Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 54
Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill sykurs! Helmingi sætari Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans Leikkonan Saga Garðarsdóttir var áberandi á gamlársdag. Hún tók góða spretti í skaupinu og lét ljós sitt skína í morgunþætti Gísla Marteins. Þess á milli messaði hún hressilega yfir formönnum stjórn-málaflokkanna í Kryddsíldinni á Stöð 2 þar sem hún bað þá endilega að reyna að vera betra fólk. Saga leitaði logandi ljósi að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra á liðnu ári í Bakþankagreinum sínum í Fréttablaðinu þar sem hún hefur ekki farið leynt með að hún telji sig eiga sitt- hvað vantalað við ráðherrann. Þau hittust loks í Kryddsíldinni á gamlársdag en sá fundur var snubbóttur og þeim gafst ekki ráðrúm til að ræða málin. „Hann kom seint út af upptökunni á áramótaávarpinu sínu þannig að ég hitti hann ekki fyrir útsendingu, eins og ég hitti hina formennina,“ segir Saga. „Svo var ég nú bara að koma mér fyrir í auglýs- ingahléi áður en við byrjuðum. Þá heyrði ég að hann var eitthvað að spyrja hina karlana þarna fyrir aftan mig hvort þetta væri þessi stelpa sem er alltaf eitthvað... svo komst hann ekki lengra vegna þess að ég sneri mér við og sagði mjög hvass að ég héti Saga! Þá bara þagnaði hann.“ Að útsendingu lokinni var tekin mynd af Sögu og Sigmundi Davíð saman en henni gafst ekki ráðrúm til að þjarma að ráðherranum. „Svo þurfti ég að róta ruggukindinni minni og hann var að flýta sér eitthvað annað og þurfti að fara. Þannig að það varð ekki neitt neitt. Ég sagði ekki einu sinni að það væri gaman að finna hann loksins. Enda var hann búinn að kalla mig þessa stelpu þarna sem mér fannst ekkert gaman. Það er því varla hægt að segja að ég hafi náð fundi hans enda yrði sá fundur einhvers konar fundur en ekki eitthvað bara svona bak- sviðs bla á hlaupum.“ -þþ Kynnti sig með hvössum rómi  Saga garðarS Fann Sigmund davíð „Kæri Sigmundur Davíð. Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu stað- reynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin?“ Svona ávarpaði Saga Sigmund Davíð í Frétta- blaðinu í byrjun október. Hún rakst fyrst á ráð- herrann á gamlársdag. Mynd/Hari. Magnús Azevedo er flugmaður og svo heppilega vill til að hann flýgur á Ameríkuleiðum og notar því ferðirnar til þess að sækja gömul myndasögublöð. Mynd/Hari.  magnúS azevedo eltiSt við SjaldgæF myndaSögublöð m agnús Azevedo hefur safnað myndasögublöðum síðan í æsku og tekur þetta áhuga- mál alvarlega og leggur sig fram um að eignast fágæt myndasögublöð sem hafa sögulegt eða jafnvel tilfinningalegt gildi fyrir hann. Hann opnaði Facebook-síð- una Wingman Comics, facebook.com/ wingmancomics, til þess að finna fleiri Íslendinga sem eru jafn harðir og hann í söfnuninni en hefur ekki fundið nema tvo slíka, þótt hann finni fyrir miklum áhuga á síðunni. „Tilgangurinn með þessari síðu er nú ekki að vera í einhverjum viðskiptum, heldur bara að sinna þessu áhugamáli mínu,“ segir Magnús. „En ef ég á ein- hver blöð sem ég er tilbúinn að láta þá er fólki velkomið að kaupa þau.“ Magnús segist furða sig á því að markaðurinn fyrir gömul myndasögu- blöð sé hér lítill sem enginn. „Ástæðan fyrir því að ég stofnaði síðuna var nú að mig langaði að kanna hvort það væri ein- hver áhugi. Nexus-krakkarnir hafa helst áhuga á nýjum myndasögum en áhug- inn á gömlum, fágætum blöðum, virðist vera nánast í núlli.“ Magnús vill ekki gera of mikið úr safni sínu en segist eiga „nokkur“ blöð sem gaman sé að eiga og séu nokkur hundruð dollara virði. Magnús bjó í Svíþjóð framan af ævinni og byrjaði þar að safna blöðum og þá var ekki síst sænsk þýðing á Phantomen sem heillaði. Sá kappi átti einnig fjölda aðdáenda hér á landi en hann gekk árum saman sem myndasaga í Vikunni og Tímanum sáluga. Hét Skuggi í Vik- unni og Dreki í framsóknarmálgagninu. „Maður þekkti líka vel inn á Könguló- armanninn, Captain America og þessa gaura.“ Magnús segir það sem hann safnaði í æsku hafa glatast þegar hann flutti hingað frá Svíþjóð 25 ára gamall og í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að því að eignast sjaldséða dýrgripi og þar vega þungt blöð þar sem þekktar hetjur komu fram í fyrsta sinn. „Ég á til dæmis Hulk númer 180 en þar dúkkar Wolverine upp í fyrsta skipti,“ segir Magnús sem á einnig söguleg blöð með Captain America sem hann hefur lengi haft í hávegum. Magnús segist ekki hafa rekist á nema einn til tvo safnara af sinni kyn- slóð sem séu í þessu af fullri alvöru. „Það er ótrúlegt að á heilu landi, þótt lítið sé, fyrirfinnist eiginlega enginn sem vill ræða gömul myndasögublöð. Kaninn var hér svo lengi að þegar ég flutti hingað var ég viss um að það væri nóg af þessu hérna.“ Magnús segir eitt það skemmtilegasta við myndasögudelluna að hún eldist ekki af fólki. „Mér finnst þetta halda barninu í manni lifandi og þegar maður flettir þessum blöðum þá hellist nos- talgían yfir mann. Enda voru þessi blöð eina leiðin til þess að upplifa eitthvað „fantastic“, ólíkt krökkum í dag sem eru bara mataðir með tæknivæddu afþrey- ingarefni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ofurhetjurnar varðveita barnið í hjartanu Flugstjórinn Magnús Azevedo tekur söfnun myndasögu- blaða mjög alvarlega og etur kappi við aðra myndasögu- nörda á upp- boðsvefjum þar sem hann reynir að tryggja sér gamla dýrgripi. Hann stofnaði Facebook-síðuna Wingman Comics til þess að reyna að hafa uppi á öðrum Íslendingum sem lúra á dýr- gripum í þessari deild og furðar sig á hversu fáir hér á landi safni fágætum myndasögum. Maður þekkti líka vel inn á Köngulóarmann- inn, Captain America og þessa gaura. Matreiðslubók Mörtu smörtu Marta María Jónasdóttir, drottningin yfir Smart- landi mbl.is, er kona ekki einhöm. Hún er annálaður fagurkeri þegar kemur að innanhússhönnun og fatastíl og ekki þykir hún síðri sælkeri. Matgæðing- ar geta því farið að sleikja út um og láta sig hlakka til þar sem síðar á árinu kemur út hjá Forlaginu matreiðslubók þar sem Marta María ætlar að leyfa fólki að njóta reynslu sinnar og hugmyndaauðgi við eldavélina. Marta María mun ekki síður leggja mikið upp úr myndum og útliti bókarinnar en uppskriftunum þannig að ljóst er að skæður listakokkur er að bætast í stóran hóp þeirra sem bítast um hylli lesenda matreiðslubóka. Lífseig hross Kvikmynd Benedikts Erlings- sonar Hross í oss er enn í sýningum þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá frum- sýningu. Myndin er nú sýnd í Bíó Paradís en það þykir saga til næsta bæjar að myndir gangi svo lengi í bíó, ekki síst þegar um íslenska mynd er að ræða. Upphefð hrossanna hefur ekki síst komið að utan en myndin hefur hlotið tíu verðlaun á sjö hátíðum og fengið fína dóma í erlendum miðlum. Þessi áhugi að utan hefur smitast heim og laðað fjölda fólks í bíó. Sérstakur maður ársins Fjölmiðlar kepptust við að útnefna mann ársins þannig að vegsemd þessi er nú orðið á margra færi. Hin sprettharða Aníta Hinriksdóttir varð fyrir valinu hjá hlustendum Rásar 2, dómnefnd þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni valdi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra, en á Útvarpi Sögu var sérstaki saksóknarinn Ólafur Þór Hauksson valinn maður ársins. Lítið bar á saksóknaranum fram eftir árinu en dómar í Al-Thani-málinu svokallaða kættu mjög hlustendur Sögu sem töldu við hæfi að þakka saksóknaranum með þessu móti. 54 dægurmál Helgin 3.-5. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.