Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 32
32 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 Lífrænar og glútenlausar Maískökur Fjölkornahrískökur Hrískökur með Quinoa korni Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896 Hádegis- og eftirmiðdagstímar í sundlaug Hrafnistu við Laugarás. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 7. janúar Bakleikfimi Staðið við áramótaheitið Árið 2014 er gengið í garð, fullt af nýjum möguleikum og vænt- ingum. Eftir mikið át og veisluhöld er samviskubitið eflaust farið að naga marga og er líklegt að einhver áramótaheitin feli í sér átak um aukna hreyfingu eða breytt mataræði. Fréttatíminn fékk Hörpu Melsteð, sjúkraþjálfara, Crossfit þjálfara hjá Crossfit Hafnarfirði og fyrrverandi landsliðskonu í handbolta, til að veita ráðleggingar um hvernig við getum staðið við áramótaheitin metnaðarfullu. Þ að getur oft verið erfitt að byrja aftur að stunda reglulega hreyfingu eftir langt hlé. Ef fólk hefur ekki hreyft sig lengi og ákveður að nú sé tími til kominn að taka sig á þarf fyrst að finna út hvernig ætlunin er að gera það,“ segir Harpa Melsteð, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs og Crossfit-þjálfari hjá Crossfit Hafnarfirði. Hún segir nokkuð ljóst að ef fólki finnst ekki gaman að fara í líkamsrækt en ætli samt að pína sig þangað muni það endast stutt. Nær sé að finna eitthvað sem fólk virkilega langar að gera og hefur áhuga á. „Í dag eru valmöguleikarnir svo margir þegar kemur að líkamsrækt og alls kyns hreyfingu að sumir hverjir fá valkvíða. Það er að minnsta kosti óhætt að segja að það er engin afsökun lengur að finna ekki neitt við sitt hæfi. Til dæmis er hægt að velja um að fara í dæmigerða lík- amsrækt, fjallgöngur, hlaupahópa, hjólreiðar, sund, zumba, crossfit, boot camp, metabolic, yoga og bardagaíþróttir svo eitthvað sé nefnt.“ Harpa mælir líka með því að fólk skoði síðuna hreyfitorg. is sem er gagnvirk vefsíða sem er ætlað að stuðla að aukinni hreyf- ingu landsmanna og er hlutverk vefsins að brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir þjónustu og þeirra sem standa fyrir hreyfitilboðum. Setjum okkur raunhæf markmið Algengt er að fólk setji sér mark- mið í upphafi árs, til dæmis að losna við aukakílóin, hlaupa mara- þon eða bæta sig í bekkpressu eða Muscle up sem er ein af flóknari æfingunum í Crossfit,. Harpa segir mikilvægt þegar fólk er að setja sér markmið að taka með inn í jöfnuna hvernig ætlunin sé að ná þeim. „Þá kem ég að kjarna málsins en hann er að markmiðin verða að vera raunhæf fyrir hvern og einn. Ef ég set mér markmið um að ætla að hlaupa maraþon á árinu þá er ekki þar með sagt að það markmið sé raunhæft til dæmis fyrir vinnufélaga minn. Til að ná settum markmiðum þarf oft og tíðum að breyta um lífsstíl. Það þarf að stunda æfingarnar og huga að góðu mataræði.“ Harpa segir það einnig geta hjálpað mikið til við að halda sér við nýársmark- miðin að æfa í góðum félagsskap. „Reynið að draga einhvern með ykkur í þá hreyf- ingu sem þið veljið. Það verður allt svo mikið skemmtilegra og auðveldara í góðum félagsskap.“ Best að byrja rólega Ráðlegging Hörpu til þeirra sem eru að byrja aftur að stunda hreyfingu eftir langt hlé er að byrja rólega og auka svo álagið smám saman. „Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar það byrjar aftur, er að byrja með alltof miklum látum. Það á að taka allt með trompi en því miður er það gjarnan ávísun á að fólk gefist upp. Það getur verið erfitt að byrja aftur, fólk fær harðsperrur og óþægindi í kroppinn en þolinmæðin þrautir vinnur allar. Ég mæli með því að fólk gefi þessu smá tíma því lík- aminn jafnar sig, svo framarlega sem æft er skynsamlega.“ Hún segir þó misjafnt hvað þessi „erfiða“ byrjun vari lengi en ef fólk þrauki og komist yfir þennan erfiða þröskuld ætti allt að fara í rétta átt. Sé fólk að byrja í fyrsta sinn að stunda hreyfingu mælir Harpa með því að leita að- stoðar hjá fagfólki. „Biðjið fagaðila um að setja upp æfingaáætlun eða fáið ráðlegg- ingar hjá þjálfara. Alls ekki henda ykkur beint út í djúpu laugina. Það er svo mikil- vægt að gera hlutina rétt og vel því það minnkar líkurnar á meiðslum og ofálagi. Ef farið er skynsamlega af stað þá er lík- legra að árangur náist en það getur samt sem áður tekið tíma. Þegar árangurinn fer að skila sér er það besta gulrótin okkar til að vilja gera enn betur.“ Harpa segir einnig mjög sniðugt að skrá æfingarnar niður í einhvers konar dagbók til að fylgjast með árangrinum. „Höfum í huga að lykilatriði til að ná góðum árangri er að æfa skyn- samlega og rétt, borða hollan og góðan mat og hvílast vel.“ Harpa Melsteð segir mikilvægt að finna hreyfingu sem fólk virkilega langar að stunda og hefur áhuga á og setji sér raunhæf markmið. Ljósmynd/Hari Það verður allt svo mikið skemmti- legra og auðveldara í góðum félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.