Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 14
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. ÞETTA ER MÁLIÐ 2014 Kaffimál og áfylling allt árið aðeins 2.490 kr. Vinur við veginn É g er ein af þeim sem er alltaf að reyna. Mig langar svo að vera í góðu formi. Ég veit að mér líður betur, er ánægðari með sjálfa mig, hef meira úthald, er minna þreytt og verð glaðari ef ég er dugleg að hreyfa mig. Samt geri ég það ekki. Ég ætla alltaf að fara að gera það og er alltaf að reyna. Hef ósjaldan keypt mér kort í ræktinni (yfirleitt árskort því það er „hagstæðast“), fer nokkrum sinnum og er svo alltaf „á leiðinni að fara“. Ég hef reynt ýmislegt því ég er alltaf að reyna að finna tíma sem hentar mér (og fjölskyldunni). Ég hef gert átak í að fara á morgnana, áður en allir vakna, það myndi henta öðrum en mér best því ég væri ekkert að ganga á tíma barnanna með mér. Slíkt átak gengur yfirleitt fljótt yfir því ég er ekki hin hefðbundna A-manneskja (því síður hin hefðbundna B-manneskja, ef því er að skipta), ég vil fara snemma að sofa og helst að sofa sem lengst á morgnana. Ég er að minnsta kosti ekki manneskjan sem rífur sig upp fyrir allar aldir og er mætt í ræktina klukkan 6. Það veit ég og er hætt að reyna það. Ég er heldur ekki manneskjan sem fer í ræktina eftir að börnin eru sofnuð. Yfirleitt sofna ég með þeim – eða stuttu síðar. Ég er heldur ekki mamman sem fer í ræktina eftir vinnu, sú sem sækir börnin eftir heilan dag í skóla eða leikskóla og fer með þau beint í næstu pössun, í ræktinni. Mér finnst ég bara ekki geta gert þeim það. Þau eru jafnþreytt og ég eftir daginn og þurfa að komast heim í kósíheit – fyrir utan það að ég þarf að sinna heimilisstörf- unum sem ekki sinna sér sjálf, versla, elda kvöldmat, henda í vél og allt það. Svo þurfa Fer í ræktina þegar ég verð miðaldra Ég er alltaf að reyna að finna góðan tíma til að komast í ræktina Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll skólabörnin að læra heima – svöng og þreytt börn eiga ekki auðvelt með heimalærdóm, svo mikið hef ég lært. Þau þurfa að komast heim beint eftir leik- skóla, fá gott búst sem millimál, fá að slaka smá á og þá er fyrst hægt að tala þau inn á að æfa sig á píanóið eða í heimalestr- inum. Fyrir utan það hvað ég er sjálf uppgefin eftir langan og krefjandi vinnudag. Mig bara langar heim til mín, alls ekki í ræktina, vitandi að þau verkefni heimilisins sem eru á minni könnu (auðvitað sér maðurinn minn um álíka mikið og ég) frestast einfaldlega um tvo tíma við það. Ég er því hætt að reyna að fara í ræktina eftir vinnu. En hádegið? Gæti ég ekki fengið að taka langan hádegis- mat tvo daga vikunnar og farið svo í ræktina um helgar til þess að ná þeim fjórum skiptum í viku sem maður þarf að hreyfa sig til þess að vera í góðu formi? Jú, ef til vill. Ég gæti vel fært rök fyrir því að hæfileg hreyfing í hádeginu skilaði einfaldlega betri afköstum í vinnu. Og það myndi svo sem ekki bitna mikið á börnunum ef ég fengi að skreppa í ræktina klukkutíma hvorn daginn um helgar. Það er ekki eins og það séu ekki einhverjir til að passa þau á meðan (pabbi, systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur...). En þá þyrfti ég að fara að byrja að borða morgunmat (sem ég hef aldrei getað gert) því ég er alltaf svo rosalega svöng í hádeginu – eða vera svo skipulögð að ég myndi eftir því að taka með mér nesti í vinnuna til að borða um tíuleytið þegar matarlystin er loksins komin. Þekkjandi sjálfa mig er líklegt að ég myndi muna eftir því í fyrstu þrjú skiptin – og eftir það kæmist ég sennilega ekki í ræktina vegna svengdar og myndi ákveða að „fara bara á morgun í staðinn“. Sem nátt- úrulega myndi ekki gerast því ég gleymdi aftur nestinu. Og þá myndi ég áreiðanlega fresta því að fara um helgina því ég væri hvort eð er ekkert búin að fara þessa vikuna og mig langaði svo í sund með börnunum akk- úrat á sama tíma og ég hafði ákveðið að fara í ræktina... eða þannig. Ég er eiginlega að spá í að hætta að reyna. Ég er búin að sjá það að eftir tíu ár (eða kannski átta) verða börnin orðin svo stór að þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla að þau þurfa ekkert á mér að halda þá. Og þá get ég farið í ræktina eftir vinnu. Já, ég ætla að reyna það eftir tíu ár. 14 viðhorf Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.