Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 73

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 73
SVEITARSTJÓRNARMÁL 71 ENDURHÆFING BLINDRA. Þegar í byrjun þessarar aldar var í Þýzka- landi gerð tilraun til að skipuleggja endur- hæfingu blinds fólks, og árið 1915 voru á ný gerðar ráðstafanir á þessu sviði. Þar í landi starfar nú blint fólk bæði hjá einka- fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Þannig hafa margir þeirra, sem misst hafa sjónina, fengið vinnu í einstökum deildum hinna lieimsþekktu Siemens-verksmiðja, og hjá opinberum stofnunum starfa 1200 blind- ir við símavörzlu. í brezkum iðnaði starfa um 3000 blindir menn og konur, og margir starfa sem hrað- ritarar á skrifstofum. í Japan eru blindir taldir um 60 þúsund, og af þeim starfa um 20 þúsund við nudd, skreytingar og ýmiss konar handverk. ENDURHÆFING í BANDA- RÍKJUNUM. Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem njóta endurhæfingar þeirrar fyrir öryrkja, sem liafizt var handa um í Bandaríkjunum 1920. Árið 1957 liöfðu 71 þúsund öryrkjar not af þessari þjónustu. Af þeim fjölda voru 35 af hundraði konur, og fengu þær flestar vinnu við svokölluð „vernduð“ eða frátekin störf, en aðrar gátu aftur tekið upp venjuleg heimilisstörf. Af þessum 71 þúsund öryrkjum höfðu 14 þúsund notið opinberrar framfærslu að fjárhæð 11 millj. dala á ári. Kostnaðurinn við endurhæfinguna reyndist rniklu lægri en sú fjárhæð. Hvert ríki um sig sér um skipan þessara mála hjá sér, .en Bandaríkjastjórn leggur fram fé til þeirra. Árið 1957 námu útgjöld vegna endurhæfingar rúmum 11 millj. dala. AUKIN ÞJÓNUSTA OG VAXANDI ÚTGJÖLD SJÚKRAHÚSA. Sjúkrahúsvist er dýrasti þáttur sjúkra- hjálparinnar, og árleg útgjaldaaukning er yfirleitt mun meiri en fólksfjölgun nemur. Hvorttveggja er, að þörfin fyrir sjúkrarúm virðist aukast ár frá ári og kostnaður við starfrækslu stórra sjúkrahúsa fer vaxandi Virðist þessi þróun eiga sér stað hvarvetna. Sem dærni um aðsóknina á sjúkrahús skal nefnt, að í Póllandi liefur sjúkrarúmum fjölgað úr 2 í 5 á hvert þúsund íbúa frá 1928 til 1956, en samt er ástandið enn tal- ið ófullnægjandi. í Englandi og Wales voru í árslok 431.000 manns á biðlista, og meðal- biðtíminn fyrir sjúklinga, sem gengu undir skurðaðgerð, var á því ári 53 dagar. Með nýjum sérgreinum læknisfræðinnar og styttingu vinnutíma starfsfólks verður að starfrækja allan sólarhringinn. Samkvæmt athugun, sem fram fór á nokkrum sjúkra- húsum í Bandaríkjunum, fjölgaði þannig starfsliði á hverja 100 sjúklinga úr 156 1946 í 213 árið 1956, og áætlað er, að þar í landi aukist kostnaður við sjúkrahúsvist um 5— 9% á ári hverju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.