Sveitarstjórnarmál - 01.10.1959, Síða 41
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
39
Þetta hefur nú verið gert og er boðað til
stofnfundar félagsins 17. ágúst. Því miður
hafa ekki borizt enn fullkomin aðildarskil-
ríki nema frá átta kaupstöðum, en vænt-
anlega berast þau frá fleiri stöðum, áður
en fundurinn hefst.
Ef það verður ekki og stofnendur verða
færri en ráðgert var, verður óhjákvæmilega
að breyta eitthvað greiðslufyrirkomulagi
því, sem ráðgert er hér að ofan, en um
það verður auðvitað ekkert fullyrt fyrr en
þar að kemur.
B. Fulltrúafundir kaupstaðanna.
Síðan landsþingið 1955 var liáð, hefur
það farið nokkuð í vöxt, að sérstakir fund-
ir væru haldnir með fulltrúum frá kaup-
stöðum á tilteknum svæðum. Forustu um
þessa fundi liafa Norðlendingar haft og nú
a. m. k. fjögur síðustu árin verið haldnir
reglulegir fundir árlega með fulltrúum frá
öllum kaupstöðum á Norður-, Vestur- og
Austurlandi. Mæta þar að jafnaði tveir full-
trúar frá hverjum kaupstað. Formanni sam-
bandsins hefur verið boðið að mæta á
þessum fundum og hel'ur hann þegið það
boð síðustu þrjú árin. Svipaða fundi hafa
kaupstaðir við Faxaflóa, aðrir en Reykja-
vík, einnig lialdið, þó ekki sé þar enn um
jafn reglulega fulltrúafundi að ræða, sem í
hinum landshlutunum.
Samtök þessi eru aðallega til þess að
reyna að ná samstöðu um atvinnufram-
kvæmdir í fjórðungunum og því raunveru-
lega utan þess verksviðs, sem Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga hefur valið sér. Því
er og marglýst yfir af fulltrúaráðsfundum
þessum, að þeim sé í engu ætlað að ganga
inn á starfssvið Sambands íslenzkra sveitar-
félaga, og að viðkomandi sveitarfélög hygg-
ist ekki að kljúfa sig frá heildarsamtökum
sveitarfélaganna. Vafalaust verður nánara
samstarf með kaupstöðum í þessum lands-
hlutum, þeim til ávinnings, ef þau beinast
að ákveðnum staðbundnum viðfangsefnum,
s. s. atvinnumálum fjórðunganna og skyn-
samlegri skipan og dreifingu opinberra
framkvæmda, en teygja sig ekki inn á þau
svið, sem ávallt verða betur komin hjá
sameiginlegum heildarsamtökum sveitarfé-
laganna. Meðan svo er, er engin ástæða til
að óttast, að þessi samtök verði til að
veikja Samband íslenzkra sveitarfélaga. Þau
munu þvert á móti styrkja það, ef þeim
tekst að ná því marki, að hafa veruleg
áhrif á atvinnu- og framfaramál fjórðung-
anna.
C. Sveitarfélagaþing Evrópuráðsins.
Á árinu 1956 komst í framkvæmd sú hug-
mynd, sem um nokkur ár hefur verið til
athugunar hjá Evrópuráðinu (Counsel of
Europe), að boðað yrði til sérstaks þings
sveitarstjórnarmanna frá þeim löndum, sem
eru meðlimir Evrópuráðsins, en ísland er,
svo sem kunnugt er, aðili að Evrópuráð-
inu. Evrópuráðið sneri sér til sveitarstjórn-
arsambanda þeirra landa, sem í Evrópuráð-
inu eru, um tilnefningu fulltrúa á þing
þetta, sem skipað skyldi jafnmörgum full-
trúum frá liverri þjóð og fulltrúar hennar
eru á þingum sjálfs Evrópuráðsins. Það
þýddi, að fulltrúar íslands áttu að vera
þrír. Evrópuráðið greiðir verulegan hluta
ferðakostnaðarins og nokkra dagpeninga
meðan þingið stendur. —
Stjórn sambandsins hafði samráð við ut-
anríkisráðherra, sem fer með Evrópuráðs-
mál liér á landi, og borgarstjórann í Reykja-
vík um þátttöku í þingum þessum og varð
niðurstaða af þeim viðræðum, að fulltrú-
ar íslands skyldu vera þrír og tilnefndir
þannig: Einn af stjórn Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, einn af utanríkisráðherra og
einn af bæjarstjórn Reykjavíkur og skyldi
hver aðila bera þann hluta kostnaðar viS