Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 37
Helgin 3.-5. janúar 2014 heilsa 37 40 kíló fokin með Zumba og bættu mataræði Nýr framkvæmdastjóri hjá Reebok Fitness G uðríður Erla Torfadóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Reebok Fitness og leggst starfið gríðarlega vel í hana. „Hérna er frábær hópur starfsfólks og við ætlum okkur stóra hluti,“ segir hún. Guðríður er einkaþjálfari, jógakennari og viðskipta- fræðingur að mennt og hefur starfað við líkamsrækt frá árinu 2000. Núna í haust var hún þjálfari í sjónvarpsþáttunum Biggest Loser Ísland sem verða sýndir á Skjá Einum í lok mánaðarins. Guðríður er gift og á þrjá syni sem eru 16, 11 og 5 ára. Sjálf er hún 34 ára svo hún var ekki nema 18 ára þegar sá elsti fæddist. Áður var Guðríður sölustjóri hjá Reebok á Ís- landi og bjó svo í Sviss í tvö ár þar sem hún vann við þjálfun en flutti aftur til Ís- lands í október. Engin binding Reebok Fitness býður upp á mánaðakort á góðu verði sem fela ekki í sér neina bindingu. „Fólk skráir sig í áskrift hjá okkur og getur sagt henni upp hvenær sem er og tekur uppsögnin þá gildi strax um næstu mánaðamót. Þetta er mjög einfalt en mikilvægt fyrir fólk að muna að það þarf alltaf sjálft að segja áskrift- inni upp. Viðskiptavinir okkar kunna að meta að þurfa ekki margra mánaða uppsagnarfrest og að hafa frelsi til að ákveða hvenær þeir vilji hætta,“ segir Guðríður. Barnagæsla í janúar Á morgun opnar í fyrsta sinn barnagæsla hjá Reebok Fitness og kostar hún 1.500 krónur fyrir hverja fjölskyldu á mán- uði, óháð því hversu mörg börnin eru. „Á laugardögum ætlum við svo að bjóða upp á krakkajóga og krakkazumba fyrir börn sem eiga kort í barnagæslunni. Þá getur öll fjölskyldan farið á æfingu á sama tíma.“ Gott úrval námskeiða Að sögn Guðríðar eru margir spenn- andi hópatímar hjá Reebok Fitness og er Zumba vinsælast þessa dagana. „Svo eru tímar eins og Hotyoga, hjól og CardioFit líka mjög vinsælir. Í CardioFit er verið að vinna með þol og styrk til skiptis. Það er mjög vinsælt, sérstaklega hjá körlum.“ Reebok Fitness verður með skólakort á sérstöku tilboði nú í byrjun árs fyrir fólk á aldrinum 16 til 20 ára. Einnig eru að hefjast sex vikna aðhaldsnámskeið. „Eitt námskeiðið er sérsniðið fyrir karla og annað fyrir konur og vinsælustu og reyndustu þjálfararnir okkar sjá um þessi lokuðu námskeið.“ Einnig verður boðið upp á námskeið fyrir fólk í mikilli ofþyngd og mun Guðríður sjálf hafa um- sjón með því. „Við ætlum að gera það sem virkar og vera með þol- og styrktar- þjálfun í bland og bæta líka jóga og Foamflex inn í námskeiðið en það bygg- ist á æfingum með rúllur og bolta sem mýkja upp líkamann og eru mjög góðar fyrir fólk með vöðvabólgu og stoðkerfis- vandamál. Iðkendur á námskeiðunum fá fræðslu og mjög góðar leiðbeiningar um mataræði og mikið og gott aðhald,“ segir hún. Bókunarkerfi í alla tíma Hjá Reebok Fitness er fullkomið netbók- unarkerfi fyrir alla hóptíma, barnagæslu og námskeið sem þýðir að engin þarf að slást um pláss eða bíða í röð eftir númeri til að komast í tíma. „Fólk einfaldlega skráir sig á netinu og á sitt pláss. Þetta er líka góður kostur í barnagæslunni en með bókunarkerfinu getum við fylgst með hve mörg börn eru hjá okkur á hverjum tíma.“ Hjá Reebok Fitness verður boðið upp á ýmsar nýjungar núna í byrjun árs. Á morgun opnar þar barnagæsla í fyrsta sinn og á laugardögum verður barnajóga og zumba. Þrjú aðhalds- námskeið hefja göngu sína á næstu dögum þar sem reyndustu þjálfarar stöðvarinnar miðla af reynslu sinni og þekkingu. Vala Björk Gunnarsdóttir er þrítugur leikskólakennari sem stundar Zumba af miklum krafti. Í mars 2012 var hún 119 kg en með því að stunda Zumba í Reebok Fitness og breyta mataræðinu til hins betra er hún nú tæplega fjörutíu kílóum léttari. „Zumba hefur verið mín aðal hreyfing í gegnum þetta ferli og svo ein- staka göngutúrar,“ segir Vala Björk sem mætir í Zumbatíma tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Fyrir þá sem ekki þekkja Zumba má geta þess að það eru æfingar í dansstíl sem gerðar eru undir leiðsögn kennara í hópa- tíma. „Zumba er alveg afskaplega skemmtileg hreyfing og tónlistin er ótrúlega góð. Ég er alveg heill- uð af Zumba. Maður kemur glaður úr hverjum tíma og þetta lyftir andanum. Svo eru Zumba kennar- arnir í Reebok Fitness æðislegir og virkilega færir,“ segir hún. Að sögn Völu Bjarkar er andinn í Reebok Fitness afskaplega góður. „Stöðin er mjög opin og björt og þó það séu margir þar þá finn ég aldrei fyrir því. Svo eru allir svo kátir og glaðir og tilbúnir að hjálpa. Það er yndislegt að æfa í Reebok Fitness.“ Reyndir þjálfarar, frábært verð og engin binding í Reebok Fitness Guðríður Erla Torfadóttir hefur starfað við líkamsrækt frá árinu 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.