vikur. king fór í aðgerð í sumar og hefur ekkert tekið þátt í leikjum tottenham á leiktíðinni. Í fyrstu var búist við að king yrði klár þegar leiktíðin hæfist en sú varð ekki raunin. „Hann tekur framförum og vonandi getur hann byrjað að æfa með aðalliðinu eftir tvær vikur. Ég er vanur þessu því hann var meiddur í sjö mánuði á síðustu leiktíð,“ segir jol. ChristophEr samba mEð nýjan samning Christopher samba skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við blackburn rovers. þessi stæðilegi leikmaður hefur staðið sig vel fyrir miðri vörn blackburn og Mark Hughes stjóri blackburn lofar hann í hástert. „Við erum hæstánægðir með að hafa náð að tryggja okkur þjónustu Cris til lengri tíma.“ Samba hefur spilað þrettán leiki það sem af er tímabili og skoraði eitt mark. Hann er landsliðsmaður kongó og er 23 ára gamall. Yfirtökutilboð í southampton Forráðamenn southampton hafa staðfest að enskur fjárfestir hafi þegar keypt 55% hlut í félaginu. Sá fjárfestir sem ekki er nafngreindur ku hafa nægt fjármagn til þess að styrkja hóp liðsins veruleg en Southamp- ton er í toppbaráttu ensku 1. deildarinnar. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur meðal annars þetta fram: „Fjárfestirinn mun eignast meirihluta í félaginu og strax leggja fram fjármagn til leikmanna- kaupa.“ ökuníðingurinn hamann Dietmar Hamann missti í gær ökuréttindin og var sektaður um upphæð sem nemur 7000 pundum eða um 878 þúsundum íslenskra króna vegna endurtekinna ökubrota. þjóðverjinn klessti 70 þúsund punda Porsche þegar hann ók á stálgirðingu og tilkynnti það ekki til lögreglu. einnig var hann sakfelldur fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, fyrir að yfirgefa slysstað auk þess sem hann var tekinn af lögreglu án þess að vera með sætisbeltið spennt. Hann neitaði öllum ásökunum en nokkrir einstaklingar, bæði lögregluþjónar og aðrir vegfarendur, báru vitni gegn honum. Enski boltinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.