Fréttatíminn - 31.01.2014, Side 4
Calvin Klein mætir á Hönnunarmars
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
A 10-18. Rigning A-til, en slyddA
nA-lAnds og þuRRt V-til. Hiti 0 til 5 stig.
HöfuðboRgARsVæðið: A 8-15 m/s
og skýjAð. Hiti 0 til 3 stig.
A og nA 8-15 m/s. snjóKomA á n- og nV-til,
Rigning A-til AnnARs þuRRt. KólnAR.
HöfuðboRgARsVæðið: NA 5-13 m/s.
HálfskýjAð og Hiti 0 til 3 stig.
nA 8-15 m/s en 13-18 nV-til. snjóKomA n-til
AnnARs þuRRt. fRost 0 til 5 stig.
HöfuðboRgARsVæðið: NA 5-13 m/s.
HálfskýjAð og frost 0 til 3 stig.
Austanátt og vætu-
samt fyrir austan
A og NA hvassviðri og rigning
sA- og A-til. NA-lægari vindur og
snjókoma fyrir norðan seinni-
partinn á morgun og á sunnudag
en úrkomulítið
s- og sV-til. Hiti
í kringum
frostmark en
mildara
fyrir
austan.
1
2 2
4
3
0
-1 -2 1
3
0
-2 -2 0
1
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Calvin
klein.
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein flytur erindi á DesignTalks,
fyrirlestradegi Hönnunarmars í ár. Einvalalið alþjóðlegra
hönnuða og arkitekta flytja erindi á fyrirlestrardeginum
sem ber heitið Dealing with Reality en hann verður 27.
mars næstkomandi í silfurbergi Hörpu og stendur frá
klukkan 9.30-16. Þar verða ný hlutverk hönnuða og
arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl
á umbrotatímum, í óvæntu samhengi og samstarfi, að því
er fram kemur í tilkynningu Hönnunarmiðstöðvar.
Auk Calvin Klein flytja erindi Robert Wong frá Google,
Mikael Schiller frá Acne Studios, Marco Steinberg frá
Helsinki Design Lab og Kathryn Firth frá London Legacy
Development Corporation. Fundarstjórar eru Hlín Helga
Guðlaugsdóttur, hönnuður, listrænn stjórnandi og lektor
við konstfack listaháskólann í stokkhólmi og stephan sigrist frá
svissnesku hugveitunni W.I.R.E.
Calvin klein fatahönnuður er stofnandi og eigandi Calvin klein inc.
Hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður heims. Í erindi
sínu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á
ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönn-
unargreinar. - jh
gjaldþrotum
fækkar milli ára
Alls voru 54 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í desember
síðastliðnum en gjaldþrot
fyrirtækja í desember 2012
voru 135, að því er fram kemur
hjá Hagstofu Íslands. á árinu
2013 var fjöldi gjaldþrota 918,
en það er 17,4% fækkun frá
árinu 2012 þegar 1.112 fyrir-
tæki voru tekin til gjaldþrota-
skipta. flest gjaldþrot á árinu
voru í flokknum byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð,
samtals 179.
Þá voru nýskráð 172 einka-
hlutafélög í desember 2013 en
nýskráningar þeirra voru 147 í
desember 2012. Nýskráningar
voru flestar í fjármála- og
vátryggingastarfsemi. á árinu
2013 var fjöldi nýskráninga
1.938. Það er 10,6% aukning
frá árinu 2012 þegar 1.752
fyrirtæki voru skráð. -jh
atkvæðagreiðsla könnun sem maskína gerði Fyrir Já ísland
Tveir þriðju vilja fá að
kjósa um aðildarviðræður
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á fundi þeirra í Brussel í júní síðastliðnum þegar
Íslendingar tilkynntu um hlé á viðræðum við Evrópusambandið.
tveir af hverjum
þremur Ís-
lendingum vilja
þjóðaratkvæða-
greiðslu um
framhald aðildar-
viðræðna við
Evrópusambandið
en þriðjungur
þjóðarinnar vill
það ekki, sam-
kvæmt nýrri
könnun. meirihluti
aðspurðra er hins-
vegar andvígur
því að ganga í
sambandið.
í slendingar eru andsnúnir því að ganga í Evrópusambandið en vilja samt sem áður að viðræðum verði haldið áfram
og fá að kjósa um það hvort það verði gert.
Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skoð-
anakönnunar sem Maskína gerði fyrir Já
Ísland.
Ríflega tveir af hverjum þremur Íslend-
ingum vilja að haldin verði þjóðaratkvæða-
greiðsla um framhald á aðildarviðræðum
við Evrópusambandið. Alls sögðust 67,5
prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um
framhaldið en 32,5 prósent vildu það ekki.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Mask-
ínu á netinu dagana 10. - 20. janúar. Svar-
endur voru 1078.
Meirihluti aðspurðra, 56 prósent, vill
jafnframt að Íslendingar haldi áfram að-
ildarviðræðum. Tæplega 15 prósent vilja
að hlé verði gert á viðræðunum og um 30
prósent vilja slíta þeim.
Meirihluti allra stjórnmálaflokka, nema
ríkisstjórnarflokkanna, vill halda áfram
viðræðum en þó er ekki meirihluti fyrir því
meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokk-
anna að slíta viðræðunum, samkvæmt
könnuninni.
Þó svo að mikill meirihluti vilji fá að
kjósa um framhald viðræðna segjast fleiri
andvígir því að Íslendingar gangi í Evrópu-
sambandið en þeir sem segjast hlynntir
því. Alls eru tæplega 46 prósent aðspurðra
fremur eða mjög andvíg því að ganga í ESB
en 31 prósent er hlynnt því að ganga í sam-
bandið. 23 prósent voru hvorki hlynnt né
andvíg því. Karlar eru almennt hlynntari
því en konur að ganga í Evrópusambandið
og íbúar höfuðborgarsvæðisins jafnframt
hlynntari en fólk á landsbyggðinni. Þá
eykst stuðningur við inngöngu eftir því
sem tekjur hækka og menntun eykst.
Meirihluti kjósenda stjórnarflokkanna
er andvígur aðild.
sigríður dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
ut messan í Hörpu
UT Messan verður haldin í Hörpu helgina 7. til 8. febrú-
ar. Hún er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og
er nú haldin í fjórða sinn. ráðstefnan er ætluð fagfólki í
upplýsingatækni og hverjum þeim sem hefur brennandi
áhuga á tölvumálum. Báðir dagarnir eru þéttskipaðir
af áhugaverðum fyrirlestrum en sýningarsvæðið opið
gestum og gangandi og þar munu 50 fyrirtæki tengd
tölvugeiranum kynna starfsemi sína. á staðnum verða
meðal annars Lego þrautir, tölvuleikir og SKEMA mun
kynna börnum forritun, auk þess sem hönnunarkeppni
véla- og iðnverkfræðinema mun standa yfir frá 12-16.
Aðstandendur hvetja fólk til að mæta með alla fjöl-
skylduna, eiga fróðlega stund með tölvufólki landsins
og sjá framtíðina með berum augum.
4 fréttir Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014