Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 34
34 matur & vín Helgin 7.-9. febrúar 2014  vín vikunnar Vistamar Brisa Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Sauvig- non Blanc. Uppruni: Chile, 2013. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúð- unum: 1.599 kr. (750 ml) Umsögn: Létt og ferskt Sauvignon Blanc hvítvín frá Chile á góðu verði. Frískandi í skamm- deginu og skilar því sem það á að skila. Cuvee Jean Paul rautt Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Grenache, Syrah. Uppruni: Frakk- land, 2012. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúð- unum: 1.699 kr. (750 ml) Umsögn: Rauðvín hins franska Jóns Páls. Góð blanda af Grenache og Syrah þrúgunum sem skilar prýðis- góðu mildu víni með berjabragði. Poggio al Casone Chianti Superiore Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Sangio- vese, Canaiolo. Uppruni: Ítalía, 2011. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúð- unum: 1.999 kr. (750 ml) Umsögn: Skemmtilegt miðlungs kröftugt rauðvín frá Chianti-hér- aðinu í Toskana. Hentar ágætlega með hvers kyns kjötmeti, jafnvel af feitari gerðinni. Sólargeisli með vetrarmatnum Febrúar er ekki beint líflegasti mánuður ársins. Flestir eru búnir að fá nóg af vetrinum og láta sig dreyma um þá dýrðardaga þegar götur og gangstéttir eru ekki ísi lagðar. Þá er ekki ónýtt að láta hugann reika til sólríkrar Ítalíu. Og ef við komumst ekki þangað þá er það næst besta að fá smá hluta af Toskana til okkar. Bolgheri-svæðið er þekkt fyrir frábær og fáguð vín, með þeim betri sem koma frá Toskana. Aska Bolgheri frá Banfi framleiðandanum er prýðisdæmi um vín frá þessu svæði. Vínið er kryddað og eikað með mikilli fyllingu. Það hentar vel með miklum og þungum vetrarmat en yljar manni um leið um hjartaræturnar eins og góður sólardagur við suðurhöf. Banfi Aska Bolgheri Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Cabernet Franc, Cabernet Sauvignon. Uppruni: Ítalía, 2010. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.693 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Ekta vetrarsúpa Þórir Bergsson, sem rekur hinn vinsæla veitingastað Bergsson mathús, býður gjarnan upp á ljúffengar súpur. Hér er uppskrift frá honum að ekta vetrarsúpu. Þórir mælir með góðu súrdeigsbrauði með súpunni, hummus eða grænu eða rauðu pestói. Linsubaunasúpa með græn- meti hvítlauk og engifer. Fyrir 4-6 manns. 2 laukar 4-6 rif hvítlaukur. garðablóðberg, ferskt eða þurrt. 2 stk lárviðarlauf. 1-2 dósir heill tómatur, kreistur. 1 lítil dós tómatpurré. 1 bolli linsubaunir. 3 teningar grænmetiskaftur rapunchel. (lífrænn) Einn þumall engifer, skorið. Chili, ferskt eða flögur eftir smekk. Salt og pipar. 1/2 sítróna. Olía, má vera venjuleg grænmetisolía eða ólívuolía. 2 l vatn, má bæta í eftir á. Fullt af grænmeti, eftir því hvað þú átt í ísskápnum en það má vera hvað sem er; paprika, sætar kartöflur, gulrætur, blaðlaukur, kartöflur, steinseljurót, sveppir o.fl. Þú hitar olíu í potti og tekur skorinn lauk, hvítlauk, engifer, chili og sítrónu skorna í helming, setur allt í pottinn og svitar vel. Svo kemur grænmetiskraftur, blóðberg og lárviðarlauf, linsubaunirnar eru látnar í og hrært saman, síðan tómatur og tómat purré. 1 lítra af vatninu er komið í og suða látin koma upp, gott að sjóða í u.þ.b. 10 mín og þá er best að taka sítrónuna úr og koma restinni af vatninu í og grænmetið fer í. Látið sjóða þar til allt er orðið mjúkt undir tönn smakkað til með salti pipar og chili. Intis Malbec Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni: Argentína, 2013. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúð- unum: 1.599 kr. (750 ml) Baileysterta pekanpæ jarðarBerjakaka kökur og kruðerí að hætti jóa Fel rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi sími: 588 8998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.