Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 14
14 úttekt Helgin 3.-5. janúar 2014 Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M / S IA • N M 59 75 5 Atburðir ársins 2014 2014 verður við- burðaríkt ár í fréttum. Hér er stiklað á stóru yfir nokkra atburði sem ljóst er að verða á dagskránni. 100 ára afmæli Eimskips Þann 17. janúar verða 100 ár liðin frá stofnun Eim- skipafélags Íslands. Stofnfélagar voru fjölmargir félagið var kallað óskabarn þjóðarinnar. Stofnun félagsins markaði tímamót í Ís- landssögunni. „Skipasnauð þjóð á eylandi getur þegar á reynir í raun og veru enga björg sér veitt. Ósjálfbjarga tekur hún við því sem að henni er rétt. Þetta skildu þeir sem gengust fyrir stofnun Eimskipafélags Ís- lands,“ var skrifað um félagið í Morgunblaðið á 20 ára afmæli þess. Með stofnun Eimskips komust vöru- og farþegaflutningar til og frá landinu í hendur Íslendinga sjálfra. Allt frá því Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélagsins, kom til landsins árið 1915 hefur félagið gegnt lykilhlutverki við flutninga til og fá landinu. Vetrarólympíuleikar Vetrarólympíuleikarnir hefjast 6. febrúar í borginni Sochi við Svartahafsströnd Rússlands. Þar munu um 2000 íþróttakarlar og -konur frá um 90 þjóðum keppa í fimmtán greinum vetraríþrótta. Ekki er ennþá ljóst hve margir fulltrúar Íslands munu keppa á leikunum en nokkrir skíðamenn eru enn að vinna að því að tryggja sér þátttöku með keppni á mótum erlendis. Sveit- ar- stjórnar- kosningar Kosið verður til sveitar- stjórna í öllum 74 sveitar- félögum landsins þann 31. maí. Í Reykjavík er ljóst að skipt verður um borgarstjóra að kosn- ingunum loknum en Jón Gnarr hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Annar þekktur sveitarstjórnarmaður lýsti því yfir skömmu fyrir jól að hann hygðist draga sig í hlé; Gunnar I. Birgis- son en hann hefur verið í framlínu sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni í Kópavogi frá árinu 1990, ýmist sem bæjarfulltrúi eða bæjarstjóri. Það má búast við að prófkjör og uppstillingar framboðslista flokkanna muni setja mikinn svip á fréttaflutning fyrstu mánuði ársins. Strax í janúar rennur út framboðsfrestur vegna prófkjörs- ins sem Samfylkingin í Reykjavík ætlar sér að halda í byrjun febrúar. HM Þann 12. júní hefst heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu í Brasilíu. Þar leiða lið frá 32 þjóðum saman hesta sína og Spánverjar munu þar reyna að verja heimeistaratitilinn sem þeir unnu á HM í Suður- Afríku árið 2010. Við ramman reip verður að draga fyrir heims- meistarana að eiga við gestgjafana en Brasilíumenn hafa orðið heims- meistarar í hinni fögru íþrótt oftar en nokkur önnur þjóð. Íslenskir knattspyrnuáhuga- menn munu fylgjast með nokkrum trega með HM að þessu sinni, minnugir þess hve litlu munaði að íslenska liðinu tækist að vinna sér keppnisrétt á mótinu. Tap í um- spilsleikjunum við Króatíu síðast- liðið haust gerðu vonirnar að engu að þessu sinni. 70 ára afmæli lýðveldisins Þann 17. júní verða 70 ár frá því að lýðveldið Ísland var stofnað á Þing- völlum, ný stjórnarskrá öðlaðist gildi og öll stjórnskipuleg tengsl við Danakon- ung voru slitin. 2014 er árið þegar börnin sem fædd- ust á lýðveld- isárinu verða sjötug og komast á eftirlauna- aldur. Þau sem ákafast knúðu á um endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjör- tímabili nefndu gjarnan að þau EM í handbolta í Danmörku Íslenska karlalandsliðið á erfitt verkefni fyrir höndum á Evrópumótinu í handknattleik. And- stæðingarnir í riðlinum eru Norðmenn, Ung- verjar og Spánverjar og markmiðið er það eitt að komast úr riðlinum og í milliriðla, að sögn Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara. Fyrsti leikur- inn er gegn Norðmönnum 12. janúar í Álaborg. Mikil breyting hefur orðið á landsliðshópnum frá síðustu stórmótum, Ólafur Stefánsson er hættur sem kunnugt er, og Alexander Petterson er fjarverandi vegna meiðsla og fleiri eru á sjúkralista, þeirra á meðal Arnór Atlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.