Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 31
SVEITARSTJÓRNARMÁL 29 Hefur útsvarsálagning oft valdið ágrein- ingi að þessu leyti; á yfirborðinu jafnan á railli gjaldandans og álagningarsveitar, en undir niðri og í raun og veru er ágreining- urinn oftast á milli tveggja (stundum jafn- vel fleiri) sveitarfélaga, skiptir tvö eða fleiri sveitarfélög máli. Þess vegna er tímabært að hreyfa þessu málefni hér á þingi sveitarfélaganna: Hvar í s\ eit hver gjaldþegn sé útsvarsskyldur. Hitt mætti deila um, hvort málshefjand- inn sé heppilega valinn. Ég býst ekki við að gera þessu viðfangs- efni nein fullnægjandi skil hér og tek fram þegar í upphafi, að ég mun einkum ræða nokkuð um útsvarsskyldu einstaklinga, bú- settra hér á landi. Hér verður því að sinni ekki rætt um gjaldþegna, sem eru búsettir erlendis, hvort sem þeir verða útsvarsskyldir skv. B-lið 6. greinar útsvarslaganna, eða lögum um skatt- og útsvarsgreiðslu útlendinga o. fl. (nr. 96/ 1946), enda hefur varla komið til ágrein- ings um, hvar erlendis búsettur gjaldandi eigi að greiða útsvar hér á landi, ef hann verður hér útsvarsskyldur á annað borð, a. m. k. hefur ekki komið til annars konar ágreinings en hliðstæðs við innl. búsetta menn, er kemur að síðar. Ég hef ekki heldur hugsað mér að ræða neitt verulega um gjaldendur, sem verða útsvarsskyldir í fleiri sveitum en einni, 8. gr. a—c, vegna atvinnurekstrar á fleiri stöð- um en einum, svo sem einkum er altítt um verzlunar- og önnur atvinnufyrirtæki. Um slíka gjaldendur er sett fram aðalreglan í 8. gr. a-lið að leggja megi á gjaldþegn víð- ar en á einum stað: „Ef hann hefur heim- ilisfasta atvinnustofnun, svo sem útibú, víð- ar en í einni sveit, enda má þá ekki leggja á hann að því leyti í heimilissveitinni". Vegna þess hve útsvarsstiginn er að jafn- aði stighækkandi, gæti þetta ákvæði leitt til beinna árekstra á milli sveitarfélaga, eink- um ef gjaldandi hefði svipaðar tekjur á tveim eða fleiri stöðum, en til þessa ágrein- ings mun ekki hafa komið. Um hitt hefur oft verið ágreiningur og margir dómar gengið, hvað sé útibú eða heimilisföt atvinnustofnun í þessu sam- bandi. Er svo að sjá, að dómstólar telji starf- semina heimilisfasta atvinnustofnun, útibú frá aðalstofnun, ef aðalstofnunin hefur raunverulegt vald á ráðstöfunum útibúsins, t. d. ákvörðun söluverðs. Þessi ágreiningur sýnist sjaldnast hafa verið á milli viðkomandi sveitarfélaga, nema þá alveg óbeinlínis. Dómar Hæsta- réttar um útsvarsskyldu útsölustöðva olíu- félaganna veita nokkra bendingu um, livar mörkin skuli draga. Meiri vafi gæti leikið á um útsvarsskyldu einstaklings, sem kynni að hafa sjálfstæðan atvinnurekstur í öðru sveitarfélagi en heim- ilissveitinni, þ. e. a. s. atvinnurekstur, sem hann einn ynni við, t. d. iðnaðarmaður, læknir, málflutningsmaður, arkitekt o. s. frv. Varla efamál, að um leið og atvinnu- stofnunin er orðin það stór, að viðkom- andi tekur menn sér til aðstoðar, þá verð- ur um útsvarsskyldan atvinnurekstur að ræða, t. d. eftir reglum um útibú. Meira efamál, ef maðurinn hefur að vísu atvinnu- stað, þar sem hann tekur á móti viðskipta- vinum, en vinnur alveg einn að starfi sínu, hefur alls enga aðstoð. Sýnist geta farið eftir eðli starfsins. Hræddur er eg um, að í flestum tilfellum yrði talið svara til heim- ilisfastarar atvinnustofnunar, ef viðkom- andi hefur fastan samastað í annarri sveit, þar sem hann tekur á móti viðskiptamönn- um, enda þótt hann sé einn, hafi engan starfsmann, einkum ef hann auglýsir við- talstíma. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.