Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 03.01.2014, Síða 38
B rynjólfur Björns-son, sundþjálfari hjá Syndaselum, heldur námskeið fyrir ósynt, full- orðið fólk. Námskeiðin eru fjóra laugardagsmorgna í Sundhöll Reykjavíkur og hefst það næsta laugardag- inn 11. janúar. „Við erum í lítilli og grunnri kennslulaug svo það ná allir til botns. Yfirleitt eru ekki fleiri en sex manns á hverju námskeiði og ég er alltaf með nemend- um ofan í lauginni. Hægt og rólega lærir fólk að slaka á og öðlast öryggi í vatninu og upplifa þá vellíðan sem því fylgir,“ segir Brynjólfur sem veit ekkert skemmtilegra en að kenna fólki að halda sér í formi með því stunda sundíþróttina. Sjálfur var hann lengi keppnismaður í sundi og á að baki nokkur Íslandsmet og Íslandsmeist- aratitla. Á námskeiðinu fer hver og einn á sínum hraða og segir Brynjólfur suma verða synda eftir aðeins eitt slíkt námskeið. Aðrir taki tvö eða fleiri námskeið til að ná góðum tökum á grunn- inum. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk á fullorðinsaldri hafi ekki lært að synda. „Fólkið á nám- skeiðunum hjá mér er bæði innflytjendur sem hafa ekki lært að synda í barnæsku og Íslendingar sem af ýmsum ástæðum hafa ekki getað stundað sundið fyrr á ævinni.“ Í starfi sínu sem sund- kennari í gegnum árin hefur Brynjólfur séð marga nemendur blómstra í lauginni og í framhaldinu farið að stunda sundið reglulega sér til heilsubótar. „Stund- um hitti ég fólk nokkrum árum eftir að það hefur lokið námskeiði og það þakkar mér kærlega fyrir kennsl- una. Einu sinni var ég knúsaður úti í matvörubúð tveimur árum eftir að námskeiði lauk. Það er virkilega gott að finna hversu þakklátt fólk er fyrir að hafa lært að synda.“ 38 heilsa Helgin 3.-5. janúar 2014 Hægt og rólega lærir fólk að slaka á og öðlast öryggi í vatninu og upplifa þá vellíðan sem því fylgir. Höfum opnað náttúrulækningastofur að Strandgötu 33, Hafnarfirði Ertu tilbúin/n í 3ja mánaða umbreytandi vinnu með heilsuna þína? Byrjum í janúar. Einkaviðtöl - Grasalækningar - Olíumeðferðir - Augnlestur Upplýsingar og tímapantanir: Heilsumeistarar ND Ásta Ólafsdóttir asta.olafsdottir@gmail.com 899 2239 Katrín Níelsdóttir katrinniels@gmail.com 864 2560 FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR kramhusid.is 551·5103&551·7860 Komdu!Byrjum 6. janúar SKRÁNING STENDUR YFIR í Kramhúsið » Yoga » Leikmi » Pilates DANSNÁMSKEIÐ beyoncé · bollywood afró · house dans burlesque · tangó húlla · magadans zumba balkan contemporary FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ fyrir 3ja til 16 ára Dans og skapandi hreyng tónlistarleikhús · breikdans popping · yoga · afró FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR Námskeið fyrir ósynda og vatnshrædda Brynjólfur veit ekkert skemmti- legra en að kenna fólki að halda sér í formi með því að stunda sundí- þróttina. Brynjólfur Björns- son kennir ósynd- um í grunnri laug í Sundhöll Reykjavíkur. Sumir verða syndir eftir eitt slíkt námskeið en aðrir taka tvö eða fleiri til að ná tök- um á grunninum. Margir nemenda hans hafa í fram- haldinu farið að stunda sund reglulega sér til heilsubótar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.