Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 6
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Valencia sett 311 verð 140.900 áður 4 69.900 Rín hornsófi 2H2 verð 149.900 áður 299.900 Rúm 153x200 frá 99.000 verð áður 218.900 Bast stólar 9.900 verð áður 24.900 Heilsukoddar 2.900 verð áður 6.900 Hillur 15.900 stærð: 80x206x42 Púðar og fjarstýringavasar verð frá 2.900 nokkrir litir Sjónvarpsskápar 33.500 verð áður 47.900 Skenkur 235x80x52 frá 77.000 verð áður 221.900 B SRB stefnir að því að ljúka við nýjan kjarasamning við ríki og Reykjavíkurborg sem gildi til eins árs áður en gildandi samningur rennur út um næstu mánaðamót. Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB, segir samtökin stefna að svokölluðum aðfararsamningi líkt og gerður var á almennum vinnu- markaði; markmiðið sé að gera langtíma- samning þegar frekari mynd er komin á efnahagsstjórnina. Í fjárlögum sem Alþingi er nýbúið að samþykkja er gert ráð fyrir um 3% launahækkunum opinberra starfsmanna á næsta ári en einnig er þar mælt fyrir um að hagrætt verði í rekstri allra stofnana ríkisins. „Það segir beinlínis í fjárlögum að það eigi að halda áfram niðurskurði í einstökum stofnunum og ráðuneytum en það er ekki útfært nema að litlu leyti og við þurfum að vakta það,” segir Elín Björg. Þá vill BSRB að tekið verði tillit til þess að launaskrið hefur verið mun meira á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera þar sem öll launamál eru bundin í samninga. Eins þurfi að leiðrétta kyn- bundinn launamun, sem er meiri hjá hinu opinbera en einkamarkaði, samkvæmt rannsóknum. „Það er mál sem er ofarlega í okkar forgangsröðun,“ segir hún. Viðræður eru ekki hafnar að neinu marki. „Ég á von á því að þær fari á fullt núna á nýju ári,“ segir Elín Björg. „Við viljum lenda samningi í janúar þannig að það verði tilbúinn nýr samningur þegar sá eldri rennur út.“ Markmið BSRB gera ráð fyrir því að eftir að þessi samningur til 12 mánaða renni út hefjist viðræður um langtíma- samning þar sem tekið verði mið af áherslum samtakanna á fjölskylduvænna samfélag. Þar komi til umræðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs, stytting vinnu- viku, styttri vinnuvika, lengra fæðingar- orlof, varanlegur húsaleigumarkaður og fleira. Þórður Hjaltested, formaður Kennara- sambands Íslands, segir kennara ekki telja sig bundna af niðurstöðum samn- inga á almennum vinnumarkaði. „Við höfum sett fyrirvara þess efnis allan tím- ann og bent á það að það þyrfti að horfa á skólamál og málefni kennara og taka þau svolítið út fyrir sviga.“ Hann bendir á að sameiginleg könnun á vegum helstu samninga á almennum vinnumarkaði hafi sýnt fram á að laun framhaldsskólakennara hafi hækkað minnst allra frá 2006 og muni allt að 10% á þróun launa þeirra og annarra starfs- manna hins opinbera á tímabilinu. Nánast ekkert launaskrið eigi sér stað í skóla- kerfinu; „þar stendur það sem samið er um og ekkert annað er í boði,“ segir hann. Hvert aðildarfélag KÍ fer með samn- ingaumboð fyrir eigin hönd en KÍ hefur samræmingarhlutverki að gegna. Samn- ingar grunnskólakennara eru runnir út fyrir nokkru en í gildi er viðræðuáætlun um samningaviðræður grunnskólakenn- ara og samninganefndar sveitarfélaga fram til loka febrúar. Samningar annarra félaga kennara og stjórnenda í skólum, sem eiga ríkið að viðsemjanda, renna út 31. janúar nema leikskólakennara en samningar þeirra við sveitarfélögin renna út í lok apríl. „Við gætum hugsað okkur lengri samning, án þess að búið sé að negla það niður og útilokum hvorki eitt né neitt. Aðalatriðið er að við viljum hafa frjálsar hendur til að ræða skólamál og launamál stéttarinnar við okkar viðsemjendur,“ segir Þórður. „Við viljum og teljum að það þurfi að fara í ákveðnar lagfæringar hjá okkur og að við þurfum þjóðarsátt um menntun.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir háskólamenn telja að samn- ingar ASÍ hafi ekki fordæmisgildi um þeirra samningamál. Samningar aðildar- félaganna renna út í lok janúar, unnið er að kröfugerð og formlegar viðræður eru ekki hafnar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Ferðalög OktóBer er sá mánuður þegar Flestir Íslendingar Fóru til útlanda á árinu 2013 Fleiri fóru til útlanda í október en aðra mánuði Fleiri Íslendingar fóru til út- landa í október en í nokkrum öðrum mánuði ársins, sam- kvæmt tölum frá Ferðamála- stofu. Þetta er í fyrsta skipti sem október slær sumarmán- uðunum við að þessu leyti. Tæplega 38.000 Íslendingar flugu til útlanda í gegnum Keflavíkurflugvöll í október, sem er 1.000 fleiri en í ágúst, 1.500 fleiri en í júní og rúmum 4.000 fleiri en í júlímánuði. Alls fóru rúmlega 340.000 íslenskir farþegar til útlanda um Keflavíkurflugvöll fyrstu ellefu mánuði ársins, sem þýðir rúmlega ein ferð á hvert mannsbarn í landinu. Fyrstu 11 mánuði ársins 2012 voru ferðalangarnir 336.000 þannig að um 1% fjölgun er að ræða milli ára. Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri segir að það hafi ekki verið rannsakað sér- staklega hvers vegna svona mikill kippur kom í ferðirnar í október. „Það er áreiðanlega margt sem spilar inn í, eitt af því gæti verið veðuróþreyjan,“ segir hún. „Sumarið var íbúum suðvesturhornsins erfitt; hugsanlega hélt fólk að sér höndum í sumar en ákvað svo að láta slag standa í október og fara til útlanda.“ Ólöf segir að fleiri þættir gætu spilað inn í, til dæmis breytingar á framboði á ferðum og sérstakir við- burðir, eins og til dæmis landsleikur Íslands og Noregs sem fram fór í Osló í október en talið er að allt að 1.000 Íslendingar hafi gert sér ferð til Noregs til að fylgjast með honum. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Ólöf Ýrr Atla­ dóttir ferða­ málstjóri. Um 1.000 Íslendingar fóru til Osló að fylgjast með landsleik í knattspyrnu í október. Það er hluti skýringarinnar á því að október var sá mánuður ársins 2013 þegar flestir Íslendingar fóru til útlanda.  samningar OpinBerir starFsmenn Kjaraviðræður ríkisstarfs- manna á fullt á nýju ári Samningar lang flestra opinberra starfsmanna renna út í lok janúar. Viðræður fara á fullt í upp­ hafi ársins. Forystumenn opinberra samninga segjast óbundnir af samningi ASÍ en innan BSRB er þó horft til þess að gera skammtímasamning líkt og á almennum vinnumarkaði. Lögreglumenn eru í BSRB og verða með lausa kjarasamninga um næstu mánaðamót eins og flestir starfsmenn ríkisins. For­ maður BSRB segir stefnt að samningi til eins árs. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Þórður Hjaltested, formaður Kennarasam­ bands Íslands. Guðlaug Kristjáns- dóttir, formaður BHM. 6 fréttir Helgin 3.-5. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.