Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Side 42
40 SVEITARSTJÓRNARMÁL inga, sem stjórn sambandsins lét semja og sendi félagsmálarcáðuneytinu 1958. Aðrar breytingar á sveitarstjórnarlögun- um en þær, sem að ofan getur, voru ekki stórvægilegar, þó margar væru og allar til bóta. Frumvarpið var lagt fyrir fulltrúa- ráðsfund 1961 og gerði hann nokkrar til- lögur til breytinga á því, sem flestar voru teknar til greina á Alþingi. Sú tillaga til breytingar á sveitarstjórnar- löggjöfinni, að stækka sveitarfélögin, fékk lítinn byr, en nú fer sú breyting að verða mjög aðkallandi, og verður það vafalaust eitt af mörgum framtíðarverkefnum þessa sambands að hafa forustu um Jjað mál. TEKJUSTOFNALÖGGJÖFIN. Frá því Samband íslenzkra sveitarfélaga hóf starfsemi sína hefur Jiað verið eitt al' meginviðfangsefnum þess, að fá fram gagn- gerða endurskoðun á löggjöfinni um tekju- stofna sveitarfélaganna. í því sambandi má benda á, að Jíegar á i'yrsta J)ingi sambands- ins — stofnþinginu 1945 — var gerð eftir- larandi samþykkt: „StofnJ)ing Sambands íslenzkra sveitarfé- laga samjsykkir að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara sem fyrst gagngerða endur- skoðun á löggjöf Jjeirri, sem fjallar um tekjustofna sveitarfélaganna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið að útsvarslögin verði rækilega endurskoðuð og upp í þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara, en nú eru þar, og að tryggt verði að á þann aðal- tekjustofn — útsvörin — verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema sveitarfélögum sé jafn- íramt séð fyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heimild til þess að skipa nefnd sveitarstjórnarmanna, er starfi rnilli þinga til Jaess að gera tillögur um íast kerfi fyrir álagningu útsvara, sér- staklega að því er tekur til hreppsfélag- anna, og felur J)ingið stjórninni að koma Jjeim tillögum á framfæri þegar endurskoð- un útsvarslaganna fer fram.“ Eitt af fyrstu verkum núverandi fjármála- ráðherra, Gunnars Thoroddsen, er liann tók við yfirstjórn á fjármálum sveitarfélag- anna, var að skipa nefnd til að endurskoða Jiáverandi tekjulöggjöf sveitarfélaganna og semja frumvarp að nýrri löggjöf urn tekju- stofna sveitarfélaga. í þessari nefnd áttu sæti: Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstj., sem var formaður nefndarinnar, Jónas Guð- mundsson framkvæmdastjóri, formaður sambandsins, Tómas Jónsson borgarlögmað- ur, varaformaður sambandsins og alþingis- mennirnir Birgir Finnsson forseti bæjar- stjórnar ísafjarðar og Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en báðir eiga þeir sæti í fulltrúaráði sambandsins. Um frumvörp nefndarinnar var fjallað á fundum íulltrúaráðs sambandsins og til greina teknar ýmsar ábendingar og tillögur Jjaðan. Með lögunum um tekjustofna sveitarfé- laganna er skapað samræmt heildarkerfi í einum Iagabálki, og er það mjög til bóta, enda J)ótt ýmis atriði mættu sjálfsagt bet- ur fara, og sum þau nýmæli, sem J)ar eru, og stórbreytingar, orki tvímælis, a. m. k. fyrst í stað. Þessi löggjöf skapar grundvöll fyrir frekari breytingum í J)essum málum eftir J)ví, sem reynslan leiðir í ljós síðar. En hér eru þó teknar upp margar þær ábendingar, sem komið hafa frá samband- inu — landsþingum þess og fulltrúaráðs- fundum. Þessar má nefna: 1. Fasteignaskattur er lögákveðinn í öllum sveitarfélögum. 2. Aðstöðugjald kemur í stað hinna um- deildu veltuútsvara. 3. Landsútsvör á ríkisfyrirtæki, sem reka

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.