Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 07.02.2014, Qupperneq 40
40 heimili Helgin 7.-9. febrúar 2014 Ólafur Þór Erlendsson húsgagna- og innanhússarkitekt, FHI Hani, krummi, hundur, svín er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Sylvía Kristjánsdóttir Grafískur hönnuður FÍT Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun Efni: Húðað, útskorið ál. Verð: kr. 11.900,- Til í þremur litum - Einnig fleiri útgáfur með öðrum dýramyndum. Hönnunarteymið: Hár úr hala K raftaverk L eifur Welding hefur hannað og haft yfirum-sjón með uppsetningu marga af þeim fallegu veitingastöðum, kaffihúsum, hótelum og verslunum sem opnuð hafa verið í Reykjavík og víðar á landinu á undanförnum árum. Núna í næstu viku opnar veitingastaðurinn KOL við Skólavörðu- stíg þar sem Leifur og hans fólk sá um hönnun og gerð heildarmyndar staðarins. Leifur lærði húsasmíði og vann áður fyrr hjá A. Karlssyni við innflutning húsgagna og innréttinga. „Svo æxlaðist það þannig að maður hafði sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir ættu að vera og þá þróaðist þetta í þá átt að ég fór að taka að mér að sjá um uppsetn- ingu veitingastaða, hótela, verslana og kaffihúsa frá upphafi til enda. Það var alls ekki stefnan að starfa við þetta þó ég hafi alltaf haft brennandi áhuga á arkitektúr og hönnun,“ segir Leifur. Hver fersentimetri skiptir máli Starfstitill Leifs er „concept creator“ og þaðan kemur nafn fyrirtækis hans W CONCEPT CREA- TION, en það felur í sér að koma að hönnun og upp- byggingu staða og er þá ekkert smáatriði undan- skilið. „Við sköpum heildarmyndina í samvinnu við rekstaraðila í hverju og einu verkefni. Oft byrjum við vinnuna okkar algerlega frá byrjun, eða frá deiliskipulagi. Þegar það er búið höldum áfram allt ferlið þangað til starfsemin hefst í húsinu. Stærstu verkefnin núna er hönnun tveggja stórra hótela á Íslandi ásamt margra stórra veitingastaða og verslana. Þar á meðal er 100 her- bergja hótel við Geysi í Haukadal, sem verður fjög- urra stjörnu SPA hótel. Við hönnum líka skrifstofur, verslanir, einka- húsnæði, nætur- klúbba, kaffihús og fleira.“ Í uppsetningarferlinu er Leifur og hans fólk til staðar allan tímann þar sem það hefur umsjón með að allt sé gert samkvæmt áætlun. „Maður er mikið á ferðinni og endalaust að taka verkið út og fylgjast með. Að mínu mati er það lykilatriði svo vel takist til að vera til staðar. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á og þá þýðir ekki vera langt í burtu. Þessi vinna er líka mikið tilfinningamál. Það er ekki bara að gera eitthvað, heldur erum við í þessu af lífi og sál og hver einasti fersentmetri skiptir máli.“ Ástríðunni fylgir fullkomnunarárátta Mikilvægt að hlusta Við hönnun á heildarmynd veitingastaðar eða annars reksturs hefur Leifur sérhæft sig í því að hanna í kringum ákveðnar rekstrarforsendur. „Þetta er ekki eins og að hanna heimili eftir smekk einhvers heldur þarf að greina markað- inn á hverjum og einum stað og sjá hvað passar og virkar.“ Að opnun hvers nýs staðar kemur yfirleitt stór hópur og að- spurður hvort ekki sé erfitt að komast að niðurstöðu um það hvernig best sé að hafa hlutina segir Leifur svo ekki vera. „Það er algjört lykilatriði að kunna að hlusta á viðskiptavinina og því er ekki verra að vera góður í mann- legum samskiptum.“ Frá einu verkefni til annars er það mikið til sami hópur fólks sem Leif- ur vinnur með. „Það fer eftir hverju og einu verkefni. Þegar verkefnin eru stór eins og í stórum hótel- verkefnum þá þekkjast ekki allir, en það hefur ekki verið vandamál en auðvitað er það öðruvísi við smærri verkefni eins og kaffihús eða veit- ingastaði. Yfir höfuð er þetta hópur sem þekkist orðið vel. Við þekkjum hvernig iðnaðarmennirnir vinna og það er gagnkvæmt. Ég hef notið þess að vinna með alveg ofboðslega kláru fólki á sínu sviði í þessum verkefnum.“ Vinnan er áhugamálið Leifur fylgist mjög vel með því sem er í gangi á hverjum tíma og ferðast mikið um heiminn til að fá innblást- ur í hönnun sína og skoðar hótel og veitingastaði og sækir sýningar reglulega um allan heim. „Það er brjáluð vinna að halda hausnum allt- af uppfærðum og ferskum en bara hluti af þessu og virkilega skemmti- legt. Ég tel að lykillinn að því að ganga vel sé að hafa gaman af því sem maður er að fást við. Vinnan er mitt helsta áhugamál og er því eitt það skemmtilegasta sem ég geri.“ En hvernig tilfinning skyldi það vera að fara út að borða á stað þar sem maður hefur sjálfur hannað hvert smáatriði? „Það er góð til- finning að setjast niður og anda að sér verkefninu þegar það er tilbúið, hvort sem það er veitingastaður, kaffihús eða hótel. Maður er samt endalaust að gagnrýna sjálfan sig og finnur yfirleitt eitthvað sem hefði mátt fara betur en það er bara eitt- hvað sem fylgir því að gera hlutina af ástríðu.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Leifur Welding hefur komið að hönnun marga þeirra flottu veitingastaða og kaffihúsa sem sprottið hafa upp hér á landi að undan- förnu. Fyrirtækið hans W CONCEPT CREATION sér um að skapa heildarmynd staða og er þá ekkert smáatriði undan- skilið. Leifur Welding á heiðurinn að hönnun á heildarmynd marga veitinga- staða, kaffihúsa og verslana hér á landi. Hann lærði húsasmíði og hefur alltaf haft brenn- andi áhuga á arkitektúr og hönnun. Fyrir honum eru verkefnin ekki aðeins vinna heldur tilfinn- ingamál sem hann sinnir af lífi og sál. W CONCEPT CREATION hannaði heildarmynd veit- ingastaðarins Fjalar- kattarins í miðbæ Reykjavíkur. Ljósin á Grillmark- aðnum hafa hlotið verðskuld- aða athygli. Hlý- leg og notaleg stemn- ing á Primo við Grensásveg. Leif- ur og hans fólk hannaði heildarmynd veitingastaðarins Sushi Samba. Skemmti- legir litir og falleg hönnun á Sushi Samba við Þingholts- stræti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.