Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 4
Gleðilegt nýtt ár á hreinum bíl RainX er nú í boði á öllum þvottastöðvum Löðurs Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Nýja seðlinum vel tekið veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Stormur og hríðarveður á veStfjörðum, eN aNNarS hægari viNdur og væg leySiNg. höfuðborgarSvæðið: Milt í veðri og sMá skúrir. SNjókoma eða Slydda N- og Na-til, eN þurrt S- og Sv-laNdS. víða um froStmark höfuðborgarSvæðið: Bjart, freMur hægur vindur og hiti nærri núlli. hveSSir aftur á laNdiNu og eNN SNjóar á veStfjörðum. leySiNg Syðra. höfuðborgarSvæðið: Bjart fraMan af, en slydda uM kvöldið. heldur undarlegt tíðarfar hún er heldur óvenjulega mild þessi na- átt sem leikur um landið þessa dagana og merkilegt að hitinn skuli verða þetta 2 til 4 stig um hávetur. nær þó ekki til vestfjarða. Þar er hiti við frostmark og kemur til með að snjóa í hvössum vindi meira og minna fram á sunnudag. rigning eða slydda með köflum annars á landinu, einkum þó austan- og suð- austanlands. útlit er fyrir að þessi tíð haldist til 8. janúar eða svo. 4 0 2 3 4 0 -1 1 2 0 -2 -1 0 -2 -3 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is F yrirburaforeldrum liði betur ef þeir vissu að það væri búið að tryggja að hjúkrunarfræð- ingar og læknar sem taka á móti fyrirburum í ungbarnaeftirlitinu fengju sérstaka þjálfun eða stuðning í heilsugæslunni til að undirbúa sig undir hlutverkið,“ segir Drífa Baldursdóttir, móðir fyrirbura, en samkvæmt upplýsingum frá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins hefur sú ákvörðun verið tekin að færa ung- og smábarnavernd fyrirbura yfir á almennar heilsugæslustöðvar og leggja niður sérhæfða miðlæga þjónustu við þennan hóp sem hefur verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Breytingin mun taka gildi um mán- aðamótin janúar – febrúar en það stendur til að skorið verði niður um 100 milljónir króna á þessu ári hjá heilsugæslunni. Fyrirburaforeldrar óttast að þjónustan muni ekki vera eins góð og áður og sendu formlegt bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum og óskuðu þess að áform um þessa breytingu yrði endurskoðuð. „Það var svo mikil ánægja með þjón- ustuna sem nú er verið að leggja nið- ur. Foreldrar eru því hræddir um að það góða starf detti niður og að það verði síðan í raun tilviljunarkennt á hversu góðri heilsugæslustöð fólk lendir. Það er svo gott að hafa ein- hvern sem hefur mikla reynslu og þekkingu til að tala við þegar maður er heima með lítinn fyrirbura,“ segir Drífa. Samkvæmt formlegu svari frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun sparnaðurinn við lokunina nema um 6 milljónum króna á ári. Drífa segir foreldra áhyggjufulla og segist hafa sjálf upplifað það að fara í ungbarnaskoðun með fyrir- bura þar sem hjúkrunarfræðingur- inn vissi mjög lítið um fyrirbura. „Það er svo mikill munur að hafa aðgang að manneskju sem er með mikla reynslu og getur frætt mann og staðfest fyrir manni hvað er eðlilegt og hvað ekki,“ segir Drífa. „Fyrsta árið hjá foreldrum sem eru með lítinn fyrirbura er mjög erfitt því að fólk er með áhyggjur af öllu sem tengist svefni, næringu, vexti og frávikum og það er mikið álag,“ segir Drífa. Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunar- forstjóri hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, segir ákvörðunina hafa verið að hluta til þess að mæta niðurskurði. „Við myndum aldrei fara í þessar breytingar ef við teldum að þær hefðu einhver áhrif á gæði þjónustunnar. Við erum vak- andi fyrir þeim vandamálum sem geta komið upp varðandi fyrirbura þar sem meiri hætta er á ákveðnum þroskafrávikum hvað þennan hóp varðar. Það verður nákvæmlega fylgst með þessum börnum eins og verið hefur og við erum að gera ráð fyrir að það séu ákveðnir fagaðilar á stöðvunum, hjúkrunarfræðingar og læknar, sem sinni þessu. Við erum að auka sérhæfi þeirra aðila með námskeiðum og fræðslu,“ segir Þórunn. Þórunn segir að hjúkrunar- fræðingar í ungbarnaverndinni séu að horfa fyrst og fremst á vöxt og þroska barnsins og fylgist með að það dafni eðlilega. „Ef það koma frávik þá er foreldrum barnanna vísað á göngudeild Landspítalans en börnin eru þar fyrir í eftirliti eftir þörfum,“ segir Þórunn. Segir hún að þjónustukönnun verði lögð fyrir á meðal foreldra til að kanna ánægju með þjónustuna að 18 eða 24 mán- uðum liðnum og að brugðist verði við þeirri niðurstöðu. Drífa Baldurs- dóttir bendir foreldrum á vefsíðu sem hún hefur haldið úti, fyrirburar. is, sem og Facebook-hóp sem heitir fyrirburaforeldrar en reynslan sýnir að foreldrum finnst ómetanlegt að fá ráð hjá öðrum á þessu viðkvæma tímabili eftir fæðingu fyrirbura. maría elísabet Pallé maria@frettatiminn.is „fimm þúsund króna seðillinn var orðinn of umfangsmikill sem stærsti seðillinn fyrir útgáfu tíuþúsund króna seðilsins. hlutfall hans af öllum seðlum í umferð var komið upp í 85 prósent, sem er allt of hátt,“ segir guðmundur tómas- son, framkvæmdastjóri fjármálainnviða seðlabankans. Þetta var helsta ástæða þess að þann 24. október síðastliðinn var nýr tíu þúsund króna seðill settur í umferð. Markmið útgáfunnar var að fækka seðlum í umferð og á sama tíma gera greiðslumiðlun liprari og hag- kvæmari. Því takmarki hefur verið náð því notkun fimm þúsund króna seðilsins hefur minnkað töluvert. um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar eru nú í umferð eða um 5,5 milljarðar króna. alls eru um 47 milljarðar króna í umferð utan seðla- bankans svo nýi seðillinn er 12,5 prósent af andvirði allra seðla í umferð. guðmundur segir hlutfall verðmæt- asta seðilsins hafa verið orðið óeðlilega hátt miðað við það sem viðgengst erlendis. „Með því að setja verðmeiri seðil í umferð þá gerum við ráð fyrir að hluti af fimm þúsund króna seðlinum skili sér inn og það hefur þegar gerst. á móti þessum 5,5 milljörðum sem eru í umferð af tíu þúsund króna seðlinum hefur komið nokkuð stór hluti inn af fimm þúsund króna seðlinum. Með því spörum við því það minnkar vinnu við að flokka seðlana og dregur úr veltu þeirra. að draga úr veltu seðlanna eykur nýtingu þeirra því þeir fara illa á því að velta mjög oft þar sem þeir eyðast og skemmast." -hh Bankinn sér tækifæri í olíuiðnaði íslandsbanki tekur þátt í, undir handleiðslu spareBank1 sMn í noregi, endurfjármögn- un fjögurra olíuskipa norska skipafélagsins havila. sambankalánið hljóðar upp á 475 milljónir norskra króna eða 9 milljarða íslenskra króna en vilhelm Már Þorsteins- son, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs íslandsbanka, segir íslandsbanka hafa getu til að lána til erlendra verkefna vegna sterkrar stöðu í erlendum gjaldeyri. vilhelm Már segir bankann auk þess vilja styðja við uppbyggingu innlendra og erlendra fyrirtækja í atvinnugreinum sem bankinn hefur sérþekkingu í og lánið til havila vera mikilvægt skref á leið bankans til aukningar á þátttöku í leit að olíu og gasi á Norður-Atlantshafi. „Við erum fyrst og fremst að horfa til sjávarútvegs sem bankinn hefur góða reynslu af en ekki síður til þjónustugeirans við olíuiðnaðinn.“ hann segir bankann vera bæði að horfa til skamms tíma með þátttöku í verkefnum í noregi, þar sem olíuiðnaðurinn er mjög þróaður, en auk þess til lengri tíma því bankinn sér ísland fyrir sér sem þátt- takanda í þjónustu við drekasvæðið eða við olíuleit á austur-grænlandi. „Þetta er góður bissness að vera í og áhættudreifing fyrir okkur að taka þátt í noregi en við erum ekki síður að horfa lengra fram í tímann, því þegar og ef þessi iðnaður nær fótfestu á íslandi viljum við vera í lykilstöðu til að þjónusta hann.“ -hh  Heilbrigðismál Þjónusta við Fyrirbura breytist Tryggja þarf nægilega þekkingu á fyrirburum um næstu mánaðarmót mun sérhæfð þjónusta við fyrirbura á höfuðborgarsvæðinu leggjast niður og þjónustan færast yfir á heilsugæslustöðvar þar sem fyrirburar munu fara í reglulegt ungbarnaeftirlit. foreldrar fyrirbura hafa áhyggjur af breytingunni. foreldrar fyrirbura upplifa mikið álag fyrsta árið eftir fæðingu. Ljósmynd/Hari 4 fréttir helgin 3.-5. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.