Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Page 3

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Page 3
S VEITARSTJ ÓRN ARMÁL 23. ÁRGANGUR 3.—4. HEFTI TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: samband íslenzkra sveitarfélaga ritstjori OG ÁBYRGÐARMAÐUR: jónas guðmundsson Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1019, Reykjavik. LANDSÞING Sambands íslenzkra sveitarfélaga 1963. tt andsþing Sambands íslenzkra sveitarfé- '' laga, hið 7. í röðinni, var lialdið að Hótel Sögu í Reykjavík dagana 22.-24. ágúst síðastliðinn. Formaður sambandsins, Jónas Guð- mundsson, setti þingið og minntist í upp- hafi þriggja manna, er látizt hafa síðan síð- asta þing var háð og komið höfðu við sögu sambandsins, en þeir voru Erlingur Frið- jónsson bæjarfulltrúi, Akureyri, Eiríkur Jónsson oddviti, Skeiðahreppi og ívar Ja- sonarson oddviti, Gaulverjabæjarhreppi. Því næst bauð hann velkomna til þings- ins gesti frá sveitarstjórnarsamböndum á Norðurlöndum, en þeir voru frá Den danske Kiibstadforening og De samvirkende Sogneraadsforeninger í Danmörk, frá Maal- aiskuntien Liitto í Finnlandi, frá Norges byforbund og Norges Herredsforbund og frá Svenska StadsförbundetogSvenskalands- kommunernas förbund. Einnig kynnti hann tvo sveitarsljórnarmenn frá Þórshöfn í Fær- eyjum, sem staddir voru hér á landi og sátu þingið. Þá bauð formaður einnig velkomna aðra gesti þingsins þ. á. m. fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen og þá menn, sem ákveðið var að flyttu erindi á þinginu. Avarp formanns birtist í Jjessu hefti á bls. 13. Þingfulltrúar. Samkvæmt yfirliti kjörbréfanefndar, en framsögu hennar hafði Stefán Gunnlaugs- son ritari sambandsins, höfðu verið kosnir til þingsetu 170 fulltrúar, 42 frá kaupstöð- um og 128 frá hreppsfélögum, en til þings-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.