Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 16

Fréttatíminn - 31.01.2014, Síða 16
J ón Páll Garðarsson og Helga Geirsdóttir skiptu algerlega um lífsstíl þegar þau ákváðu að selja húsið sitt í Hveragerði og f lytjast búferlum til Oslóar þar sem þau keyptu sér bát til að búa í. Þar hafa þau búið og starfað í 11 ár en síðan í júlí hafa þau legið við bryggju í Reykjavík. Þau vilja jafn- vel flytjast hingað aftur en þó ekki viss enda ekkert sem bindur þau við landið, nema eitt reipi eins og er. Nýr lífsstíll „Okkur langaði bara að skipta al- gjörlega um lífsstíl. Vinir okkar voru auðvitað steinhissa á okkur að vera að flytja út og kaupa bát, en á þessum tíma var mikill upp- gangur á landinu og allir voru að kaupa sér raðhús eða einbýlishús á lánum. Í dag eru margir þessara vina í leiguhúsnæði en ég er svo heppinn að eiga minn bát, sem er mitt heimili. Við sigldum hingað í sumar og höfum búið í skútuhöfn- inni við Hörpu síðan í júlí. Planið er að sigla til Grænlands næsta sumar og taka svo Hornstrandir í bakaleið- inni. Annað hvort verðum við svo annan vetur hér í höfninni eða för- um aftur til Noregs, við höfum ekki alveg gert það upp við okkur enn. Þetta er auðvitað kosturinn við að búa í bát, frelsið.“ Hann segir þeim hjónum líða ósköp vel í skútunni og þrengslin ekki hafa áhrif á sambúð- ina. Það geti orðið kalt á veturna í Osló en það sé alltaf hlýtt og nota- legt inni í bátnum. „Báturinn liggur við höfn í miðbæ Oslóar þar sem er mjög kyrrt vatn og mjög sjald- an öldur. Á veturna leggur ís og þá bara frís maður inni. Þá getur verið kalt úti en bara notalegt inni en við kyndum með rafmagni og dísilolíu. Þetta er 15 feta skúta sem kostar eins og gott einbýlishús en fólk getur að sjálfsögðu byrjað smærra. Þetta var hálfgert mikilmennsku- brjálæði að byrja svona stórt en við höfum búið í bátnum síðan, breytt honum eftir okkar höfði og einangrað hann til vetursetu.“ Berst fyrir málefnum búbátafólks Það er óhætt að segja að Jón Páll lifi og hrærist í bátalífinu því hann starfar sem bátavið- gerðamaður auk þess að búa á bát og svo er hann virkur með- l imur í búbáta- félagi Nor- egs Opið til kl. 21 alla daga í Faxafeni Skiptu um lífsstíl og fluttu í bát Jón Páll Garðarsson hefur búið í bát í 11 ár. Hann segir ófriðarástand, hátt verðlag og sjóræningja valda því að fólk velur í vaxandi mæli að sigla um öruggari höf norðursins. Ís- lendingar eigi að nýta sér þessa ferðamennsku og gera búbáta- bryggju við Mýrargötu. Jón Páll Garðars- son vill fá búbáta- bryggju við gömlu höfnina. sem berst fyrir málefnum fólks með búsetu í bátum. „Baráttan hef- ur gengið misvel. Einn meðlimur félagsins er í borgarstjórn Oslóar og hún berst fyrir okkar málefnum og fyrir því að fá almennilega bú- bátahöfn. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel þar sem fólki þyk- ir þetta hreinlega ekki nógu fínt. Borgarstjórnin í Osló er því miður á villigötum þegar kemur að skipu- lagi miðbæjarins og hafnarsvæðis- ins, er með stórar hugmyndir um að gera Osló að Dubaí norðursins. Í þessari höfn voru þegar mest var um 100 manns með vetursetu en í dag hafa margir farið annað því kap- ítalisminn hefur eyðilagt svæðið. Höfnin var öll uppgerð og nú hefur þeim sem bjuggu þar verið boðið að koma aftur en leigan hefur verið hækkuð svo mikið að fæstir koma aftur. Áður var leigan 6000 krónur á fetið en núna er hún 20.000 krónur fetið. Minn bátur er 50 fet svo það er orðið ansi dýrt að leggja þarna. Svo við gerum líkt og hinir, förum í næstu hafnir umhverfis Osló.“ Jón Páll segir búbátabryggjur vera skemmtilegt umhverfi sem vekji athygli ferðamanna í öllum borgum sem þær hafi. En auð vitað þurfi maður að vera pínu spes til að búa á bát. „Þetta er lífsstíll. Það breytist auðvitað margt þegar börn koma til sögunnar en ég þekki fólk sem býr í bát með 3 börn og þau una sér vel. Börnin þurfa að venj- ast litlu plássi og því að eiga ekki margt. Krakkar sem venjast svona litlu plássi hugsa allt öðruvísi en önnur börn, þau bera að sjálfsögðu miklu meiri virðingu fyrir hlutum.“ Aðspurður að því hvað maður þurfi að hafa til að búa í bát segir Jón Páll það vera einfalt mál. „Ekkert nema ævintýramennsku. Þetta er ekkert flókið og það geta allir búið í bát.“ Skemmtibátamenningin ung á Íslandi Jón Páll segir ekkert því til fyrir- stöðu að búa í bát í Reykjavík, en það gæti þó verið enn betra. Aðal- vandamálið eins og er sé að í nú- verandi aðstöðu skútufólks, sem er við Ingólfsgarð við Hörpu, sé allt of vindasamt til vetursetu. Betra væri að hafa aðstöðu í Norðurbugt- inni við Grandakaffi eða í Vestur- bugtinni við Mýrargötu, því þar sé mesta lognið. Þar að auki vanti alla aðstöðu fyrir skútufólk. „Kjölbáta- félagið Brokey sér um öll málefni skútufólks hér og heldur úti gámum með aðstöðu fyrir skútufólk og nú eru uppi plön um að byggja hús- næði við Ingólfsgarð með salern- isaðstöðu og fundarsal. Bátamenn- ingin hér er auðvitað enn mjög ung. Hér tengja flestir sjóinn við brælu, sjómennsku og eitthvað hættulegt en í Noregi er til dæmis mikil báta- menning og fimmti hver maður þar á skemmtibát.“ Svæðið sem Jón Páll telur hent- ugast fyrir fólk með vetursetu á Ís- landi er samkvæmt nýlegu skipu- lagi borgarinnar hugsað fyrir atvinnubáta tengda ferðamennsku. Jón Páll telur þennan atvinnurekst- ur vel geta farið fram við Hörpu og þannig geti myndast skemmtileg búbátahöfn í besta skjólinu. „Það væri hægt að byggja upp mjög góða aðstöðu hér. Hér er lítið frost yfir veturinn og svo er raforkan svo ódýr hér miðað við annars staðar. Ef við byðum upp á meira skjól væru hér kjöraðstæður til vetursetu. Ing- ólfsgarður er bara ekki hentugasti staðurinn, þó ég viti reyndar af ís- lensku pari sem býr í bát þar allt árið.“ Vaxandi skútuferðamennska á norðurhveli jarðar Jón Þór segir æ fleiri skútuferða- menn sækja á norðurslóðir og fyrir því séu ýmsar ástæður. „Það er mik- il óvissa fyrir botni Miðjarðarhafs og því alls ekki tryggt að sigla þar. Að fara Suezskurðinn til að koma sér til Indlandshafs og Kyrrahafs er ekki heldur öruggt því þar er svo mikið af sjóræningjum. Vestur- strönd Afríku er líka orðin hættu- leg. Fólk er bara ótryggt víða. Allt er orðið dýrt við Miðjarðarhafið og hafnargjöldin rjúka þar upp úr öllu valdi. Svo er það fólkið sem er búið með þetta allt og vill prófa eitthvað nýtt.“ Íslendingar þurfa að mati Jóns Páls að fara að taka þennan hóp ferðamanna til greina því hann sé sístækkandi. „Þetta eru ekki sömu kúnnar og í skemmtiferðaskipun- um sem koma með engan gjaldeyri í landið. Þetta fólk er almennt með mikla peninga og þegar það kemur í land eftir að hafa velkst úti á hafi í marga daga þá veitir það sér lúxus, fer á veitingastaði, leigir sér bíla- leigubíla og keyrir út á land þar sem það býr og borðar á hótelum. Svo kaupir það miklar vistir í landi. Ég reikna það út að skútuferðamaður- inn sé sá ferðamaður sem leggur hvað mestan pening að baki sér af öllum. Það eru gefin út ferðatímarit sem gefa höfnum einkunn og ef Ís- land fær ekki betri aðstöðu þá kem- ur enginn hingað. Ég veit um fólk sem hefur leitað eftir því að hafa hér vetursetu en endað svo með því að sigla frekar til Færeyja því þar er skjólgóð höfn og þar fær fólk pláss. Það verður að búa til aðstöðu fyrir þetta fólk því ef Ísland fær það orð á sig að það sé ekki hægt að leggja hér þá fer fólk bara eitthvert annað.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Arctic Explorer, 15 feta skúta Jóns Páls, við bryggju í Færeyjum. 16 viðtal Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.