Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 32
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þó að hér að framan hafi verið stiklað á mörgum umhugsunarefnum um útsvars- skyldu, þá erum við fyrst nú að nálgast það, sem einkum átti að vera til umræðu. Hvar sá gjaldþegn, einstaklingur, sé út- svarsskyldur, sem er búsettur hér á landi og hefur ekkert ])að umleikis, er valdið geti útsvarsskyldu á fleiri stöðum en einum. Um það segir í 8. gr. útsvarslaganna: „Þar skal leggja útsvar á gjaldþegn, sem hann hafði lieimilisfang vitanlega eða sam- kvæmt manntali næst á undan niðurjöfn- un .. Þessi er aðalreglan um útsvarsskyldu alls þorra útsvarsgjaldenda — og hefur jafnan verið. Enda eðlilegt að sú réttarregla gildi öðrum fremur, að íbúar sveitarfélagsins standi undir gjöldum þess, el'tir nánari ákvæðum, sem sett eru þar um. Sveitarfélag- ið er stofnað til þess fyrst og fremst, að íbúar þess hjálpi hver öðrum, éftir settum reglum og þar á meðal með greiðslu í sam- eiginlegan sjóð, liver eftir sinni getu. Þetta mál um útsvarsskylduna eftir heim- ilisfangi væri því ekki svo ýkja erfitt við- fangs, ef sá böggull fylgdi ekki skammrif- inu, aö það er engan veginn víst, hvar lieimilisfangið er eða e. t. v. réttara sagt: hvað er lieimilisfang (eða lögheimili), eftir gildandi lögum. Við höfum heyrt ráðuneytisstjóra félgs- málaráðuneytisins skýra nokkuð nýtt frum- varp til laga um lögheimili, sem segja má að liggi fyrir Alþingi til meðferðar. Með frumvarpinu er stefnt að því, að skilgreina betur en nú er gert í íslenzkum lögum, hvað sé lögheimili, hvað sé heimilis- fang, heimilisfesti. Við höfum töluvert mörg lagaákvæði um aðsetur, fast aðsetur, búsetu, heimili, heim- ilisfang, hehnilisfestu, lögheimili og sjálf- sagt fleiri tákn og orðatiltæki, öll í raun- inni um hið sama. Við vitum einhvern veg- inn, að þetta allt er eitt og sama fyrirbærið, en þó er það nú svo, að þetta fyrirbæri, heimili eða heimilisfesti, er hvergi skil- greint svo að lögum, að viðhlítandi sé. Sú raunin hefur því orðið, einkum í sam- bandi við útsvarsskyldu, að dómstólarnir hafa sett reglur til skýringar ákvæðinu um „vitanlegt heimilisfang“, eða „heimilisfang næst á undan niðurjöfnun". Atvik öll og tilbrigði geta verið — og eru — með svo margbreytilegum hætti, að vafi leikur oft á um raunverulegt heimilisfang. Ég kann ekki að skýra nákvæmlega, hvers konar ástand þarf að vera, hvers konar sam- band á milli gjaldanda og álagningasveit- ar til þess að dómstólar telji að um búsetu eða heimilisfang sé að ræða í þessum skiln- ingi. Þó gengur sýnilega rauður þráður um alla dóma: Gjaldþegni er ekki í sjálfsvald sett, livar hann greiði útsvarið: Hann getur ekki eftir eigin geðþótta ráðið heimilisfesti sinni eða lögheimili að þessu leyti. Hann getur sem sé ekki átt lieimili, hvorki svo- kallað „lögheimili" né neitt annars konar „heimili" annars staðar en þar, sem hann býr í raun og veru, eða dvelur að staðaldri í raun og veru, ef því er að skipta. Það má vel vera, að dómstólar taki ekki af öll tvímæli um þessi efni, en þó er sýni- legt, að dómar ganga mjög í þá átt, að gjaldþegnar skuli greiða þar útsvar, sem þeir hljóta að búa og dvelja vegna atvinnu sinnar, utan heimilissveitar, ef um langvar- andi atvinnu er að ræða, en ekki árstíða- bundna atvinnu. Þess vegna var bóndi frá Norðurlandi talinn útsvarsskyldur í Reykjavík vegna nokkurra (3) ára óslitinnar dvalar hér sem stjórnandi opinberrar stofnunar, enda þótt hann byggi áfram búi sínu nyrðra og fjöl- skylda hans dveldist þar. Með sama hætti var talið, að starfsmaður á hótel KEA, sem starfaði og dvaldi árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.