Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 15
úttekt 15 Helgin 3.-5. janúar 2014 GLEÐILEGT NÝTT ÁR VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka. Við óskum landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári. Viðskiptavinum VÍB og þeim þúsundum sem tekið hafa þátt í fræðslufundum okkar þökkum við árangursríka samfylgd á liðnu ári. MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringar fyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfest ing ar aðferða, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts. * Skv. netkönnun Capacent Gallup í maí 2013. vildu ljúka því verki fyrir 17. júní 2014 en löngu er orðið ljóst að það tekst ekki. Lítið hefur enn sem komið er borið á fréttum um að opinber hátíðarhöld séu í vændum til að fagna afmælinu líkt og gert var þegar 50 ára afmæli lýðveldisins var fagnað á Þingvöllum árið 1994. Hins vegar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þekktur áhugamaður um þjóð- menningu hvers konar, hefur tekið sér meiri völd á því sviði en fyrir- rennarar hans höfðu. Í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar er þessa klausu að finna: „Ríkis- stjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu lands- ins, menningu þess og tungumál- inu, innanlands sem utan.“ Það kemur því á óvart ef ríkisstjórnin mun ekki, þrátt fyrir blankheit ríkissjóðs, gangast fyrir einhvers konar hátíðarhöldum til þess að minnast 70 ára afmælis lýðveldis- ins þann 17. júní. 100 ár frá fyrri heimsstyrjöld Fyrri heimsstyrjöldin braust út þann 28. júlí 1914 og þeirra tímamóta verður minnst víðs vegar um heiminn allt árið. Við fjöllum um þennan mikla hildar- leik annars staðar í blaðinu í dag. Bretar, Frakkar, Rússar og Banda- ríkjamenn börðust við Þjóðverja, Austurrísk-ungverska heimsveldið og Tyrkneska heimsveldið í styrj- öld sem stóð allt til 11. nóvember 1918 og lagði undir sig Evrópu allan þann tíma. Þetta var fyrsta stóra styrjöldin sem hershöfð- ingjar, þjálfaðir í hernaðartækni fyrri alda, háðu með vopnum og drápstólum sem voru afurðir 20. aldar tækni. Mannfall í fyrri heimsstyrjöldinni var enda gríðar- legt. Staðfest er að hún kostaði 10 milljónir manna lífið á vígvellinum en auki er talið að um 30 milljónir hafi særst eða týnst í átökunum og þeim hörmungum sem þau höfðu í för með sér. Sjálfstæðiskosningar Skota Fimmtudaginn 18. september 2014 ganga Skotar, 16 ára og eldri, að kjörborðinu til þess að ákveða hvort þeir vilji slíta sambandinu við Stóra Bretland og stofna sjálf- stætt ríki í Skotlandi. Þótt kannanir bendi til þess að drjúgur meirihluti Skota vilji áfram vera hluti af Stóra Bretlandi hafa síðustu kannanir bent til þess að sjálf- stæðissinnar séu örlít- ið að sækja í sig veðrið meðal þjóðarinnar. Stór skoðanakönnun sem birt var skömmu fyrir jól sýndi að 27% landsmanna ætla að segja já í kosningunni og greiða þannig sjálfstæðinu atkvæði, 41% eru ákveðin í að segja nei en 33% er enn óákveðin. Óákveðnum hefur fækkað eilítið frá síðustu könnun og hefur þeim sem ætla að kjósa með sambands- slitum fjölgað að sama skapi. Hrunmál fyrir dómi 2014 verður árið þegar kveðnir verða upp dómar í flestum af stærstu málunum sem sérstakur saksóknari hefur unnið að. Þar má nefna að fram undan er aðalmeð- ferð fyrir dómi í málum sem tengjast meintri markaðs- misnotkun Kaupþings og Landsbanka og einnig ákvörð- un um hvort forsvarsmenn Glitnis verði ákærðir fyrir sams konar brot. Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokall- aða fer fram í apríl. Þar eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding meðal hinna ákærðu og er þeir sakaðir um umboðssvik gagnvart Glitni vegna sex milljarða króna láns sem Glitnis veitti til kaupa á félaginu Aurum Holding. Einnig má vænta þess að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi forsvarsmenn Kaupþings í þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmis- notkun í Al-Thani málinu, komi til meðferðar í Hæsta- rétti á árinu. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.