Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 32

Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 32
 Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14 ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi, hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm, sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleið- beiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í baki? V O L1 30 10 1 Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í baki! Þrjú kvöld eftir þrettánda Þ Það fóru þrjú kvöld í seríurnar núna – ég segi og skrifa þrjú kvöld – ekki þegar ég setti þær upp fyrir jólin heldur þegar ég tók þær niður. Samt er ekki eins og ég skreyti húsið ljósum, á því var ekki ein einasta sería. Þær voru heldur ekki á trjám í garðinum því þar eru meðvitað engin tré, bara steypa, grjót og stöku runni. Seríurnar voru allar á jólatrénu. Við sóttum það í sveitina og freistuð- umst til að hafa það í stærri kantinum vegna þess að lofthæðin í stofunni leyfir það. Það þýddi að ég þurfti tröppu til þess að koma ljósalengjunum fyrir á trénu – og ekki nóg með það. Kústskaft var nauðsynlegt til þess að smokra þeim sem hæst áttu að sitja yfir trjátoppinn. Það var því Clark Griswold stæll á mér þegar ég kom þeim á sinn stað kvöldið fyrir Þorláksmessu. Samt gekk það furðanlega en ekki dugðu færri en ellefu seríur á risann, þar af ein hundrað ljósa. Verkinu lauk ég á kvöldstund með jólaplötu á fóninum. Pavarotti hjálpaði með því að þruma í gegnum Ó helga nótt og Carre- ras dró ekki af sér í Panis Angelicus – hið sama gerði Diddú meðan ég tyllti mér á tær efst í tröppunni, vopnaður kúst- skaftinu. Hremmingarnar byrjuði ekki fyrr en daginn eftir þrettánda. Bæjaryfirvöld í Kópavogi sinna þegnum sínum betur en borgaryfirvöld í Reykjavík og sækja brúkaða trjásterti eftir jólin, svo fremi borgararnir komi þeim að lóðamörkum. Það er skynsamlegt og umhverfisvænt að senda nokkra kalla á vörubíl að sækja trén fremur en stefna hverjum og einum í Sorpu með sitt tré. Reykvíkingar eru um það bil fjórum sinnum fleiri en Kópa- vogsbúar svo það eru ansi margar bunur með eitt tré í hverjum höfuðborgarbíl. Ef við gefum okkur að það séu fjórir í meðal- heimili eru þetta nokkurn veginn þrjátíu þúsund ferðir, miðað við hefðbundna máladeildarstærðfræði. Í tilfelli okkar hjóna var ekki um stert að ræða heldur tveggja manna tak. Ég sá út um gluggann að nágrannar mínir komu sínum trjám samviskusamlega út á gangstétt. Það var því ekki eftir neinu að bíða, tréð hafði lokið sínu hlutverki. Ég sótti tröppuna út í skúr, greip kústinn og vatt mér að trénu. Það er hins vegar flóknara að ná ellefu seríum af þriggja metra háu jólatré en hengja þær á. Fyrst reyndi ég að ná einni í senn og rifjaði upp í hvaða röð ég hafði raðað þeim á tréð. Það gekk ekki. Rafsnúrurnar þvældust hver um aðra. Grípa varð til stórtækari aðgerða. Ég ruddi öllu draslinu af, ellefu seríum með mörg hundr- uð ljósum. Tréð stóð strípað eftir svo hægt var að koma því burt. Við drösluðum því út og að lóðamörkum. Hálfur sigur var unninn, Kópavogskallarnir gátu sótt tréð og við sópað upp öllu barrinu sem eftir varð. Verri var hins vegar beðjan sem eftir lá á gólfinu, ljósaseríur af öllum stærðum og gerðum, kirfilega flæktar. Ég iðraðist þess sárlega að hafa ekki haft þolinmæði til þess að ná einni í einu af í stað bráð- ræðisins. Ég veit af áratugalangri reynslu að ein sería getur flækst um sjálfa sig, hvað þá ellefu í hrúgu. Samt mannaði ég mig upp og hóf verkið, reyndi að leysa hið ómögulega. Ekki var við hæfi að setja jólalög á fóninn, hátíðin var liðin. Þess í stað smellti ég Þorparanum undir nálina, vonaðist til þess að Pálmi Gunnarsson kæmi mér til aðstoðar. Eftir tveggja tíma puð – og meiri þolin- mæði en ég hélt að ég ætti til – gafst ég upp. Mér hafði tekist að losa átta seríur sem verður að teljast afrek. Þrjár síðustu voru svo flæktar að ég bugaðist. Sú hrúga varð eftir á gólfinu þegar ég fór að sofa. Strax eftir vinnu næsta kvöld hélt ég áfram. Við svo búið mátti ekki standa. Minn betri helmingur glotti og kom sér haganlega fyrir framan við sjón- varpið. Frúin náði þremur glæpaþáttum og tveimur læknaþáttum á meðan ég glímdi við seríurnar þrjár. Meðal þeirra var sú langa, 100 ljósa. Eftir tveggja tíma þrotlausar flækjulausnir hélt ég að sigur væri unninn. Mér hafði tekist að losa þessa löngu alveg að kló – en mér til sárra vonbrigða var vír úr annarri hinna á milli víranna við klóna. Hún hékk því við seríuflækjuna á einum þræði. Klær á jóla- seríum eru bræddar á en ekki skrúfaðar svo ekki gat ég skrúfað klóna af. Komið var fram yfir miðnætti og vinnudagur fram undan. Þolinmæði mín gagnvart jólaseríum þetta árið var þrotin. Þorparinn var löngu þagnaður, allar þrjár plöturnar. Ég stóð því upp og játaði ósig- ur minn, sótti skærin og klippti seríurnar í sundur. Ég ákvað að bjarga þeirri löngu en lét skærin vaða á hinar. Aðgerðinni verður varla lýst sem einfaldri klipp- ingu. Ég tætti seríudruslurnar í sundur með skærunum. Þær skyldu sko fá að finna fyrir því, rækalls beinin. Seríunum fylgdu síðan nokkur vel valin orð þegar ég tróð afklipptum bútunum í ruslatunn- una, bæði mislitu seríunni og þeirri hvítu sem prýtt höfðu jólatréð okkar. Þriðja kvöldið, þegar ég hafði náð mér niður, notaði ég til að gera upp þær níu seríur sem lifðu af. Það vill til að það eru tólf mánuðir milli jóla. Margt gleymist á styttri tíma en þeim – svo það er allt eins líklegt að ég taki bærilega í tillögu konu minnar þegar við göngum um í sveitinni og veljum tré næst – og hún segir sykursætt: „Ættum við að ná okkur í jafnt stórt tré og í fyrra? Það var svo ansi krúttlegt með öllum seríunum.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 17.-19. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.