Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 15
SVEITARSTJÓRNARMÁL
13
ins og byggðarlaganna, og efla samstarf
þeirra í milli.
Hér á landi er svo mikið af félögum og
samtökum, sem vinna að því bæði beint
og óbeint að skapa deilur og togstreitu
milli einstaklinga og félagsheilda, þar sem
er svo lítið víðsýni og svo lág sjónarmið,
að sífelldir árekstrar eiga sér stað, stundum
jafnvel alveg að þarflausu.
Þess vegna er ekki vanþörf á því, að ein-
hver samtök séu til, sem stefna í aðra átt.
Samtök, sem hafa það sjónarmið að jafna
misklíðina í stað þess að auka hana og
skapa samhug meðal manna með ólík sjón-
armið í stað sundrungar. Það er einmitt í
þá átt, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga
vill stefna.
Engir ættu hægra með það en við, að
finna sér ágreiningsmál, sem á svipstundu
gætu eyðilagt þessi samtök. Við vitum öll,
að slík mál eru til, en við vitum líka, að
eltir þeirri leið fáum við engu áorkað öðru
en því, að eyðileggja samtökin.
Ef við hins vegar tökum þau málefni,
sein við getum sameiginlega unnið að og
viðurkennum allir, að sveitafélögunum og
þjóðinni í lieild er vinningur að, að leyst
verði með samkomulagi, munum við geta
varðveitt þetta samband, sem okkur öllum
er trúað fyrir, og þá mun það verða landi
og þjóð til blessunar.
En í þessu sambandi verðum við að gera
okkur það fullkomlega ljóst, að það tekur
oft langan tíma að fá hinum þörfustu mál-
um þokað áfram. Það eru nú t. d. fjórtán
ár síðan þetta samband gerði fyrst ákveðna
kröfu til Alþingis og ríkisstjórnar um heild-
arendurskoðun og samræmingu sveitar-
stjórnarlöggjafarinnar, en það var fyrst í
fyrra, sem hið opinbera sinnti málinu og
setti nefnd til að undirbúa það.
Af innri málefnum sambandsins vil ég
aðeins minnast á eitt atriði og þakka það
sérstaklega, og það er sá skilningur, sem
þingið hefur sýnt á því að tryggja fjárhag
sambandsins. Engum er það ljósara en odd-
vitum, bæjarstjórum og bæjarfulltrúum,
hverja þýðingu það hefur fyrir sambandið,
að fjárhagur þess sé nægilega traustur.
*
Ég skal taka það fram hér, að ég mun
hlutast til um að stjórn og fulltrúaráð taki
til rækilegrar athugunar, hvernig má létta
þeim sveitarfélögum, sem enn eru utan sam-
bandsins, að gerast aðilar að því.
*
Að lokum vil ég þakka öllum, sem mætt
hafa til þessa þings, komu þeirra.
Vorum norrænu gestum vil ég þakka
komu þeirra og ávörp og þá góðu gjöf, sem
fulltrúar Finnlands hafa fært oss, og bið þá
að bera samböndum sínum kveðju héðan
og beztu óskir.
*
Ég óska ykkur öllum góðrar heimferðar
og heimkomu og segi nú þessu 6. lands-
þingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga
slitið.