Fréttatíminn - 31.01.2014, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014
Hreyfing frjálsíþróttasamband íslands kynnir nýjan Hreyfingaleik
grunnur að Heilbrigði
Einar Vilhjálms-
son, verkefnis-
stjóri hjá FRÍ.
Frímínútur gegn sleni
Nýr hreyfingaleikur fyrir börn mun standa öllum grunnskólum landsins til boða frá og með næsta
vori. Frjálsíþróttasamband Íslands á í samræðum við fjölda áhugasamra aðila um framkvæmdina
og undirbýr samstarf um að marka 800 metra brautir á skólalóðum þar sem nemendur geta
hreyft sig saman og unnið sér inn íþróttastjörnur fyrir bekkinn sinn, skólann eða árganginn. Einar
Vilhjálmsson, verkefnisstjóri hjá FRÍ, segir gríðarlegt framboð af verkefnum fyrir börn sem fela
í sér inniveru og kyrrsetu. Beina þurfi áhuga þeirra að hreyfingu af miklu meiri krafti og þróa
hreyfileikina þannig að allir þátttakendur hafi hlutverk.
f rjálsíþróttasamband Íslands ætlar að hefja sókn gegn sleni og setja af stað nýjan hreyfinga-
leik sem nefnist Frímínútur. Leikurinn
hefst í maí og verður öllum grunnskól-
um landsins boðin þátttaka. Markaðar
verða 800 metra brautir við skóla og
nemendur hvattir til að fara brautina
á hverjum degi í löngu frímínútunum
og geta valið um að ganga, skokka eða
hlaupa. Í framhaldinu fá nemendur svo
að þróa fleiri þrautir til að bæta í leikinn
í samvinnu við íþróttakennara sína.
Einar Vilhjálmsson er verkefnis-
stjóri hjá Frjálsíþróttasambandinu
og segir hann markmiðið með hreyf-
ingaleiknum fyrst og fremst að breyta
skólalóðunum í vettvang þar sem börn
fái löngun til þess að hreyfa
sig. „Ýmsar rannsóknir sem
gerðar hafa verið á undan-
förnum árum benda til
þess að börn hreyfi
sig sífellt minna en
það getur haft alvar-
legar heilsufars-
legar afleiðingar
eins og við vitum.
Á örskotsstundu
í mannkynssög-
unni er komið
fram gríðar-
legt framboð af
spennandi við-
fangsefnum fyrir
börn þar sem þau hafa skýrt hlutverk
og fá skjóta endurgjöf og þá á ég við
tölvuleiki og annað því um líkt.“ Hann
leggur áherslu á að fullorðna fólkið
muni að það að sé ekki sjálfgefið að
börn finni hjá sér brennandi löngun til
að fara út og hreyfa sig.
Í hreyfingaleiknum Frímínútum skora
nemendur sjálfa sig á hólm og þar sem
leikurinn er hópeflisleikur býður hann
upp á keppni á milli bekkja, skóla og
árganga á landsvísu án þess þó að börnin
í hópunum keppi innbyrðis. Með þátt-
töku safna nemendur íþróttastjörnum og
styrkja þannig bekkinn sinn og skólann
og skiptir þá engu hver er fljótust eða
fljótastur að fara vegalengdina – aðal-
atriðið er að fara 800 metrana og hafa
gaman af.
Til að fjármagna verkefnið stendur
FRÍ fyrir sölu happdrættismiða og
verður dregið 7. febrúar. Fyrirtæki og
aðrir velunnarar sem kaupa 25, 50 eða
100 happdrættismiða komast á brons-,
silfur- og gulllista yfir vini verkefnis-
ins og eru hvött til að hafa samband við
Öflun í síma 530-0800. Miðar eru einnig
seldir til almennings á N1 stöðvunum og
miðaverð kr.1.500. Nánari upplýsingar
um Frímínúturnar má nálgast á síðu
Frjálsíþróttasambandsins fri.is og í síma
896-7080.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði
Spírandi ofurfæði
Útsölustaðir: Bónus, Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn,
Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin,
Nettó og Nóatún.
„Ástæðan fyrir því að við fórum út í að gefa út þessa
bók er að við höfðum við notað föstu lengi í okkar
ráðleggingum og til að hjálpa okkar viðskiptavinum
og svo er þessi aðferð svo auðveld og þægileg í
framkvæmd að okkar viðskiptavinir voru farin að
kalla eftir því að fá einhvern leiðarvísi um hana,“
segir Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og
hún er kölluð, en hún hefur gefið bókina „5:2 mat-
aræðið með Lukku í Happ“ sem sýnir fram á kosti
þess að nota föstu til þess að bæta heilsuna.
„Það er hægt að fá allar upplýsingar á netinu
en það er hafsjór af upplýsingum þannig að við
settum á einfaldan og hagnýtan hátt upplýsingar og
vitneskju um hvað gerist í líkamanum og hvað er
á þessu að græða að fara þessa leið,“ segir Lukka.
Segir hún að fyrsta vikan sé pínulítil áskorun vegna
þess að við séum ekki vön því að verða svöng.
„Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég byrjaði á
þessu var að ég vaknaði minna þreytt á morgnana
og fannst hafa meiri orku og vera léttari á mér og
síðan bæði að mér fannst létta á þokunni í höfðinu
þá finnst manni fötin hafa víkkað aðeins,“ segir
Lukka. Segir hún að bókin veiti fólki leið til þess að
leggja grunn að heilbrigði en ef maður sé aðeins í
þyngri kantinum þá mun fólk léttast aðeins. „Það
sem kemur fólki á óvart er að það er oft orkumeira
á æfingum. Þeir sem eru vanir að skokka eru létt-
ari á sér og eiga auðveldara með hlaupið heldur en
venjulega og þetta hefur alls ekki áhrif á það,“ segir
Lukka.
Leiðarvísir um föstu
OKKAR
LOFORÐ:
Lífrænt og
náttúrulegt
Engin
óæskileg
aukefni
Persónuleg
þjónusta
Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Allt vistvænt og lífrænt
kjöt með 15% afslætti
31. janúar - 2. febrúar
15%
afsláttur
!
Bæði ferskt og frosið
Lífrænnkjúklingur
KJÖTDAGAR
Í FÁKAFENI