Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 38

Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 38
38 matur & vín Helgin 17.-19. janúar 2014  Bjór NýjuNg frá Borg Brugghúsi þegar þorri geNgur í garð ÚTSÖLULOK Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Sími 533220 lindesign.is 25-60% afsláttur LAUGARDAG 35+ tegundir rúmfata 25-50% afsláttur Barnaföt allar gerðir 30% afsláttur Allir púðar 30 gerðir 40% afsláttur Barnavörur 30-50% afsláttur Akureyri kl 10-17 Reykjavík kl 11-16 ÚTSÖLULOK Sendum frítt úr vefverslun Brugga mjöð að fornum sið „Það er mikið talað um mjöð og málið virðist hafa þróast þannig að það er gjarnan notað sem samnefnari yfir bjór. Við viljum sýna að mjöður er svolítið mikið öðruvísi en bjórinn,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg. Þorrinn hefst um næstu helgi og Borg sendir frá sér mjöðinn Kvasi af því tilefni. Sturlaugur Jón Björnsson og Valgeir Valgeirsson í Borg brugghúsi senda frá sér þriðju út- gáfuna af Surti í næstu viku. Þorrinn hefst föstudaginn 24. janúar og þá senda þeir líka frá sér mjöðinn Kvasi. Ljósmynd/Hari þ etta er búið að vera lengi í hausnum á manni. Ég var sjálfur að gera tilraunir með að brugga mjöð fyrir fimm eða sex árum. Eftir að við ákváðum að gera þetta hef ég verið að rannsaka þetta af alvöru,“ segir Sturlaug- ur Jón Björnsson, bruggmeistari í Borg brugg- húsi. Sturlaugur og félagi hans Valgeir Valgeirsson halda áfram að koma landsmönnum á óvart. Um næstu helgi hefst þorrinn og auk þess að bjóða upp á þriðju útgáfuna af Surti senda þeir frá sér Kvasi – mjöð að fornum sið. „Þetta er mjög ólíkt því að gera bjór enda er þetta ekki bjór, þetta er hunangsvín. Við erum komnir ansi nálægt léttvínsframleiðslu með Kvasi,“ segir Sturlaugur sem segir að mjaðargerð sé í eðli sínu tiltölulega einföld: „Maður þynnir hunang með vatni og gerjar það. En svo er vand- inn fólginn í fínstillingum og að ná fram réttum bragðeiginleikum.“ Sturlaugur segir að það sé spennandi að prófa sig áfram við framleiðslu á því sem margir telja að forfeður okkar hafi drukkið. Er þetta virkilega svona einfalt? Eru engin aukaefni? „Í gegnum tíðina hefur fólki þótt tilvalið að bæta allskonar kryddi við þennan grunn en við ákváðum að hafa þetta alveg hreint. Kryddi og í raun öllu sem manni getur dottið í hug. Það er langt frá því að nokkuð sé nýtt undir sólinni. Ég hef séð gamlar uppskriftir þar sem notaðir hafa verið nýslátraðir hanar við bruggun. Það hefur allt verið sett í bjór og áfengi.“ Sturlaugur segir að hugmyndin um að brugga mjöð hafi fengið byr undir báða vængi þegar bruggararnir voru í Kaliforníu fyrir ári síðan. Þar heimsóttu þeir mjaðargerðarhús sem kall- ast Heiðrún og lærðu mikið af manni sem hafði bruggað mjöð í áratugi. „Svo var ekkert annað að gera en að henda sér í þetta. Við notuðum alveg hreint hunang, appelsínublómahunang frá Spáni. Við ákváðum að framleiða tiltölulega aðgengileg- an mjöð og Kvasir er níu prósent,“ segir Stur- laugur en mjöður getur verið yfir 20 prósent að styrkleika. Bjórspekúlantar bíða jafnan spenntir eftir nýjungum frá Borg. Hverju má fólk eiga von á nú þegar það fær ekki hefðbundinn bjór? „Ég vil nú helst ekki vera að líkja þessu við neitt en ef ég þarf, þá má segja að þetta líkist kannski mest þurru hvítvíni.“ En bjórnördarnir fá þó sinn hefðbundna þorra- bjór, Surt nr. 22. Þetta er í þriðja sinn sem hann er bruggaður. „Við ákváðum að þorrabjórinn frá okkur skyldi alltaf heita Surtur og vera í Imperial Stout-stíl en við myndum leyfa okkur að breyta uppskriftinni á milli ára. Þetta er afar víðtækur stíll og hægt að leika sér mikið með hann. Þessi í ár er tíu prósent og alveg gríðarlega mikið humlaður. Núna þegar hann er alveg nýr er hann margslunginn en líka léttur og ferskur. Huml- arnir gefa frískleika en með tímanum munu þeir dofna svolítið og þá finnum við flóknara bragð frá maltinu.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.