Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Þín heilsa – þín skemmtun Landskeppni í hreyfingu ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 66 77 5 12 /1 3 Skráðu þig Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið byrjar 5. febrúar! Hlíðasmári 10, 201 Kóp, Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. Þegar þú ert tilbúin/n að gera það sem til þarf! Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur: 1. Fræðslu um otu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og aeiðingar. 2. Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 sporabataleiðinni. 3. Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum. 4. Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald. 5. Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl. Næstu námskeið: · NÝTT LÍF: 5 vikna meðferðarnámskeið fyrir nýliða og þá sem þurfa að komast í „fráhald“. Meðferðin hefst með helgarnámskeiði, síðan tekur við daglegur stuðningur við meðferða- og matarprógramm, hópfundir tvisvar í viku, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora star‚. ∙ NÝ BYRJUN: MEÐFERÐARHELGI MFM Í ÖLVERI HELGINA 31.01.-02.02. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja he“a fráhald, þá sem hafa verið í fráhaldi og vilja komast aftur af stað og einnig þá sem eru í fráhaldi en vilja styrkja sig. Við bjóðum uppá frábæran fráhaldsmat, grúppur, fyrirlestra, 12 sporafundi, göngutúra, hugleiðslu og slökun, en ekki síst samveru í öruggu umhver‚ undir handleiðslu reyndra fagaðila. · FRÁHALD Í FORGANG I og II: 10 vikna framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og vilja áframhaldandi stuðning. Einnig fyrir þá sem eiga í er‚ðleikum með að viðhalda stöðugu fráhaldi. ∙ 12 SPORIN OG MATARFÍKN: 12 sporin eru fyrsta meðferðaefni skrifað út fyrir þá sem eiga við fíknir að stríða! ∙ VIÐTÖL: Skimunarviðtöl, samtals- og dáleiðslumeðferðir, leiðbeiningar um mataræðisbreytingar í fráhaldi. Næstu byrjendahópar heœast: 14.01.14., 4.03.14. og 29.04.14. Helgarnámskeið MFM miðstöðvarinnar í Ölveri 31.01.- 02.02. Fráhald í forgang framhaldshópar heœast í byrjun febrúar. 12 sporin og matarfíkn hefst 15.02.14. Áhugasamir ha¨ samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matar¨kn@matar¨kn.is Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar: „Mér nnst alveg frábært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og nnst mér þið vinna frábært og mjög svo þarft verk. Áfram MFM“. „Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lí mínu, hún er einstök og nálgast otuvandann og átraskanir út frá sjónarhorni fíknar. Vonandi lir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í samfélaginu“. NÝTT LÍF Á NÝJU ÁRI www.matarfikn.is S. 568 3868, www.matarkn.is K raftlyftingar njóta mikilla vinsælda og hef- ur iðkendum hér á landi fjölgað mikið á undan- förnum árum. Að sögn Maríu Guðsteinsdóttur, þjálfara hjá Kraftlyft- ingadeild Ármanns, Íslandsmeistara og Ís- landsmethafa í kraft- lyftingum er íþróttin góð alhliða styrktar- þjálfun sem hentar bæði keppnisfólki og þeim sem vilja halda sér í góðu formi. „Það er margt skemmtilegt og heillandi við kraftlyftingar og fólk getur bæði unnið að persónulegum mark- miðum, til dæmis að ná að lyfta ákveðinni þyngd og svo líka keppt um titla og met á mót- um. Ég mæli með því að fólk prófi að keppa og sumir kolfalla fyrir þessari íþróttagrein eftir að hafa keppt einu sinni,“ segir María. Þegar María byrjaði að stunda kraftlyft- ingar fyrir 12 árum var hún oft eina konan sem keppti á mótum en núna eru konur oft um þriðjungur keppenda og stundum helmingur. „Framtíðin í kraft- lyftingum er því björt og margir ungir og efnilegir keppendur og þeim á örugglega eftir að fjölga enn meir á komandi árum.“ Ekki þarf neinn ákveðinn grunn í íþróttum eða líkamsrækt til að mæta á æfingar hjá Kraft- lyftingadeild Ármanns og hvetur María áhugasama til að prófa. „Við tökum vel á móti öllum, bæði algerum byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.“ Góð tækni er mikilvæg undirstaða árangurs í kraftlyftingum og því er lögð mikil áhersla á hana í byrjun. „Dæmigerð æfing hjá byrjendum gengur því út á að læra tæknina, gera æfingarnar rétt og vinna með hóflegar þyngdir. Það er algengt að byrjendur æfi þrisvar sinnum í viku, klukkutíma í senn. Fólk getur síðan smám saman aukið álagið, æft oftar og lengt æfingarnar. Þegar iðkendur ná svo tökum á tækninni, geta þeir sem vilja farið að huga að keppni.“ Kraftlyftingar heilla marga Vinsældir kraftlyftinga hafa aukist mikið á undanförnum árum og hefur konum í greininni fjölgað mikið. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos María Guðsteinsdóttir þjálfari hjá Ármanni. Landsamtök hjólreiðamanna og aðildarfélög þeirra bjóða upp á reiðhjólatúra frá Hlemmi á hverjum laugardags- morgni fram á vor. Lagt er af stað klukkan 10.15 og því ráðlegt að mæta tímanlega á Hlemm. Í hjólreiðaferðun- um er lagt upp með að kynna fyrir fólki hvernig hægt sé að hjóla á rólegum götum og því hjálpað yfir þröskulda. Hjólað er rólega frá Hlemmi um götur og stíga borgar- innar og höfuðborgarsvæðisins og tekur hver ferð einn til tvo klukkutíma. Ekkert kostar að taka þátt og eru allir sem kunna að hjóla velkomnir. Fyrirvari er um að fólk hjóli á eigin ábyrgð að öllu leyti. Árni Davíðsson er leiðbeinandi í hjólaferðunum en hann er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna og hjólafærnikennari með meiru. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni hjolafaerni.is og á Facebook-síðunni Landssamtök hjólreiðamanna. Samgönguhjólreiðar á laugardögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.