Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 33
S VEIT ARSTJ ÓRNARMÁL 31 um kring þar nyrðra, yrði útsvarsskyldur á Akureyri, enda þótt kona hans og fjölskylda byggju eítir sem áður í eignaríbúð þeirra hér í Reykjavík. Ég lief tekið þessi tvö dæmi vegna þess, að um báða þessa gjaldendur var vitað, að fjölskyldur þeirra bjuggu annars staðar en þar, sem þeir voru taldir útsvarsskyldir vegna samfelldrar dvalar vegna atvinnunn- ar. í slíkum tilfellum gæti komið til mála, að gjaldandinn verði útsvarsskyldur á fleiri stöðum en einum — og annar þessara manna greiddi vafalaust útsvar vegna búskapar í heimilissveitinni. Hitt er enn tíðara, að menn eru taldir útsvarsskyldir þar í sveit, sem þeir búa og hafa samfelída atvinnu, enda þótt þeir telji ,,lögheimili“ annars staðar, þegar um ein- hleypa menn er að ræða, sem benda ekki til annars sambands við „lögheimilis“-sveit- ina en að þar hafi þeir áður búið, þar búi venzlafólk þeirra (jafnvel foreldrar) o. s. frv. Svo virðist, að dómstólar hallist að því að telja menn útsvarsskylda vegna heimilis- festu, þar sem þeir búa í raun og veru, að svo miklu leyti sem þeir „búa“ þá nokkurs staðar, hafa t. d. herbergi á leigu vegna langvarandi atvinnudvalar o. s. frv., enda þótt þeir telji „lögheimili" annars staðar, sem sýnt þyki, að „lögheimilið“ sé meira en nafnið tómt. Einmitt í þessu sambandi kemur mjög til athugunar, lwenœr gjaldandi flutti á milli sveita. Er helzt að sjá, að gjaldandi verði út- svarsskyldur í nýju raunverulegu heimilis- sveitinni þegar á sama almanaksári og hann flytur, ef hann flutti áður en niðurjöfnun útsvara fór fram, a. m. k. ef niðurjöfnun fer frarn á lögboðnum tíma árs, febrúar— maí. En þá koma að sjálfsögðu til grein reglur um skiptingu útsvara, vegna flutn- inga: krafa sveitarinnar, sem flutt var frá, um skiptingu á útsvari gjaldandans, er flutti. Hér hefur mjög lauslega verið reynt að gera dálitla grein fyrir gildandi reglum um útsvarsskyldu vegna heimilisfesti. Reglurnar eru hvergi nærri skýrar, enda lilbrigðin mörg. Með frumvarpi til laga um lögheimili, sem ráðuneytisstjórinn ræddi um, er stefnt að því, að skýra nánar en nú er gert, hvað sé heimilisfang og hvað sé lögheimili. í frumvarpinu er að vísu ekki kveðið á um lögfylgjur lögheimilis. En það er vitað, að fyrir mönnum vakir, að lögheimili skeri úr um ýms málefni, er hvern mann varða: Kosningarétt og kjörgengi, varnarþing, framfærslurétt o. s. frv. — og síðast en ekki sízt gjaldskyldu. Er það sennilega mikilvæg- asta lögfylgjan, þó ekki sé nema vegna þess, að gjaldskyldan segir árlega til sín — en aðrar lögfylgjur að jafnaði sjaldnar, þó merkilegar séu. Og þegar minnst er á ár- lega galdskyldu í sambandi við lögheimili, þá verður að hafa í huga tvenns konar gjald- skyldu: Annars vegar útsvarsskyldu gjald- andans til sveitarinnar, og svo hins vegar lögboðin gjöld sveitarinnar vegna skráðs heimilisfangs gjaldandans, sem nema tölu- verðri fjárhæð, einkum bein framiög til al- mannatrygginganna, vegasjóða og reyndar ýmislegs fleira. Þykir einsýnt og sjálfsagt að málum megi og eigi að koma svo fvrir, að sveit verði því aðeins krafin um þessi gjöld eða framlög, að viðkomandi gjald- andi sé útsvarsskyldur til sveitarinnar og að gjaldskrár megi leiðrétta samkvæmt því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.