Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Page 26

Fréttatíminn - 07.02.2014, Page 26
Löður er með Rain-X á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Margir kannast við Maríus Sverrisson. Sumir muna eftir honum frá níunda áratug síðustu aldar en þá hann vakti athygli fyrir uppistand og drag ásamt góðvini sínum Páli Óskari á meðan aðrir þekkja hann sem son Möggu Pálma kórstýru með meiru. Flestir hafa þó heyrt af góðu gengi hans í söngleikjum utan landsteinanna. Hann er alkominn heim og frumsýnir grínsöng- leikinn Spamalot í leikstjórn Hilmis Snæs í Þjóðleikhúsinu nú í febrúar. Þar mun hann dansa og syngja eins og honum einum er lagið tuttugu árum eftir að hann steig þar fyrst á svið. K ona úr Sandgerði sagði mér frá því að þegar Margrét Pálmadóttir kórstýra byrjaði að kenna tónlist í þorpinu hafi hún án efa verið það flippaðasta sem þorpið hafði áður kynnst. Hún var öðruvísi en allir aðrir, nýkom- in úr söngnámi frá Vínarborg og síðan eru liðin 30 ár. Þessi sama kona úr Sandgerði sagði mér líka að sonur flippaða söngkennarans hafi stundum komið með í vinnuna en hann hafi líkt og söngkennar- inn heillað alla upp úr skónum því hann var svo hrikalega sætur og sjarmerandi. Sonurinn var auðvitað Maríus og hann er löngu orðin stór en heldur samt áfram að heilla alla í kringum sig og uppi á sviði þar sem hann hefur sungið, leikið og dansað í 20 ár. Og nú er hann meira að segja farinn að stjórna kór, eins og mamma hans. Alltaf að leika sér „Já, ég var bara alltaf syngjandi og dansandi sem krakki. Búandi til einhver leikrit og „performanca“ í kjallaranum heima með vinum en aðallega vinkonum. Svo það hefur semsagt bara ekkert breyst,“ segir Maríus og skellihlær sínum smitandi hlátri. „Ég er í rauninni alltaf að leika mér, það er bara orðið aðeins meira „professional“ núna.“ Hann segist alltaf hafa haft þörf fyrir að koma fram og búa eitthvað til og móðir hans að sjálfsögðu haft mótandi áhrif á hann. „Við mamma höfum alltaf verið góðir vinir og átt gott samband. Hún hefur verið ótrúlegur stuðningur í kórastarfinu hjá mér og alltaf til í að hjálpa.“ Maríus stofnaði Kvennakórinn Hrynjandi ásamt nokkrum vin- konum stuttu eftir að hann flutti heim frá Berlín fyrir þremur árum og segir stofnun hans vera hluta af þessari þörf fyrir að taka þátt í skemmtilegum verkefnum með góðu fólki. „Við stofnuðum kórinn þegar ég var nýfluttur heim. Lísa Kristjáns vinkona hringdi í mig og vildi byrja að syngja í hóp og fá mig sem kórstjóra. Þetta byrjaði hægt og rólega, fyrst var mætingin svona upp og ofan, en nú er þetta tekið mjög alvarlega og það hefur mynd- ast rosalega góður kjarni í hópnum. Þetta eru konur úr öllum áttum en eina skilyrðið fyrir inntöku er að vera skemmtilegur. Við höfum tekið þátt í allskonar uppákomum, leikhúsi listamanna og listahátíð, haldið vor- og jólatónleika, auk þess að troða upp hér og þar um bæinn. Nú erum við á leiðinni til Berlínar í júní þar sem við munum syngja á tvennum tónleikum. Svo eru reynd- ar nokkur mjög spennandi verkefni sem liggja í loftinu en ég má ekki segja frá þeim ennþá,“ segir Maríus mjög sposkur á svip. Leitandi unglingur Maríus er svo heppinn að vinna við það sem hann elskar og elskaði alltaf að gera sem krakki, að syngja, dansa og leika. Það lá eiginlega beint við að hann færi í söngleikj- anám þó hann hafi ekki séð það sjálfur fyrr en löngu eftir á. „Ég var semsagt stöðugt dansandi svo einn daginn sögðu foreldrar mínir „jæja það er best að senda bara drenginn í dans fyrst hann er dansandi allan daginn“ og ég var skráður í ballett átta ára og var þar til tólf ára aldurs. Ég hætti í ballett þegar unglings- árin byrjuðu og fór að leita fyrir mér í hinu og þessu, eins og til dæmis afródansi og hipp hoppi. Ég vissi í raun ekkert hvað mig langaði að gera. Ég byrjaði aðeins í MH en hætti því, ekki því ég væri svo „laid back“ heldur frekar því ég var of orkumikill. Og bara frekar „lost“, eins og flestir unglingar held ég. Mig langaði að leika, dansa, syngja og setja upp „show“ en vissi ekk- ert hvert ég ætti að fara með alla þessa orku.” Nú fer Maríus aftur að hlæja, í þetta sinn af því hvað týndir unglingar geta verið fyndnir og það er nokkuð augljóst að hann hefur einstakan hæfileika til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. „Lífið á að vera létt og skemmtilegt“  Í draumahlutverKið Í Kjölfar söngleiKjaferils ytra Maríus Sverrisson. „Ég vinn við það sem ég elska.“ Ljósmyndir/Hari „Ég var kominn þarna á einhvern endapunkt og það var mjög mikil- vægt fyrir mig að fara að gera eitt- hvað sem skipti meira máli fyrir mig pers- ónulega“ 26 viðtal Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.