Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 22
þriðjudagur 23. október 200722 Fókus DV
Mozart, BrahMs og atli heiMir
tvær aríur úr óperunni La clemeza di tito eftir Mozart, tveir söngvar eftir BrahMs
og tveir ferðasöngvar eftir atla heiMi sveinsson eru á efnisskrá hádegistónleika
Íslensku óperunnar í dag. Flytjendur eru hanna Dóra sturluDóttir sópran, Freyja
GunnlauGsDóttir á klarinett og Daniela hlinkova á píanó. Hægt að kaupa miða á
opera.is eða hjá Íslensku óperunni.
Dauði
trúðsins
Ný glæpasaga eftir Árna Þórarins-
son, Dauði trúðsins, er komin út.
Þar glímir Einar blaðamaður við
ráðgátu sem leið-
ir hann í senn á
refilstigu íslensks
samtíma og að
reimleikum í eig-
in ranni. Ganga
draugar ljósum
logum á björtum
sumarnóttum um
gamalt, yfirgefið hús á Akureyri?
Þar er eitthvað á seyði og í gúrku-
tíð er allt hey í harðindum fyrir
Einar, auk þess sem verslunar-
mannahelgarhátíðin „Allt í einni“
er að hefjast. Síðasta bók Árna,
Tími nornarinnar, var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2005. Hún hefur verið þýdd á fjöl-
mörg tungumál og kemur út víða
um lönd um þessar mundir.
Ný bók
eftir Coelho
Út er komin þýðing á nýrri skáld-
sögu eftir metsöluhöfundinn
Paulo Coelho,
Nornin í Port-
obello. Þetta er
sagan um leynd-
ardómsfulla
konu, Aþenu að
nafni, sögð af
þeim mörgu sem
þekktu hana vel –
eða lítið sem ekk-
ert. Coelho fæddist í Brasilíu og er
nú einn víðlesnasti rithöfundur í
heimi. Hann er nafntogaður fyrir
vinsælustu bók sína, Alkemist-
ann. Bækur hans hafa selst í yfir 50
milljónum eintaka og verið þýddar
á 56 tungumál. Auk Alkemistans
hafa áður komið út á íslensku eftir
Coelho bækurnar Ellefu mínút-
ur, Veronika ákveður að deyja og
Hugarfjötur.
Í felulitum
Í felulitum heitir ný bók eftir
Hildi Helgadóttur þar sem hún
segir frá því þegar hún fór til
Bosníu á vegum íslenska utan-
ríkisráðuneytis-
ins og var send í
þjálfun hjá breska
hernum. Hún
veltir upp áleitn-
um spurningum
um þátttöku Ís-
lands í friðar-
gæsluverkefnum
en sýnir jafnframt broslegar hlið-
ar herlífsins og gerir óspart grín
að sjálfri sér í framandi og stund-
um ógnandi aðstæðum. Í her-
búðunum komst hún svo í kynni
við myndarlegan foringja og með
þeim tókst kunningsskapur sem
kryddaði tilveruna. JPV gefur út. Hönnun og dans Ljósmyndari dV var á ferðinni um helgina og kom meðal annars við á sýningunni Hönnun + heimili í Laugardalshöllinni og fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins í borgarleikhúsinu.
Sáttar Sólveig Sigurðardóttir, jóna Margrét
og Ásdís karen virtust una hag sínum vel á
fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins í
borgarleikhúsinu um helgina.
Hýr á brá ekki varð betur séð en
Nadia banine, alisandra, Nína katrín
og Viktor ingi væru ánægð með lífið
á sýningunni.
Hugsi þessi virti umhverfið fyrir sér,
íbyggin á svip, á sýningunni Hönnun
+ heimili í Laugardalshöllinni.
Tsjill þingkonan Valgerður Sverris-
dóttir hvílir lúin bein stundarkorn á
sýningunni Hönnun + heimili í
Laugardalshöllinni um helgina.
„Það má segja að hingað komi
alls konar fólk. Það er líka svolítill
hópur sem heldur tryggð við þetta
og kemur oft. Og þetta er fólk úr öll-
um stéttum,“ segir Ívar H. Jónsson,
formaður MÍR, en félagið hóf sínar
vikulega kvikmyndasýningar þenn-
an veturinn nú á dögunum. Félagið
var stofnað árið 1950 af Halldóri Lax-
ness, Þórbergi Þórðarsyni og Kristni
Andréssyni og stóð skammstöfunin
upphaflega fyrir Menningartengsl Ís-
lands og Ráðstjórnarríkjanna en eft-
ir að járntjaldið féll stendur R-ið fyrir
Rússland.
Aðsóknin misjöfn
„Kvikmyndasýningar hafa ver-
ið snar þáttur í starfsemi félagsins
allar götur frá stofnun þess,“ segir
Ívar. „Það fékk á sínum tíma mikið
magn af kvikmyndum, bæði heim-
ildar- og fréttamyndum og leiknum
myndum frá Sovétríkjunum þannig
að með árunum safnaðist upp dá-
gott safn.“ MÍR var lengi vel til húsa
að Vatnsstíg 10 en flutti snemma
á síðasta ári á Hverfisgötu 105. Og
að sögn Ívars er aðsóknin að kvik-
myndasýningunum afskaplega
misjöfn. „Ef það eru þekktar mynd-
ir er ansi góð aðsókn en svo getur
það orðið fámennt. Þetta eru svona
að jafnaði 20 til 25 manns. Þeg-
ar við vorum á Vatnsstígnum voru
bara sæti fyrir 45 og það kom oft
fyrir að það var troðfullt. Ég hugsa
að hérna inni gætum við haft 50
til 60 manns.“ Ívar segir það aldrei
hafa gerst að enginn hafi mætt. „En
einu sinni kom einn,“ segir hann og
hlær. Og sjálfsögðu fór sýningin þá
fram.
Of mikil vinna að þrífa poppið
Hlé er alltaf á sýningunum
eins og lenska er í íslenskum kvik-
myndahúsum. „Við ætlum að
halda því. Þá geta menn fengið sér
gott og mjög ódýrt kaffi og spjall-
að saman,“ segir Ívar. En hvað með
popp og kók? „Nei, við erum ekki
í þeirri bíómenningu. Kók höf-
um við stundum til sölu en ekki
poppið, enda svo mikil vinna við
að þrífa eftir svoleiðis lagað. Við
leggjum ekki í það því öll vinna við
félagið er sjálfboðaliðavinna.“
Að sögn Ívars eru myndirn-
ar gjarnan valdar eftir einhverju
þema. „Í haust ætlum við til dæm-
is að sýna myndir sem eru tengd-
ar síðari heimsstyrjöldinni í til-
efni af því að 65 ár eru núna liðin
frá Stalíngradorrustunni sem olli
straumhvörfum í stríðinu.“ Næsta
sunnudag verður til að mynda
sýnd heimildarmyndin Barist um
Rússland sem hinn þekkti banda-
ríski leikstjóri Frank Capra leik-
stýrði en hún var frumsýnd 1945.
„Svo sýnum við þekktar sovéskar
myndir en sumar þeirra höfum við
aldrei sýnt áður,“ segir Ívar.
Frítt er á kvikmyndasýningarn-
ar sem fara fram alla sunnudaga kl.
15. Nánari upplýsingar um mynd-
ir haustsins er að finna á mmedia.-
is/felmir.
kristjanh@dv.is
MÍR, sem stendur fyrir
Menningartengsl Íslands
og Rússlands, hefur staðið
fyrir kvikmyndasýningum
á rússneskum myndum og
myndum sem á einhvern
hátt tengjast risaveldinu í
áratugi. Að sögn formanns
félagsins er aðsóknin afar
misjöfn. Í hléinu er hægt að
kaupa kaffi, stundum kók
en aldrei popp.
ei n
einu sinni kom bara
Ívar H. Jónsson,
formaður MÍR „kók
höfum við stundum til
sölu en ekki poppið,
enda svo mikil vinna
við að þrífa eftir
svoleiðis lagað.“
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
á þ r i ð j u d e g i í kvöld