Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 07.02.2014, Qupperneq 2
ÞETTA ER MÁLIÐ 2014 Kaffimál og áfylling allt árið aðeins 2.490 kr. Vinur við veginn Mikil fjölgun gistinátta í jólamánuði Gistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 5%, segir Hagstofa Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu voru 93.200 gistinætur á hótelum í desember sem er fjölgun um 27% miðað við desember 2012. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 2.200 gistinætur sem er fjölgun um 135% miðað við sama tímabil 2012. Á Suðurlandi voru gistinætur 9.600 í desember sem er aukning um 66% frá fyrra ári. Á Austurlandi voru gistinætur 1.700 sem er 62% aukning samanborið við desember 2012. Á Suðurnesjum voru 6.000 gistinætur í desember sem er aukning um 48% frá fyrra ári. Á Norður- landi voru gistinætur 4.500 í desember og fjölgaði um tæp 8% samanborið við desember 2012. - jh Vöruskipti hagstæð um nær 70 milljarða Vörur voru fluttar út í desember fyrir tæpa 45,7 milljarða króna og inn fyrir rúma 41,2 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hag- stæð um 4,4 milljarða króna. Í desember 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 3,8 milljarða króna á gengi hvors árs, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Allt árið 2013 voru fluttar út vörur fyrir 610,7 milljarða króna en inn fyrir 541,3 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 69,4 milljörðum króna, en árið 2012 voru þau hagstæð um 77,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,9 milljörðum króna lakari árið 2013 en árið 2012, samkvæmt bráðabirgðatölum. -jh Tveir þriðju nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur Tveir þriðju nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur. Háskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið sem tölfræðilegar upplýsingar um nem- endur í fjarnámi í fjórðungnum. Alls eru 158 nemendur á skrá, þarf af eru 66% konur, að því er fram kemur í tilkynningu Austurbrúar. „Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á Austurlandi líkt og undanfarin ár. Þeir sækja nám við alla háskóla landsins og í fjölda greina, s.s. félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, menntavísindum og raunvísindum. Liðlega þriðjungur nemenda, eða 39%, eru þrítugir eða yngri, 31% er á milli 31 og 40 ára. Ungar konur eru langstærsti hluti nemenda, eða 27%, karlar dreifast jafnar á milli aldurshópanna. Nokkur skýr kynjaskipt- ing er í námsvali, konur er t.a.m. í 33% tilvika í námi í menntunar- og uppeldis- fræðum. 25% karla eru tækni- og verk- fræðinámi og önnur 23% í viðskiptum,“ segir enn fremur. Háskóla- og rannsóknasvið stendur nú fyrir könnun með starfandi kennara á öllum skólastigum, að því er segir í til- kynningunni, þar sem verið er að kanna hver vilji þeirra og þarfir eru í símenntun og á hvaða sviðum hennar er helst þörf. Ef í ljós kemur að á Austurlandi eru fjölmennir hópar með svipaðar þarfir, hyggst sviðið leita til háskóla um úrræði fyrir þessa hópa í heimabyggð. Hug- myndin er að verkefnið verði tilrauna- verkefni um þjónustu við fagstéttir. - jh  StjórnSýSla lögregluStjóraembætti verði átta í Stað fimmtán Sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hélt fund á Hvolsvelli og kynnti frumvörp um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu. Með ráðherra á myndinni eru Þórólfur Halldórsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Ólafur Helgi Kjartans- son, Drífa Kristjánsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd/Innanríkisráðuneytið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur frumvörpum sem gera annars vegar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra. Frumvörpin gera ráð fyrir að sýslumannsembættum fækki úr 24 í 9 og lögregluembættum úr 15 í 8. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar 2015. Tilgangurinn með stærri rekstrareiningum sýslumannsembætta er, að því er ráðuneytið greinir frá, að auka og efla þjónustu ríkisins í héraði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Á sama hátt er tilgangurinn með breytingum á umdæmum lögreglustjóra að auka samhæfingu og samstarf innan lögreglunnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar, efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna alfarið lögreglustjórn. Hanna Birna kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaðar breytingar á fundi á Hvolsvelli fyrir fulltrúum sveitar- félaga á Suðurlandi. Vel var mætt á fundinn og fulltrú- ar hinna ýmsu sveitarstjórna á Suðurlandi tóku þátt í umræðum. Með ráðherra á fundinum voru formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, formaður Sýslumannafélagsins, varaformaður Lögreglustjóra- félagsins og þeir embættismenn ráðuneytisins sem að málinu koma. Fundurinn á Hvolsvelli var sá fyrsti í röð funda innanríkisráðherra til að fá fram álit og ábendingar heimamanna vegna þessara breytinga. -jh Þ að er komin smá bóla á fast-eignamarkaðnum núna í byrjun árs. Þeir sem hafa verið að bíða með að kaupa geta einfald- lega ekki beðið lengur og eru að reyna að festa sér húsnæði. Eftirspurnin er meiri en framboðið,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, framkvæmdastjóri Valhallar fasteignasölu og löggiltur fasteignasali. Margir ákváðu að bíða eftir endurútreikn- ingi húsnæðislána þar til þeir festu sér nýja eign, auk þess sem enn er ekki komið í ljós hvort og þá hvenær verður staðið við loforð stjórnmálamanna um afnám verð- tryggingarinnar, en þó er orðið ljóst að niðurfærsla lána fer ekki yfir fjórar millj- ónir. Eiríkur Svanur Sigfússon, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Ási, segist einnig finna fyrir auknum áhuga fasteignakaupenda. „Almennt er markað- urinn á uppleið. Íbúðir sem eru 100% veð- settar hjá Íbúðalánasjóði fara alltaf strax. Þegar við setjum auglýsingar um slíkar íbúðir á netið verður allt gjörsamlega vitlaust. Þá þarf fólk að leggja mun minna út en þegar íbúðirnar eru veðsettar hjá bönkunum. Íbúðir sem líta illa út og eru á lægra verði fara líka mjög hratt. Það virðast allir hugsa það sama, ætla að gera íbúðirnar upp og græða,“ segir hann. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir þess- um illa förnu íbúðum hefur verð þeirra þó hækkað mikið og segir Ingólfur að oft séu þetta ekki endilega bestu kaupin. „Verðið á þeim hefur nálgast mjög verðið á fullbúnum íbúðum og það borgar sig því oft að kaupa þær frekar,“ segir hann. Á Framkvæmdaþingi Húsamiðjunnar, sem haldið var í gærmorgun um stöðu og horfur á byggingamarkaði, kynnti Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi frá Capacent, grein- ingu á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Þar kom fram að bjartsýni ríkir á markaðnum, en fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgar og færri íbúar eru í hverri íbúð. Árleg íbúðaþörf hefur því aukist og á árunum 2009 til 2012 var byrjað að byggja alls 901 íbúð en árið 2013 var byrjað að byggja 1.520 íbúðir. Ingólfur Geir segir að þegar þessar nýbyggingar koma á markað muni nást meira jafnvægi en hann telur að jafnvel séu ekki nema tveir til þrír mánuðir til að það gerist. Sem fyrr eru eignir í póstnúmerum 101 og 107 afar eftirsóttar. „Á þessu svæði hafa stórir sjóðir á borð við Gamma hins vegar keypt upp eignir og fermetraverðið komið út í algjöra vitleysu þannig að fólki blöskrar. Fleiri leita því í úthverfin,“ segir hann. Tveggja til fjögurra herbergja íbúðir eru enn eftirsóttastar og hafa því hækkað í verði. „Nú er svo komið að verðmunur á þeim og stórum eignum, raðhúsum og ein- býlishúsum er í sögulegu lágmarki. Fólk er farið að átta sig á því og þess vegna er að færast líf í sölu á stærri eignum. Þeir sem hafa þurft að stækka við sig grípa nú tækifærið,“ segir Ingólfur Geir. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fasteignabóla í ársbyrjun  faSteignir mikill fjöldi nýbygginga kemur á markað á árinu Umframeftirspurn er á fasteignamarkaði eftir tveggja til fjögurra her- bergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Illa farnar íbúðir sem þarfnast andlitslyftingar eru ekki lengur endilega bestu kaupin því þær hafa hækkað mikið og slegist er um íbúðir sem eru að fullu veðsettar hjá Íbúðalánasjóði. Verðmunur á minni og stærri eignum er í sögulegu lágmarki og því er líf að færast í sölu á stórum eignum. Umframeftirspurn er eftir minna íbúð- arhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu en framkvæmda- stjóri Valhallar fasteignasölu reiknar með að markaðurinn nái jafnvægi á næstu mánuðum þegar fjöldi nýbygginga fer á markað. Ljósmynd/Hari Fer- metra- verðið þar er komið út í algjöra vitleysu þannig að fólki blöskrar. 2 fréttir Helgin 7.-9. febrúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.