Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 16
L
inda Pétursdóttir býr á
Álftanesi og þegar ég er
komin á Álftanesveginn
á leið minni til hennar
finnst mér eins og það
komi yfir mig einhver ró. Þegar ég
er komin heim til hennar, alveg rétt
við sjóinn með útsýni til Reykjavík-
ur, segir Linda að margir tali ein-
mitt um að fyllast ró þegar þeir eru
komnir úr mesta skarkalanum og
farnir að nálgast Álftanesið. „Það
er svo ótrúlega friðsælt hérna,“
segir hún. Það er kannski kjána-
legt en mér bregður örlítið þegar
Linda kemur til dyra – bregður því
hún er svo falleg. Auðvitað hef ég
séð fjöldann allan af myndum af
henni og oft séð hana í sjónvarpinu
en hún er einfaldlega miklu fallegri
í eigin persónu. Tuttugu og fimm
ár eru liðin frá því hún var valin
Ungfrú heimur en að mínu mati á
titillinn jafnvel enn betur við hana í
dag. Sem fegursta kona heims ferð-
aðist hún mikið og í gegn um tíðina
hefur hún safnað listaverkum og
myndum víðs vegar að úr heimin-
um sem nú prýða veggina á heimili
hennar og dóttur hennar, Ísabellu,
sem leikur sér í næsta herbergi á
meðan viðtalið fer fram.
Linda sest inni í stofu undir
mynd frá Indlandi af fíl. „Þessi er
frá Ítalíu,“ segir hún og bendir á
endurgerð af Síðustu kvöldmáltíð
Da Vinci, „Svo eru hérna mynd frá
Kenýa og önnur frá Marokkó. Ég
er ekki þessi svart/hvíta minimal-
íska týpa þegar kemur að heim-
ilinu. Ég held að það fari mikið
eftir persónuleikanum hvernig fólk
innréttar heimilið sitt. Ég vel hlý-
lega liti og síðan smá glamúr með.
Margar myndanna hér eru frá
Indlandi. Ég hef oft komið þangað,
þar á ég góða vini og Indland á
sérstakan stað í hjarta mínu. Ég
fékk upphaflega hugmyndina að
Baðhúsinu þegar ég fór í heilsulind
sem var bara fyrir konur í Asíu. Þá
fékk ég innblásturinn. Ég ferðast
enn mikið og viða að mér hug-
myndum fyrir reksturinn hjá mér,
og alltaf hugsa ég um hvað ég get
boðið íslenskum konum upp á,“
segir Linda.
Draumurinn rætist 14.01.14
Linda stofnaði Baðhúsið árið 1994
og er þetta því tuttugasta starfs-
árið. Allra fyrst var það til húsa í
Ármúla en lengst af í Brautarholti
eða þar til í síðasta mánuði þegar
þar var lokað vegna flutnings Bað-
hússins í Smáralind þar sem það
opnar formlega þriðjudaginn 14.
janúar. „Það opnar 14.01.14. Þessi
tala varð fyrir valinu þar sem 14 er
ein af happatölunum mínum. Ég
fékk svo Hermund Rósinkranz
talnaspeking til að fara yfir þessa
dagsetningu og hann segir að
henni fylgi mikil gæfa og tækifæri,
hún tengist heilsu, umhyggju, aga,
breytingum og nýjum tækifærum.
Við byrjum samt strax 6. janúar
með svokallaða Toppdaga þar sem
við í raun hefjumst handa. Við-
skiptavinir okkar byrja þá árið í
samstarfi við drykkinn Topp og
Smáralindina. Við byrjum á því
að kynnast annarri hlið á Smára-
lindinni, teljum bara niður dagana
fram að opnum og bjóðum meðal
annars upp á tíma á morgnana í
Gryfjunni í Smáralind, áður en hún
opnar. Þær sem mæta í tímana fá
gjafapoka frá ýmsum fyrirtækum
í Smáralind og við höfum gleði og
skemmtun í forgrunni þessa daga
meðan við byggjum upp stemningu
þar til við opnum.“
Framkvæmdir eru á fullu í Bað-
húsinu eins og ég komst að þegar
ég fór í smá sýnisferð um nýja
staðinn. Inngangurinn er á annarri
hæð til hliðar við Debenhams og
mætir fólki þá móttakan ásamt
verslun og heilsubar þar sem hægt
verður að fá heilnæmar veitingar,
bæði karlar sem og konur. Þá taka
við æfingasalirnir þar sem boðið
verður upp á mikið úrval hópa-
tíma fyrir konur eingöngu, eins og
verið hefur. Stuttu eftir að þetta
opnar allt saman verður tækja-
salurinn opnaður með útsýni yfir
Kópavog og síðast opnar glæsileg
heilsulind og spa. „Upphaflega
ætlaði ég mér ekki að flytja Bað-
húsið í Kópavog. Ég leitaði að hús-
næði í nágrenni við Brautarholtið
en þegar fasteignafélagið Reginn
bauð mér að flytja í Smáralindina
sá ég að það var það rétta. Miðjan
á höfuðborgarsvæðinu hefur enda
færst verulega til og nú erum
við svo sannarlega vel staðsett.
Í Brautarholtinu þurftum við að
aðlaga starfsemina að húsnæðinu
en nú þegar við byggjum utan um
starfsemina er allt eins og best er á
kosið. Húsnæðið er byggt beinlínis
til að þjóna viðskiptavinum Bað-
hússins sem er mikill kostur.“ ASK
arkitektar hönnuðu nýja rýmið en
Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt í Los
Angeles, hannar útlitið.
Lúxuskremlína væntanleg
En athafnakonan Linda hefur enn
fleira á prjónunum en að flytja
fyrirtækið sitt á nýjan stað, útbúa
nýtt kynningarefni og skipuleggja
vetrarstarfið í Baðhúsinu því hún
er einnig með nýja snyrtivörulínu
í bígerð. „Með vorinu sendi ég frá
mér fyrsta kremið. Þetta verður
algjör lúxuslína fyrir konur frá
þrítugu og upp úr. Ég er að þróa
kremin með samstarfsfólki mínu í
Ítalíu þar sem varan er framleidd
og finnst þetta mjög spennandi.
Mig hefur lengi langað að senda
frá mér mína eigin línu," segir
Linda en snyrtivörurnar koma til
með að heita BEAUTY BY LINDA.
„Ég ákvað að hafa nafnið á ensku
því ég stefni á alþjóðamarkað með
vörulínuna mína. Fyrsta kremið
sem kemur er svokallað CC nude
krem, en það er dagkrem sem leið-
réttir og jafnar húðlit þannig að
óþarfi er að nota meik á eftir sem
er auðvitað það sem við viljum
flestar. Í kreminu eru litaðar
örkúlur sem blandast mjúklega
öllum húðgerðum, með þrefaldri
tækni sem nær fram fullkominni,
sléttri og skínandi húð. Ég var með
rýnihóp kvenna á ýmsum aldri sem
prófuðu kremið og voru þær allar
sammála um gæði þess og bíða
eftir að fá það á markað til að geta
notað daglega,“ segir hún.
Sjálfstæð móðir á framabraut
Linda Pétursdóttir segir dóttur sinni sem allra oftast að hún
geti allt sem hún ætlar sér. Lindu finnst ánægjulegt að sjá
hversu margar öflugar konur hafa komið fram á sjónarsviðið
og láta til sín taka. Tuttugu ár eru síðan hún stofnaði Bað-
húsið en það opnar á nýjum stað, í Smáralind, þann 14. janúar.
Athafnakonan Linda sendir síðan með vorinu frá sér fyrsta
kremið í nýrri lúxuslínu sem kallast Beauty By Linda. Hún er
afar trúuð og biður bænir á sinn eigin hátt. Linda er einnig
mikill dýravinur og tók nýverið að sér hund sem vantaði
heimili. Hún á sér líka óhefðbundið áhugamál sem veldur því að
vinkonur hennar kalla hana stundum nörd.
Konur geta allt sem þær ætla sér
Frá 24ra ára aldri, þegar hún stofnaði
Baðhúsið, hefur Linda verið kona í við-
skiptum og segir hún ánægjulegt hversu
margar konur hafa náð góðum árangri
á því sviði. „Ég er alin upp við að fram-
kvæma til að árangur náist og hef aldrei
veigrað mér við að vinna. Ég er ótrúlega
heppin að starfa við áhugamálið mitt og
ástríðu, mér finnst gaman að vinna og
finnst mikilvægt að vera stöðugt að vinna
í draumum mínum. Það hefur alltaf verið
markmið mitt að Baðhúsið væri mjög
sýnilegt í samfélaginu. Minn styrkleiki í
starfi er að ég geng strax í verkefnin og
læt ekkert stoppa mig. Ég hef komist að
því að það er nauðsynlegt að sýna auð-
mýkt og leyfa hlutunum að gerast í stað-
inn fyrir að þröngva þeim áfram. Ég hef
átt í viðskiptum við fólk sem hefur sýnt
óbilgirni og þá verður árangurinn yfir-
leitt heldur lítill. Í viðskiptum myndi ég
segja að ég væri mjúk en mjög staðföst.
Þegar kemur að sérstökum styrk-
leikum kvenna finnst mér félagsleg færni
þeirra vera einkennandi og þær eiga
auðveldara með að sjá heildarmyndina.
Konur geta líka tekist á við fjölda verk-
efna í einu. Þær eru mæður, eiginkonur
og framkvæmdastjórar, sem dæmi. Ég er
sjálf einstæð móðir og maður bara lætur
hlutina ganga upp, það er ekki annað í
boði. Reyndar kýst ég frekar að kalla mig
sjálfstæða móður. Mér finnst gott
að sjá hvað konur eru að sækja á í ís-
lensku viðskiptalífi, fleiri konur eru
læknar, lögfræðingar og prófessorar.
Ég sé með eigin augum allar þessar
sterku konur sem við þjónum í Bað-
húsinu.“
Leggur línurnar fyrir dótturina
Einkadóttir Lindu, Ísabella, er átta
ára gömul og leggur Linda mikið upp
úr að dóttir hennar geri sér grein
fyrir möguleikum sínum. „Ég hef
alltaf sagt við hana, og sagði við hana
síðast í morgun, að hún geti allt sem
hún ætlar sér. Hún trúir því líka. Mér
finnst það mikilvægast, ásamt auð-
vitað aga, ábyrgð og kærleika. Ég hef
alltaf talað við dóttur mína um að hún
hafi val og geti allt sem hana langar.
Þannig vil ég senda hana út í lífið.“
Frá því löngu áður en Ísabella fædd-
ist hefur Linda verið þjóðþekkt og
væntanlega heldur óhefðbundið að
eiga mömmu sem er svona áberandi
í samfélaginu. „Ég var einmitt að
hugsa þetta áðan. Vinkona hennar er
hjá henni og ég sagði þeim að leika
annarsstaðar en í stofunni því ég væri
að fara í viðtal. Ísabella kinkaði bara
kolli eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara en vinkonu hennar fannst mjög
Ég hef alltaf
talað við
dóttur mína
um að hún
hafi val og
geti allt sem
hana langar.
Þannig vil ég
senda hana
út í lífið.
Linda Pétursdóttir býr ásamt átta
ára gamalli dóttur sinni, Ísabellu,
á Álftanesi. Þær halda tvo hunda
og telur Linda mikilvægt fyrir börn
að alast upp með dýrum
Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
16 viðtal Helgin 3.-5. janúar 2014