Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 14

Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 14
14 úttekt Helgin 3.-5. janúar 2014 Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M / S IA • N M 59 75 5 Atburðir ársins 2014 2014 verður við- burðaríkt ár í fréttum. Hér er stiklað á stóru yfir nokkra atburði sem ljóst er að verða á dagskránni. 100 ára afmæli Eimskips Þann 17. janúar verða 100 ár liðin frá stofnun Eim- skipafélags Íslands. Stofnfélagar voru fjölmargir félagið var kallað óskabarn þjóðarinnar. Stofnun félagsins markaði tímamót í Ís- landssögunni. „Skipasnauð þjóð á eylandi getur þegar á reynir í raun og veru enga björg sér veitt. Ósjálfbjarga tekur hún við því sem að henni er rétt. Þetta skildu þeir sem gengust fyrir stofnun Eimskipafélags Ís- lands,“ var skrifað um félagið í Morgunblaðið á 20 ára afmæli þess. Með stofnun Eimskips komust vöru- og farþegaflutningar til og frá landinu í hendur Íslendinga sjálfra. Allt frá því Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélagsins, kom til landsins árið 1915 hefur félagið gegnt lykilhlutverki við flutninga til og fá landinu. Vetrarólympíuleikar Vetrarólympíuleikarnir hefjast 6. febrúar í borginni Sochi við Svartahafsströnd Rússlands. Þar munu um 2000 íþróttakarlar og -konur frá um 90 þjóðum keppa í fimmtán greinum vetraríþrótta. Ekki er ennþá ljóst hve margir fulltrúar Íslands munu keppa á leikunum en nokkrir skíðamenn eru enn að vinna að því að tryggja sér þátttöku með keppni á mótum erlendis. Sveit- ar- stjórnar- kosningar Kosið verður til sveitar- stjórna í öllum 74 sveitar- félögum landsins þann 31. maí. Í Reykjavík er ljóst að skipt verður um borgarstjóra að kosn- ingunum loknum en Jón Gnarr hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Annar þekktur sveitarstjórnarmaður lýsti því yfir skömmu fyrir jól að hann hygðist draga sig í hlé; Gunnar I. Birgis- son en hann hefur verið í framlínu sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni í Kópavogi frá árinu 1990, ýmist sem bæjarfulltrúi eða bæjarstjóri. Það má búast við að prófkjör og uppstillingar framboðslista flokkanna muni setja mikinn svip á fréttaflutning fyrstu mánuði ársins. Strax í janúar rennur út framboðsfrestur vegna prófkjörs- ins sem Samfylkingin í Reykjavík ætlar sér að halda í byrjun febrúar. HM Þann 12. júní hefst heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu í Brasilíu. Þar leiða lið frá 32 þjóðum saman hesta sína og Spánverjar munu þar reyna að verja heimeistaratitilinn sem þeir unnu á HM í Suður- Afríku árið 2010. Við ramman reip verður að draga fyrir heims- meistarana að eiga við gestgjafana en Brasilíumenn hafa orðið heims- meistarar í hinni fögru íþrótt oftar en nokkur önnur þjóð. Íslenskir knattspyrnuáhuga- menn munu fylgjast með nokkrum trega með HM að þessu sinni, minnugir þess hve litlu munaði að íslenska liðinu tækist að vinna sér keppnisrétt á mótinu. Tap í um- spilsleikjunum við Króatíu síðast- liðið haust gerðu vonirnar að engu að þessu sinni. 70 ára afmæli lýðveldisins Þann 17. júní verða 70 ár frá því að lýðveldið Ísland var stofnað á Þing- völlum, ný stjórnarskrá öðlaðist gildi og öll stjórnskipuleg tengsl við Danakon- ung voru slitin. 2014 er árið þegar börnin sem fædd- ust á lýðveld- isárinu verða sjötug og komast á eftirlauna- aldur. Þau sem ákafast knúðu á um endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjör- tímabili nefndu gjarnan að þau EM í handbolta í Danmörku Íslenska karlalandsliðið á erfitt verkefni fyrir höndum á Evrópumótinu í handknattleik. And- stæðingarnir í riðlinum eru Norðmenn, Ung- verjar og Spánverjar og markmiðið er það eitt að komast úr riðlinum og í milliriðla, að sögn Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara. Fyrsti leikur- inn er gegn Norðmönnum 12. janúar í Álaborg. Mikil breyting hefur orðið á landsliðshópnum frá síðustu stórmótum, Ólafur Stefánsson er hættur sem kunnugt er, og Alexander Petterson er fjarverandi vegna meiðsla og fleiri eru á sjúkralista, þeirra á meðal Arnór Atlason.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.