Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Side 2

Fréttatíminn - 31.01.2014, Side 2
Bíttu í Þorragráðaostinn, áður en hann bítur í þig. Sterkur, bragðmikill og sómir sér vel á þorrahlaðborðinu. Þorragráðaosturinn er konungur gráðaostanna og fæst núna tímabundið í verslunum. Þorragráðaostur H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Málmhaus hlaut flestar tilnefningar Andri Snær og Sjón hlutu í gær Bók- mennta- verðlaun Íslands. Kvikmyndin Málmhaus hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 16. Hross í oss hlýtur 14 tilnefningar og XL 11. Verðlaunin verða afhent í Hörpu 22. febrúar. Þrjár kvikmyndir fá tilnefningu sem kvikmynd ársins, Hross í oss, Málm- haus og XL. Charlotte Böving er tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki fyrir Hross í oss. Auk hennar eru tilnefndar þær Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríði 2, María Birta Bjarnadóttir fyrir XL, Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Fiskar á þurru landi og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir Málmhaus. Ágúst Örn B. Wigum er tilefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvalfirði, Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hross í oss, Kjartan Guðjónsson fyrir Ástríði 2, Ólafur Darri Ólafsson fyrir XL og Styr Júlíusson fyrir Falskan fugl. Þær leikkonur sem tilnefndar eru fyrir leik í aukahlutverki eru Hall- dóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus, María Helga Jóhannsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir XL, Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Þetta reddast og Sigríður María Egilsdóttir fyrir leik sinn í Hross í oss. Þrír karlar eru tilnefndir fyrir leik í aukahlutverki í Málmhaus; þeir Hannes Óli Ágústsson, Ingvar E. Sigurðsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Auk þeirra eru tilnefndir þeir Björn Hlynur Haralds- son fyrir Ástríði og Steinn Ármann Magnússon fyrir Hross í oss. Þeir frétta- og viðtals- þættir í sjónvarpi sem til- nefndir eru Auðæfi hafsins, Ísþjóðin, Kastljós, Málið og Tossarnir. Ávaxtakarfan, Stundin okkar og Vasa- ljós eru tilnefndir í flokki barna- og unglingaþátta. Fatasöfnun fyrir Sýrland Rauði krossinn stendur fyrir fatasöfnun dagana 30. janúar til 9. febrúar ásamt Fatímusjóði og hópnum Sendum hlýjan fatnað til Sýrlands. Einungis verður tekið við nýjum fatnaði og prjónavörum sem dreift verður til sýrlenskra flóttamanna. Stefnt er að því að safna um 5.000 kílóum af nýjum flíkum og er sérstök áhersla lögð á skjólfatnað fyrir konur og börn. Fólki sem vill leggja söfnuninni lið er bent á að merkja fatapoka vel Sýrlandssöfnun. Best er að skila fatnaði beint í fatasöfnun Rauða krossins að Skútuvogi 1, Reykjavík eða í fatagáma Rauða krossins á grenndar- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Skyrið selst vel í Noregi Q-mjókursamlagið í Noregi hefur þriðja árið í röð aukið vöxt sinn um yfir 100 milljónir norskra króna eða tólf prósent og er það mikið til íslenska skyrinu að þakka, að því er fram kemur á vef Bændablaðsins, bbl.is. Þar segir jafnframt að Q-mjólkur- samlagið hafi tryggt sér uppskriftaleyfi hjá Mjólkursamsölunni og að skyrið sé selt sem léttjógurt í Noregi. Skyr var sett á markað í Noregi árið 2009 og hefur nú tíu prósenta hlut af jógúrtmarkaðnum þar en sala þess jókst um 30 prósent frá árinu 2012 til 2013 eða um 34 milljónir norskra króna sem samsvarar rúmlega 637 millj- ónum íslenskra króna. Þorbjörg Helga Þorgils- dóttir er tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Málmhaus.  Menning BókMenntaverðlaunin voru afhent á BessastöðuM í gær Guðbjörg, Andri Snær og Sjón verðlaunuð Rithöfundarnir Guðbjörg Kristjáns- dóttir, Andri Snær Magnason og Sjón hlutu í gær Bókmenntaverðlaun Ís- lands fyrir árið 2013. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti val lokadómnefndar á verðlaunahöf- um við athöfn á Bessastöðum. Guðbjörg hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Íslensku teiknibókina. Útgefandi er Crymogea. Sjón var verðlaunaður í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til. Útgefandi er JPV. Andri Snær hlaut fyrstur manna verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Þær höfðu áður fallið undir flokk fagur- bókmennta. Andri var verðlaunaður fyrir Tímakistuna sem Mál og menn- ing gaf út. Félag íslenskra bókaútgefanda fagnar 125 ára afmæli um þessar mundir og í ár er jafnframt 25 ára afmæli Íslensku bókmenntaverð- launanna. Verðlaunahafar fengu eina milljón króna hver en auk þess fengu þeir skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi, sem hannaðir eru af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíða- verkstæði Jens. í kjölfar umfjöllunar í Fréttatímanum í síðustu viku um að nýráðinn eftirlitsmaður Matvælastofnunar með velferð og aðbúnaði dýra í Suðurlandsum- dæmi hefði sumarið 2007 orðið uppvís að vanrækslu stóðhests bárust stofnuninni upplýsingar um önnur mál tengd því og öðrum á árunum 2006 og 2009. Þau mál eru nú til athugunar hjá stofnuninni sem hefur í samráði við dýraeftirlitsmanninn ákveðið að hann hverfi tímabundið frá störfum. Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í gær, fimmtudag, kom fram að vegna fyrrgreindra ásakana um að dýraeftirlitsmaðurinn hafi í nokkrum tilvikum ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftirlit með stóðhestagirðingum muni hann víkja tímabundið frá störfum á meðan málin eru tekin til skoðunar. Þeir Eggert Gunnarsson dýralæknir sem á sæti í Dýralæknaráði, Atli Már Ingólfsson, lögmaður hjá Landlögmönnum og Ágúst Sigurðsson, fulltrúi frá Landbúnaðarháskóla Íslands, fara á næstunni yfir málið sem verður tekið til endanlegrar ákvörðunar þegar niðurstöður liggja fyrir. Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að ekki megi draga úr trúverðug- leika stofnunarinnar né véfengja verk þeirra sem þar starfa. Samkvæmt upplýsingum frá MAST verður dýraeftirlitsmaðurinn í launuðu leyfi þar til niðurstaða liggur fyrir. Starfsmaðurinn var ráðinn til MAST um síðustu áramót þegar búfjáreftirlit færðist frá sveitarfélögun- um til stofnunarinnar, samkvæmt lögum sem þá tóku gildi. Staðan felur í sér eftirlit með dýrahaldi, þar með talið fóðrun og aðbúnaði, ásamt móttöku og úrvinnslu tilkynninga um illa meðferð dýra. Í fréttatilkynningu MAST kemur fram að starfsmaðurinn hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til starfsins og hafði í rúman áratug sinnt sambærilegu starfi fyrir sveitarfé- lög í Árnes- og Rangárvallasýslum. Í ráðningarferlinu hafði MAST spurnir af því að haustið 2007 hafi Land- búnaðarstofnun haft til skoðunar og gert alvarlegar athugasemdir við fóðurástand og umhirðu stóðhests sem tímabundið var í umsjón hans. Mat dýralækna var að hesturinn hefði ekki orðið fyrir varanlegum skaða, engin kæra lögð fram og því hafi ekki þótt ástæða til að grípa til frekari aðgerða. Eins og fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku hélt eigandi hestsins málið í réttum farvegi þar sem dýralæknir hefði sent um það skýrslu til Matvælastofnunar. Í máli hans kom jafnframt fram að hesturinn hafi verið lengi að ná fullri heilsu og þjáðst af kvíða í nokkur ár eftir dvölina hjá umræddum dýraeftirlitsmanni. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Dýravelferð áBenDingar uM vanrækslu fleiri hrossa Hesturinn Blær frá Torfunesi dvaldi hjá umræddum dýraeftirlitsmanni, Óðni Erni Jóhannssyni, sumarið 2007. Í skýrslu dýralæknis segir að holdafar hans hafi verið mjög slæmt, hesturinn vanfóðraður og að ekki hafi verið hugsað nógu vel um hann. Matvælastofnun og dýraeftirlitsmaðurinn hafa komist að samkomulagi um að hann víki tímabundið frá störfum á meðan aðrar ábendingar um vanrækslu hans á hrossum á árunum 2006 og 2009 eru skoðaðar. Dýraeftirlitsmaður víkur vegna rannsóknar Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði dýra í Suðurlandsumdæmi sem hóf störf hjá Matvæla- stofnun í byrjun ársins hefur vikið tímabundið frá störfum. Eftir að Fréttatíminn fjallaði í síðustu viku um vanrækslu eftirlitsmannsins á stóðhesti í hans umsjón árið 2007 bárust stofnuninni ábendingar um að hann hafi í nokkrum öðrum tilfellum ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftirlit með stóðhestagirðingum. Málið er nú til skoðunar og verður tekin endanleg ákvörðun um framhaldið þegar niðurstaða liggur fyrir. Þangað til er dýraeftirlitsmaðurinn í launuðu leyfi. 2 fréttir Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.