Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 6
þriðjudagur 23. október 20076 Fréttir DV STÖÐUGUR FLÓTTI ÚR ÞJÓÐKIRKJUNNI Stöðugur flótti hefur verið úr Þjóð- kirkjunni á undanförnum árum og er nú svo komið að 82 prósent þjóðar- innar eru skráð í Þjóðkirkjuna. Árið 1990 voru rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum skráðir í Þjóðkirkj- una. Nokkrar skýringar hafa verið nefndar á þessari stöðugu fækkun úr Þjóðkirkjunni. Margir kenna aukinni vitundarvakningu í þjóðfélaginu um á meðan aðrir benda á stóraukinn fjölda erlendra einstaklinga sem flutt hafa til Íslands. Kirkjan fjarlægst Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, segir að nokkrar ástæður liggi að baki þessari þróun innan Þjóðkirkj- unnar. Hann segir meðal annars að aukinn fjöldi innflytjenda spili þar inn í og óánægju almennings með þróun mála innan Þjóðkirkjunnar. „Ég hugsa að þar spili inn í hversu sein hún hefur verið í sambandi við réttindabaráttu samkynhneigðra. Hugsanlega spilar óánægja með yfirstjórnina inn í og það hvernig kirkjan nálgast samfélagið.“ Pétur segir að með þjóðkirkju- lögunum sem samþykkt voru árið 1997 hafi kirkjan orðið sjálfstæð í innri málum. Þá hafi hún fengið yfirráð yfir digrum sjóðum og hún farið að byggja upp eigin stofnan- ir. Í kjölfarið hafi vissrar tortryggni farið að gæta í samskiptum ann- arra stofnana við kirkjuna. „Þessi kirkja sem hefur vaxið fram eftir þessa lagasetningu er mjög mið- stýrð og er í raun biskupakirkja. Biskupinn er nánast yfir öllum stofnunum og sjóðum sem tengj- ast kirkjunni og er til dæmis forseti kirkjuráðs. Þetta er ekki að öllu leyti heppilegt.“ Pétur vill þó benda á að stjórn kirkjunnar hafi tekist margt vel í uppbyggingu á stofnunum innan kirkjunnar. Bendir hann í því sam- hengi á þjónustu- og fræðslusvið- ið innan kirkjunnar og hjálparstarf hennar innan og utan sjúkrahúsa landsins. Hann segir þó að þessi stofnanastýring feli í sér þá hættu að tengsl kirkjunnar við þjóðina verði ekki jafnsjálfsögð og hætta sé á að samskiptin gætu orðið stirð. Skref í rétta átt Pétur segir að þegar stofnanir eru miðstýrðar eins og Þjóðkirkjan þurfi kirkjan að huga vel að samskiptum sínum við aðrar stofnanir, samanber skólakerfið. Hann segir að kirkjan hafi verið hluti af samfélaginu á árum áður en hún hafi nú sérhæfst að ein- hverju leyti og haft þá tilhneigingu til að hefja sig yfir samfélagið. Aðspurð- ur hvort ímynd Þjóðkirkjunnar hafi skaðast í kjölfar hinnar miklu um- ræðu um sambönd samkynhneigðra einstaklinga segir Pétur að það fari eftir útkomunni á Kirkjuþingi sem nú fer fram. Þar liggur fyrir frumvarp um staðfesta samvist samkynhneigðra einstaklinga í kirkju. „Nú hefur kirkj- an tekið sér tíma og fengið um- hugsunarfrest og það er alveg ljóst að það eru ekki guðfræðilegar og fé- lagslegar forsendur fyrir því að hindra jafna stöðu samkynhneigðra einstakl- inga. Þá finnst mér að kirkjan ætti að taka þeim opnum örmum en ekki að gera það með fýlusvip eins og hún sé tilneydd til þess. Mér finnst þessi til- laga vera skref í rétta átt og það ætti að ríkja fögnuður um þá framför.“ Pétur segist allt eins gera ráð fyrir því að tillagan um staðfesta samvist samkynhneigðra einstaklinga í kirkju verði samþykkt. Þora að vera öðruvísi „Þetta er svipuð þróun og hefur átt sér stað í löndunum í kringum okk- ur,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar, sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Meðal þess sem félagið stendur fyrir Sífellt minni hluti íslensku þjóðarinnar er skráður í þjóð- kirkjuna. Nú eru átta af hverjum tíu skráðir í Þjóðkirkj- una en árið 1990 stóð aðeins tíundi hver landsmaður utan hennar. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, segir að tortryggni í garð Þjóðkirkjunn- ar hafi aukist mikið á undanförnum árum. Kirkjan sé orðin miðstýrð sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar, segir að það stríði gegn lýðræðisvitund fólks að það sé einstök kirkjudeild sem njóti sérstaks stuðnings í stjórnarskrá og frá ríkinu. Einar Þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is Biskupakirkja „þessi kirkja sem hefur vaxið fram eftir þessa lagasetningu er mjög miðstýrð og er í raun biskupa- kirkja,“ segir Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, um breytingar á þjóðkirkjunni eftir 1997. Biskup Íslands Ýmsar ástæður eru fyrir fækkun í þjóðkirkjunni. ein þeirra, að mati Péturs Péturssonar prófessors, er miðstýring innan hennar sem verður þess valdandi að samskipti kirkjunnar við þjóðina verða stirð. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 92 ,3 % 92 ,2 % 92 ,3 % 92 ,1 % 92 ,0 % 91 ,2 % 90 ,5 % 90 ,0 % 89 ,4 % 88 ,7 % 87 ,8 % 87 ,1 % 86 ,6 % 86 ,1 % 85 ,5 % 84 ,1 % 82 ,1 % Heimild: Hagstofa Íslands Þjóðin Í ÞjóðKirKjunni - Hlutfall ÍSlEndinGa SEm SKráðir Eru Í ÞjóðKirKjuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.