Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 6

Fréttatíminn - 31.01.2014, Page 6
 Smáíbúðir Lyfta utanhúSS í þriggja hæða húSum Leiguverð háð lóðarkostnaði Bergur Þorri Benjamínsson hjá Sjálfs- björg segir 100 þúsund króna leigu fyrir 28 fermetra smáíbúð of hátt verð. Svanur Guðmundsson leigumiðlari segir að verðið sé háð mörgum utanaðkomandi þáttum sem hafi ekki enn komið í ljós en hann er í viðræðum við sveitarfélög um samþykki á byggingu smáíbúða sem hægt er að fjar- lægja eftir um- saminn tíma. a llt húsnæði sem telst vera úrræði í lengur en fjóra mánuði telst vera varanlegt og þegar talað er um að hafa húsnæðið tímabundið í 10 ár þá passar það ekki inn í neinar reglur um tímabundið húsnæði,“ segir Bergur Þorri Benjamíns- son, varamaður í stjórn Sjálfsbjargar, um áætlanir um smíði smáíbúða fyrir leigu- markaðinn sem Fréttatíminn fjallaði um síðasta föstudag. Svanur Guðmundsson leigumiðlari hefur hug á því að koma upp byggingu með litlum íbúðum, frá 28 fermetrum til 36 fermetra að stærð, til þess að koma til móts við gríðar- lega þörf fyrir húsnæði á leigumarkaðnum. Hægt er að tala um úrræði að því marki að hægt er að setja íbúðirnar saman með skömmum fyrirvara eftir umsaminn tíma og verður fyrsta íbúðin til sýningar fyrir sveitarfélögin á næstu vikum. „Ég sé ekki fram á það að hægt verði að komast undan því að hafa lyftu, geymslur og þvottahús en þar sem þessu verður raðað upp eins og Lego verður væntanlega ekki kjallari. En lyftan er algjört grund- vallaratriði og það er ekki vilji fyrir því að sveitarfélögin samþykki nema að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Bergur Þorri sem situr í vinnuhópi fyrir hönd Sjálfsbjargar ásamt fulltrúum Örykjabandalagsins, Arkitektafélagsins, Samtökum iðnaðarins og Mannvirkjastofnun í skoðun á nýrri byggingarreglugerð. Bergur Þorri segir þó að framtakið sé ágætt hjá umræddum leigusala og að þetta sé einn af mörgum gluggum sem menn hafa talið að væru lokaðir, að bjóða upp á svona litlar íbúðir og telur hann að í raun sé hægt að byggja svona lítið. „Það er ansi mikið að borga 100 þúsund krónur á mánuði fyrir 28 til 36 fer- metra íbúð,“ segir Bergur Þorri og hefur hann áhyggjur af of háu lóðaverði á höfuð- borgarsvæðinu en hann spáir því að hátt í 30% af íbúðarverði sé lóðarkostnaður. Svanur Guðmundsson segir að ef þrjár hæðir verði í umræddu íbúðarhúsi þá verði lyfta utanhúss en áætlað sé að sérinngang- ur verði inn í hverja íbúð og geymslupláss verði í séreiningum. „Íbúðirnar eru hann- aðar af verkfræðingum og munu uppfylla nýjustu byggingarreglugerð að öllu leyti nema að það er lítilsháttar bil, eða um 25 cm, sem okkur vantar fyrir framan salerni til þess að uppfylla algilda hönnun. Ekki verður hægt að breyta þessu nema með ærnum tilkostnaði sem gerir heildarstöð- una mun óhagkvæmari fyrir alla aðila,“ segir Svanur. Hann telur þó að margar tegundir minni hjólastóla verði hægt að nota inni á þessum salernum. „Við erum að rétt að setja fyrstu íbúðina saman og munum sýna hana um miðjan næsta mánuð. Við erum að reyna að leysa vanda fólks sem er næstum því á götunni eða í iðnaðarhúsnæði. Við erum að reyna að búa til eins ódýrar íbúðir og mögulegt er fyrir þá sem minnst mega sín,“ segir Svanur. Ekki er komið í ljós hver kostn- aðurinn verður með tilliti til þess hversu lengi þessar íbúðir fá að vera uppi enda sé það háð samkomulagi um viðkomandi lóð, enda hafi það ekki enn verið rætt við neitt sveitarfélag enn sem komið er. „Utanaðkomandi þættir eru svo stórir inni í jöfnunni að það er ómögulegt að segja hvað þetta kemur til með að kosta,“ segir Svanur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Bergur Þorri Benjamínsson. Fyrirhugaðar leiguíbúðir eru litlar. Utanáliggj- andi lyfta verður ef húsið verður þrjár hæðir. Netnotkun Íslendinga jókst lítillega á milli ára, líkt og fyrri ár, og teljast nú 95% íbúa landsins til reglulegra netnotenda. Er það hæsta hlut- fall sem mælist í Evrópu, en meðaltal reglulegra netnotenda í löndum Evrópusambandsins er 72%, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. „Tæplega helmingur netnotenda tengist netinu á farsímum eða snjallsímum og þar af taka 72% myndir á síma sína til að hlaða beint inn á netið. 59% netnotenda taka öryggisafrit af gögnum sínum, en af þeim sem það gera nota 55% til þess geymslurými á netinu, eða tölvuský. 12% þeirra einstaklinga sem nota tölvuský til að geyma öryggisafrit af gögnum greiða fyrir það. 58% netnotenda höfðu verslað af netinu ári fram að rannsókn. Aukning var mest á milli ára í kaupum á hugbúnaði og tölvuleikjum, en einnig kom fram aukning á kaupum á kvik- myndum og tónlist.“ Af fyrirtækjum á Íslandi eru 85% með eigin vef- síðu og þar af eru 35% með möguleika á að panta vöru eða þjónustu af vefsíðunni. 20% fyrirtækja telja kostnað við að hefja netsölu vera of háan til að það borgi sig. Þá nota 19% fyrirtækja samfélags- miðla til að ráða starfsfólk, segir Hagstofan enn fremur. Fyrirtækjarannsóknin nær yfir þau fyrirtæki sem eru að lágmarki með 10 starfsmenn, en fjár- málafyrirtæki eru undanskilin. - jh  netið nær heLmingur tengiSt í gegnum Síma Netnotkun Íslendinga hin mesta í Evrópu Tæplega helmingur netnot- enda tengist netinu með far- eða snjall- símum. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir 27. febrúar - 6. mars Franska rivíeran Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Væri ekki gaman að fara í glæsilega ferð á frönsku Rívíeruna eða Sítrónuhátíð við Côte d’Azur? Upplifum glæsilega blómaskrúðgöngu í Nice. Fetum í spor kvikmyndastjarna í Cannes. Heimsækjum Furstadæmið Mónakó. Verð: 179.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 6 fréttir Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.