Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.01.2014, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 31.01.2014, Qupperneq 46
46 fjölskyldan Helgin 31. janúar–2. febrúar 2014  Fallegt Fyrir Fjölskylduna Tveggja ára ósköpin V ilji er allt, sem þarf,“ sagði þjóðskáldið Einar Ben og það er samfélaginu best að vilji allra þjóðfélagsþegna sé vel ræktaður og umhirtur en viljaþjálfunin er eitt stærsta verkefnið á yngstu árum barna. „The Terrible Twos“ eða tveggja ára ósköpin, segja Ameríkanar um árin sem taka við þegar smábarnið með mjúka dúninn á kollinum og dásamlega hjalið sitt öðlast sjálfstæðan vilja og hann ekki smáan. „Nei-nei- nei“ verður algengasta orðaröðin og „ég vil“ eða „ég vil ekki“ er skyndilega orðið upphafið á nánast öllum setningum. Fjölmargir foreldrar standa ráðþrota og varnarlausir gagnvart þessu náttúruafli sem viljinn er í meðförum frumlegasta og úthaldsamasta fólks í heimi, barnanna okkar. Afkvæmi okkar er eitthvert varnarlausasta ungviði sem finnst meðal spendýra. Fyrstu tvö árin hafa þau lífsviljann einan að vopni til að fá það sem þau þurfa til að lifa af; næringu, hvíld, fjarvist frá sársauka – og ást, athygli og nánd. Gráturinn er fram- lenging lífsviljans, þau beita honum svikalaust og allt almennilegt fólk hleypur til þegar þörf krefur. Á næsta stigi koma orðin og allur sá galdur sem þeim fylgir og þá fær viljinn nýja birtingarmynd. Litlu yndin geta þar með orðið harðstjórar heimilis- ins eða þá uppspretta stöðugra átaka ef hinir fullorðnu í kring beita ekki skynsemi og kærleika við mótun og þjálfun þessa ógnarafls, ótamda og nýuppgötvaða viljans. Stöðug átök með boðum og bönnum eða pirringur og jafnvel reiði við barnið gagnast ekkert. Slíkar móttökur geta hæglega brotið vilja barnsins sem verður þá bælt og hrætt og fer að finna sér duldar leiðir til að ná sínu fram. Önnur afleiðing af hörku hins fullorðna getur valdið því að annað náttúruafl vakni upp hjá barninu, mótþróinn sjálfur og hamingjan hjálpi þeim foreldrum sem skapa slíkar hamfarir í fjölskyldusamskiptunum. Hin leiðin er að foreldrar hlaupa til eftir vilja barnsins og gera allt til að forðast óánægju litla harðstjórans. Verst af öllu er þó þegar byrjað er á neita öllum kröfugerðum barnsins en láta svo undan, lúffa fyrir ógnaraflinu og kenna afkvæmi sínu að með nægilegri pressu og yfirgangi muni það ná fram vilja sínum að lokum. Ekki erum við í betri málum með hinn ótamda vilja og yfirgang heldur en bælingu eða mótþróa sem farteski barna inn í framtíðina. Þriðja leiðin er að beita skynsemi af kærleiksríkri festu og eiga svo nokkur tromp uppi í erminni eins og reglufestu, valkosti og samninga. Fáar en skýrar reglur sem ávallt er fylgt og mótaðar eru jafnharðan á ævi barnsins kalla sjaldnast á átök. Ef háttatími og kvöldverðarumhverfi hefur verið í röð og reglu á ung- barnatímanum, er líklegt að þar vakni engin átök. En síðan verður af nógu að taka í vilja- æfingum ungviðsins og algengast er að börnin stefni foreldrum í stríð um matarmál og fatnað, hvoru tveggja metnaðarmál foreldra að sýna að sé í fullkomnu standi á heimilinu. Í stað þess að þiggja hólmgönguáskorun frá tveggja ára ósköpunum er langbest að hagnýta galdratækið val milli kosta. Þannig má bjóða barni sem ætlar að hlaupa frá matardisk- inum að velja glaðlega milli þess að borða tvo eða tíu bita. Vitaskuld verður kostaboðið tveir fyrir valinu og barnið telur sig hafa landað frábærum samningi. Hið sama gildir í morgunsárið þegar blessað unglambið neitar að klæða sig. Haldið lítinn valfund og bjóðið upp á val milli skynsamlegra kosta eins og tveggja buxna og þriggja eintaka af heppileg- um peysum. Viðkomandi mun njóta þess að sýna vilja sinn á þennan jákvæða hátt og æfir um leið einfaldan grunn að lýðræðisviðhorfi til framtíðar. Svo má einfaldlega segja já í stað þess þess að neita ef okkur sýnist tilgangslítið að neita og ef við ætlum að beita nei-inu á viljasterka afkvæmið okkar, er best að velja þá baráttu af kostgæfni því að við verðum að standa við neiið – nema það reynist okkur um megn. Þá er mögulega betra að bakka og ná skynsamlegum samningum um málið með smávægilegu tilboði um umbun. Loks er líka farsælt að forða bæði okkur og börnum frá aðstæðum sem virðast ávallt enda í átökum eins og nammibeiðnir í búðinni. Hvernig væri að foreldrar versli bara barnlausir? Vilji er sem sagt ekki það eina sem þarf, heldur góður skammtur af skynsemi og fyrir- hyggju til að hjálpa tveggja ára ósköpunum gegnum nokkur ár af góðum viljaæfingum. Stöðug átök með boðum og bönnum eða pirringur og jafnvel reiði við barnið gagnast ekkert. Er vilji allt sem þarf? Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Fáar en skýrar reglur sem ávallt er fylgt og mótaðar eru jafnharðan á ævi barnsins kalla sjaldnast á átök. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 23.01.14 - 29.01.14 1 25:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir 5 6 7 Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson 8 10 Hvar er Valli ? Hollywood Martin Handford9 Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson 43 Árleysi alda Bjarki Karlsson Rangstæður í Reykjavík Gunnar Helgason Megas textar 1966-2011 Magnús Þór Jónsson Mótorhjól í máli og myndum Örn Sigurðsson HHhH Laurent Binet Sandmaðurinn Lars Kepler Vinkonurnar Heiður Reynis- dóttir og Ragnhildur Anna Jónsdóttir, sem reka netversl- anirnar pappirsfelagid.is og jonsdottir.is, munu sameina krafta sína og hafa opnað versl- un sem þær hafa kallað Ljúf- lingsverslun í Álfheimum núna um helgina þar sem undurfal- legar vörur fyrir fjölskylduna verða til sölu. Reyndar hafa vin- konurnar haft þann háttinn á að hafa opna verslun eina helgi í mánuði og er þetta 20. skiptið. Pappírsfélagið býður fjölbreytt úrval vandaðra og umhverfis- vænna pappírsvara og Jónsdótt- ir & co. býður upp á ungbarna- línu úr lífrænni bómull þar sem prentun á samfellurnar er unnin með vatnsleysanlegum umhverfisvænum litum. Dæmi um þær undurfögru vörur sem verða í boði eru ilmandi sápur, satínborðar, ungbarna- samfellur, matreiðslubækur, dagatöl og pappír. Það verða gómsætar veitingar í boði. Þeir sem versla fá kaupauka í tilefni tímamótanna. Undurljúf verslun í Álfheimum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.