Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 4
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL ins komu 40 fulltrúar frá kaupstöðum og 09 frá hreppsfélögum eða samtals 109 full- trúar. Fulltrúakjöri er lýst á bls. 22 og skrá um þingfulltrúa er á bls. 19. Samþykkt var aðilcl 58 sveitarfélaga, sem gengið höfðu í sambandið á liðnu kjör- tímabili. Eru þá í sambandinu 194 sveitar- félög af samtals 227, en utan þess standa enn 33 hreppsfélög og eru það yfirleitt fámennustu sveitarfélögin. Kosning þingforseta, ritara og nefnda. Þingforseti var kosinn Jónas Guðmunds- son og 1. varaforseti frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, en 2. varaforseti Tómasjónsson borgarlögmaður, varaformaður sambandsins. Ritarar þings- ins voru kosnir Páll Björgvinsson, oddviti Hvolhrepps, og Jóhann Hermannsson, for- seti bæjarstjórnar Húsavíkur. Kosnar voru sj<) þingnefndir: fjárhagsnefnd, tekjustofna- nefnd, skipulagsmálanefnd, útgáfunefnd, allsherjarnefnd, launamálanefnd, gatna- gerðarnefnd. Hver nefnd var skipuð níu mönnum. Þá voru einnig skipaðar fjórar kjörnefndir. Skipan þingnefnda er lýst á bls. 30. Skýrsla stjórnar og reikningar sambandsins. Formaður sambandsins, Jónas Guðmunds- son, lagði fram prentaða skýrslu stjórnar sambandsins fyrir starfstímabilið 1959— 1963. Er J)ar gerð grein fyrir helztu við- fangsefnum stjórnarinnar á kjörtímabilinu, skrifstofu og starfsliði, rætt um þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, s. s. Alþjóðasambandi sveitarfélaga, sveitarstjórnarþingi Evrópu- ráðsins og samstarfi við sveitarstjórnarsam- böndin á Norðurlöndum o. fl. Skýrt er frá samskiptum stjórnarinnar við Alþingi og ríkisstjórn og talin upp fjölmörg mikilsverð málefni, sem náð helðu fram að ganga. Ber þar hæst nýju sveitarstjórnarlöggjöfina, tekjustolnalögin með ákvæðum um Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga, ný lög um Bjargráða- sjóð íslands, lögheimili og lögreglumenn og aðstoð ríkisins við landakaup sveitarfélaga og ýmis önnur nýmæli í lagasetningu, sem til framfara horfa. Gerð er grein fyrir útgáfustarfsemi sam- bandsins, tímaritinu Sveitarstjórnarmál, hantlbók sveitarstjórna og útbreiðslustörf- um til eflingar sambandinu. Þá er og fjall- að um viðskipti sveitarfélaga við Innkaupa- stofnun ríkisins og um gatnagerðarntál. Rakin er afgreiðsla mála frá seinasta lands- þingi, s. s. launamál oddvita, sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúa, afski])ti sam- bandsins af samningu þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunar o. m. fl. í niðurlagsorðum sínum taldi formaður, að sambandið hefði á hinu liðna kjörtímabili stjórnarinnar unn- ið sína stærstu sigra. Skýrsla formanns er birt á bls. 32. Reikningar sambandsins fyrir árin 1959— 1963 voru lagðir fram til endanlegrar af- greiðslu, en um þá hefur fulltrúaráð áður fjallað. Tillögu stjórnarinnar um árgjöld sveitarfélaga næstu 4 ár var vísað til fjár- hagsnelndar. Reikningar sambandsins fyrir árin 1959—1962 eru birtir á bls. 53. Ávörp borgarstjóra og fjár- málaráðherra. Að lokinni þingsetningarræðu formanns sambandsins flutti borgarstjórinn í Reykja- vík, Geir Hallgrímsson, ávarp og hvatti til vaxandi samstarfs sveitarstjórnanna í land- inu um sameiginleg málefni og taldi æski-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.