Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 38
B rynjólfur Björns-son, sundþjálfari hjá Syndaselum, heldur námskeið fyrir ósynt, full- orðið fólk. Námskeiðin eru fjóra laugardagsmorgna í Sundhöll Reykjavíkur og hefst það næsta laugardag- inn 11. janúar. „Við erum í lítilli og grunnri kennslulaug svo það ná allir til botns. Yfirleitt eru ekki fleiri en sex manns á hverju námskeiði og ég er alltaf með nemend- um ofan í lauginni. Hægt og rólega lærir fólk að slaka á og öðlast öryggi í vatninu og upplifa þá vellíðan sem því fylgir,“ segir Brynjólfur sem veit ekkert skemmtilegra en að kenna fólki að halda sér í formi með því stunda sundíþróttina. Sjálfur var hann lengi keppnismaður í sundi og á að baki nokkur Íslandsmet og Íslandsmeist- aratitla. Á námskeiðinu fer hver og einn á sínum hraða og segir Brynjólfur suma verða synda eftir aðeins eitt slíkt námskeið. Aðrir taki tvö eða fleiri námskeið til að ná góðum tökum á grunn- inum. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk á fullorðinsaldri hafi ekki lært að synda. „Fólkið á nám- skeiðunum hjá mér er bæði innflytjendur sem hafa ekki lært að synda í barnæsku og Íslendingar sem af ýmsum ástæðum hafa ekki getað stundað sundið fyrr á ævinni.“ Í starfi sínu sem sund- kennari í gegnum árin hefur Brynjólfur séð marga nemendur blómstra í lauginni og í framhaldinu farið að stunda sundið reglulega sér til heilsubótar. „Stund- um hitti ég fólk nokkrum árum eftir að það hefur lokið námskeiði og það þakkar mér kærlega fyrir kennsl- una. Einu sinni var ég knúsaður úti í matvörubúð tveimur árum eftir að námskeiði lauk. Það er virkilega gott að finna hversu þakklátt fólk er fyrir að hafa lært að synda.“ 38 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 Hægt og rólega lærir fólk að slaka á og öðlast öryggi í vatninu og upplifa þá vellíðan sem því fylgir. Höfum opnað náttúrulækningastofur að Strandgötu 33, Hafnarfirði Ertu tilbúin/n í 3ja mánaða umbreytandi vinnu með heilsuna þína? Byrjum í janúar. Einkaviðtöl - Grasalækningar - Olíumeðferðir - Augnlestur Upplýsingar og tímapantanir: Heilsumeistarar ND Ásta Ólafsdóttir asta.olafsdottir@gmail.com 899 2239 Katrín Níelsdóttir katrinniels@gmail.com 864 2560 FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR kramhusid.is 551·5103&551·7860 Komdu!Byrjum 6. janúar SKRÁNING STENDUR YFIR í Kramhúsið » Yoga » Leikmi » Pilates DANSNÁMSKEIÐ beyoncé · bollywood afró · house dans burlesque · tangó húlla · magadans zumba balkan contemporary FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ fyrir 3ja til 16 ára Dans og skapandi hreyng tónlistarleikhús · breikdans popping · yoga · afró FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR Námskeið fyrir ósynda og vatnshrædda Brynjólfur veit ekkert skemmti- legra en að kenna fólki að halda sér í formi með því að stunda sundí- þróttina. Brynjólfur Björns- son kennir ósynd- um í grunnri laug í Sundhöll Reykjavíkur. Sumir verða syndir eftir eitt slíkt námskeið en aðrir taka tvö eða fleiri til að ná tök- um á grunninum. Margir nemenda hans hafa í fram- haldinu farið að stunda sund reglulega sér til heilsubótar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.