Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 44

Fréttatíminn - 17.01.2014, Page 44
44 heilsa Helgin 17.-19. janúar 2014  heilsumeistarar ráðleggingar í ársbyrjun 207 h eilsumeistararnir Ásta Ólafs-dóttir og Katrín Níelsdóttir segja tengingu fólks við náttúruna og árstíðirnar vera tækifæri til breytinga, heilunar og þroska. Vetrartíminn sé tími sjálfsskoðunar og næringar svo hug- myndir okkar og ætlun geti þroskast hið innra áður en þær springi út að vori. „Því er nauðsynlegt að sinna sjálfum sér vel líkamlega og andlega allan veturinn og gefa sér tíma til að hægja á, hvílast og hugleiða. Það skilar sér svo í betri líðan.“ Þær segja ástæður orkuleysis í janúar ein- staklingsbundnar en oft tengdar melting- unni. Dagleg hreyfing utandyra í birtu og hreinu lofti er góð fyrir líkama og sál. Góður svefn er mikilvægur og ef regla er á svefntímanum eru meiri líkur á að við sofum vel. Hugleiðsla nærir andann og stuðlar að andlegu og líkamlegu jafn- vægi. heil og holl fæða nærir og end- urnýjar líkamann. Gott er að borða fæðu sem íþyngir ekki líkamanum, minnka skammta, sleppa sykri, hveiti og öllum unnum matvælum. Ferskt, lífrænt græn- meti, salat og spírur mega gjarnan vera í aðalhlutverki því þá fáum við ensím og góðar bakteríur í meltingarveginn. Niður- brot og upptaka næringar verður betri og það skilar sér í betri líðan og léttari lund. Góð prótein eru chlorella og spirulina blágrænir þörungar, baunir, hnetur og spínat. Ýmis bætiefni geta hjálpað til við að losna við slenið og má helst nefna omega 3 fitusýrur, B og D vítamín, magnesíum og kalíum. Best er að fá þessa næringu úr fæðunni sjálfri. Jurtate sem bæta meltinguna og létta lundina eru til dæmis fennelte, piparmyn- tute, lakkrísrótarte, engiferte og Chai-te. Volgt sítrónuvatn að morgni dags hreyfir við meltingu og losar úrgang. Lækninga- jurtir sem hreinsa lifur, blóðið og melt- inguna geta bætt andlega og líkamlega líðan. Ýmsar góðar ilmkJarnaolíur styðja við hugleiðslu og slökun, aðrar eru hressandi og gefa mikla orku. Við mælum með ilmolíumeðferðum sem styrkja líkamann og veita slökun og vellíðan. Burt með slenið í janúar Margir finna fyrir sleni og orkuleysi í skammdeginu í janúar og fékk Fréttatíminn þær Ástu Ólafsdóttur og Katrínu Níelsdóttur heilsumeistara til gefa nokkrar ráðleggingar um betri líðan í upphafi ársins. Þær stöllur útskrifuðust frá Heilsumeistaraskólanum síðasta haust og opnuðu í kjölfarið náttúrulækningastofur að Strandgötu 33 í Hafnarfirði. Góður svefn er mikil- vægur og ef regla er á svefntím- anum eru meiri líkur á að við sofum vel. Ásta Ólafsdóttir og Katrín Níelsdóttir heilsumeistarar segja nauðsynlegt að sinna sjálfum sér vel allan veturinn, bæði líkamlega og andlega og gefa sér tíma til að hægja á, hvílast og hugleiða. Ljósmynd/Hari kortatímabil !Nýtt kortatímabil ! 50%afsláttur Blandaðu í kassann 12 stk. af þínum uppáhald s bragðteg undum! Hámark 4 kassar á mann meðan birgðir endast! 1200kr.kassinn Verð áður 2388 kr. kassinn Don Simon safi, 12 í kassa, 5 tegundir sem má blanda saman í kass a! tilBoðSaf aríkt v 1 lítri S: 568 3868/699-2676 matarkn@matarkn.is www.matarkn.is Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur Stjórnar át og þyngdarvandi lí þínu? Fráhald í forgang: 10 vikna meðferðahópar að heast 3. og 5. febrúar. Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 11. febrúar. Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.