Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Blaðsíða 41
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 39 Þetta hefur nú verið gert og er boðað til stofnfundar félagsins 17. ágúst. Því miður hafa ekki borizt enn fullkomin aðildarskil- ríki nema frá átta kaupstöðum, en vænt- anlega berast þau frá fleiri stöðum, áður en fundurinn hefst. Ef það verður ekki og stofnendur verða færri en ráðgert var, verður óhjákvæmilega að breyta eitthvað greiðslufyrirkomulagi því, sem ráðgert er hér að ofan, en um það verður auðvitað ekkert fullyrt fyrr en þar að kemur. B. Fulltrúafundir kaupstaðanna. Síðan landsþingið 1955 var liáð, hefur það farið nokkuð í vöxt, að sérstakir fund- ir væru haldnir með fulltrúum frá kaup- stöðum á tilteknum svæðum. Forustu um þessa fundi liafa Norðlendingar haft og nú a. m. k. fjögur síðustu árin verið haldnir reglulegir fundir árlega með fulltrúum frá öllum kaupstöðum á Norður-, Vestur- og Austurlandi. Mæta þar að jafnaði tveir full- trúar frá hverjum kaupstað. Formanni sam- bandsins hefur verið boðið að mæta á þessum fundum og hel'ur hann þegið það boð síðustu þrjú árin. Svipaða fundi hafa kaupstaðir við Faxaflóa, aðrir en Reykja- vík, einnig lialdið, þó ekki sé þar enn um jafn reglulega fulltrúafundi að ræða, sem í hinum landshlutunum. Samtök þessi eru aðallega til þess að reyna að ná samstöðu um atvinnufram- kvæmdir í fjórðungunum og því raunveru- lega utan þess verksviðs, sem Samband ís- lenzkra sveitarfélaga hefur valið sér. Því er og marglýst yfir af fulltrúaráðsfundum þessum, að þeim sé í engu ætlað að ganga inn á starfssvið Sambands íslenzkra sveitar- félaga, og að viðkomandi sveitarfélög hygg- ist ekki að kljúfa sig frá heildarsamtökum sveitarfélaganna. Vafalaust verður nánara samstarf með kaupstöðum í þessum lands- hlutum, þeim til ávinnings, ef þau beinast að ákveðnum staðbundnum viðfangsefnum, s. s. atvinnumálum fjórðunganna og skyn- samlegri skipan og dreifingu opinberra framkvæmda, en teygja sig ekki inn á þau svið, sem ávallt verða betur komin hjá sameiginlegum heildarsamtökum sveitarfé- laganna. Meðan svo er, er engin ástæða til að óttast, að þessi samtök verði til að veikja Samband íslenzkra sveitarfélaga. Þau munu þvert á móti styrkja það, ef þeim tekst að ná því marki, að hafa veruleg áhrif á atvinnu- og framfaramál fjórðung- anna. C. Sveitarfélagaþing Evrópuráðsins. Á árinu 1956 komst í framkvæmd sú hug- mynd, sem um nokkur ár hefur verið til athugunar hjá Evrópuráðinu (Counsel of Europe), að boðað yrði til sérstaks þings sveitarstjórnarmanna frá þeim löndum, sem eru meðlimir Evrópuráðsins, en ísland er, svo sem kunnugt er, aðili að Evrópuráð- inu. Evrópuráðið sneri sér til sveitarstjórn- arsambanda þeirra landa, sem í Evrópuráð- inu eru, um tilnefningu fulltrúa á þing þetta, sem skipað skyldi jafnmörgum full- trúum frá liverri þjóð og fulltrúar hennar eru á þingum sjálfs Evrópuráðsins. Það þýddi, að fulltrúar íslands áttu að vera þrír. Evrópuráðið greiðir verulegan hluta ferðakostnaðarins og nokkra dagpeninga meðan þingið stendur. — Stjórn sambandsins hafði samráð við ut- anríkisráðherra, sem fer með Evrópuráðs- mál liér á landi, og borgarstjórann í Reykja- vík um þátttöku í þingum þessum og varð niðurstaða af þeim viðræðum, að fulltrú- ar íslands skyldu vera þrír og tilnefndir þannig: Einn af stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga, einn af utanríkisráðherra og einn af bæjarstjórn Reykjavíkur og skyldi hver aðila bera þann hluta kostnaðar viS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.