Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Page 60

Fréttatíminn - 07.02.2014, Page 60
 Í takt við tÍmann vordÍs EirÍksdóttir Mætir í ræktina klukkan sex á morgnana Vordís Eiríksdóttir er 24 ára veðurfréttakona frá Neskaupstað. Hún er í masters- námi í jarðeðlisfræði með áherslu á jarðhita. Vordís byrjaði í veðurfréttunum á Stöð 2 í nóvember og hefur fengið að heyra að það sé búið að vera vont veður síðan hún byrjaði. Hún vonast til að geta staðið undir nafni á næstunni. Staðalbúnaður Ef mér gefst tækifæri til þess reyni ég að kaupa sem mest af fötum í útlöndum. Undanfarið hef ég gengið mikið í skrautlegum leggings, bleiser- jökkum, fínum bolum og kósí peysum. Annars hef ég ferðast með Strætó í vetur og það takmarkar svolítið fatavalið. Ég er ekki mikið á hælum í hálkunni þessa dagana. Ég er yfirleitt í Timberland- skóm og Þórsmörk parka-úlpu. Hugbúnaður Mér finnst skemmtilegra að hitta vinkonur mínar á kaffihúsum eða að vera í heimapartíum en að fara niður í bæ að skemmta mér. Það er kannski sveitastelpan í manni sem ræður því. Ég reyni að mæta klukkan sex á morgnana í ræktina til að ná þar tveimur tímum. Svo er ég að vinna uppi í Orkuveitu og þess utan er ég formaður nemendafélagsins Foldu og aðstoðar- manneskja á Dale Carnegie-nám- skeiðum fyrir ungt fólk. Það er því ekki mikið um lausar stundir en þegar ég á frítíma reyni ég að hitta vinkonur mínar. Eða eyði honum í nördaskap á netinu. Ef ég fæ áhuga á einhverju þá sökkvi ég mér í það, hvort sem það er líkamsrækt, lyftingar, næringarfræði eða eitthvað annað. Ég lærði innhverfa íhugun fyrir tveimur árum og það gefur mér mikið þegar tími gefst til að stunda hana. Vélbúnaður Ég er svolítið Mac-óð, er með Macbook Pro, iPhone 5 og iPod Nano. Líf mitt er skipulagt út og inn í sím- anum og ég er með allt í honum. Þau öpp sem ég nota mest eru Instagram, Facebook og Strætó. Svo er ég með svona notes og skrifa alltaf allt sniðugt sem mér dettur í hug niður. Ég er með frekar of- virkan huga og þarf að skrifa allt strax niður. Aukabúnaður Uppáhaldsgræjan mín í eldhúsinu er safavélin mín. Ég hef ekki mikinn tíma til að elda en ég útbý mér alltaf nesti á kvöldin. Þá sýð ég egg og geri eitthvað úr avokadó, kotasælu, ávöxtum, hnetum, möndlum og fleiru. Það kemst ekki meira fyrir í dagskránni hjá mér í dag en þegar ég klára mastersnámið er ég komin með langan „to do“ lista sem verður gaman að vinna á. Uppáhaldsstaðurinn minn er sveitin hjá mömmu og pabba í Norðfirði. Það er yndislegt að fara þangað og hlaða batteríin. Mannréttindi hversdagsins föstudaginn 7. febrúar kl. 13.00 – 17.00 á Grand Hóteli Málþingsstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Síðasti skráningardagur er 6. febrúar. Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is MÁLÞING Sveitarfélög og fatlaðir íbúar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 2 6 6 Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands Ávarp: Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Aðferðafræði, þátttakendur og framkvæmd rannsóknarinnar Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Reynsla fatlaðs fólks og öryrkja sem íbúa sveitarfélaga Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum Reynslusögur íbúa Arnar Helgi Lárusson, íbúi í Reykjanesbæ og Kári Auðar Svansson, íbúi í Reykjavík Fyrirspurnir og umræður Kaffihlé Reynsla sveitarstjórnarfólks og starfsmanna sveitarfélaga Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Reynsla starfsfólks sveitarfélaga Soía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar Fyrirspurnir og umræður Viðhorf almennings til fatlaðs fólks, öryrkja og velferðarþjónustu sveitarfélaga Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Fyrirspurnir og umræður 13.00 13.05 13.15 13.25 14.15 14.35 14.50 15.20 16.00 16.15 16.30 16.45 Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar. Dagskrá:  appafEngur „How to make origami“ Origami er japönsk list við að brjóta pappír og hefur öðlast vinsældir víða um heim, og var origami meðal annars kynnt á japönskum dögum í Háskóla Íslands. Pappírsbrotin geta verið allt frá því að vera afar ein- föld yfir í mjög flókin. Börnum finnst einfalt origami almennt mjög heillandi og tilvalið að hlaða niður appinu „How to make origami“ og föndra aðeins með börnunum. Appinu fylgja góðar leiðbeiningar til að búa til fugl, bát, box, samúræjahjálm, hús, blóm og hjarta. Appið er ókeypis en fyrir rúman einn Banda- ríkjadollara er hægt að kaupa 10 leiðbeiningar til við- bótar, og fyrir tæpa fjóra dollara fást leiðbeiningar til að gera 40 origami í viðbót. Ódýr og skemmtileg leið til að hafa ofan af fyrir sér og öðrum, auk þess sem origami-fígúrurnar vekja alltaf aðdáun. Vordís Eiríksdóttir ólst upp í Neskaupstað en flutti nítján ára gömul á mölina til að hefja háskólanám. Hún er ánægð í starfi sínu sem veðurfréttakona á Stöð 2. Ljósmynd/Hari TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 60 dægurmál Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.