Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1967, Blaðsíða 20
SALA EYÐIBÝLA Hinn mikli fjöldi eyðibýla víðsvegar um land hefur löngum vakið undrun manna og jafnvel þá trú, að hér hafi verið öllu fólksfleira og þéttbýlla fyrrum en síðar varð, eða hver kannast ekki við sögur um bæi og jafnvel heil byggðarlög, sem lögðust í eyði í svartadauða. Hinn mikli fjöldi eyðibýla segir þó tæpast alla sögu mannfjöldans á íslandi, en telja verður þó líklegt, að hann hafi verið talsvert meiri fyrir svartadauða, svo að eitt- hvað sé nefnt, en hann var á 17. og f8. öld. Hinn merki fræðimaður dr. Ólafur Lárusson10) hefur ritað allmikið um þetta atriði. Niðurstöður hans eru í stuttu máli þær, að þorri eyðibýla hafi ann- aðhvort verið kot, sem byggð voru skamma hríð, eða bæir hafi aðeins verið fluttir. Hér er án efa ekkert ofsagt og litlu við að bæta. Þó má benda á, að landið brauðfæddi í meðalárferði aðeins tak- markaðan mannfjölda með þeirrar tíðar atvinnu- vegum og framleiðslutækjum. Fjölgaði fólki oft hratt upp að þessu marki, er skakkaföll, t. d. drepsóttir, höfðu gengið yfir, en síðan stóð mann- fjöldinn að mestu í stað. Á tímabilum, sem ein- kenndust af árgæzku til lands og sjávar, hækkaði þetta mark nokkuð, enda fjölgaði þá fólki meira en landið bar í raun og veru. Byggðust þá oft jarðir, sem óbyggilegar máttu teljast í hörðum árum, enda lögðust þær þá gjarnan í auðn. Dæmi um þróun af þessu tagi má finna á fyrri hluta 19. aldar, en þá byggðust ýmis heiðabýli, t. d. Baulárvellir á Snæfellsnesi og Langivatnsdalur í Mýrasýslu um hríð. Ekki er nú unnt að segja með vissu, hvert framhald þessarar þróunar hefði orðið, enda kom þéttbýlismyndunin við sjávar- síðuna til sögunnar og tók á móti kúfnum af mannfjölguninni. Þéttbýlismyndun var, eins og þegar hefur verið bent á, illa séð á árunurn 1580—1600, en þá var samkvæmt árferðisannál Þorvaldar Thoroddsens öllu minni hafís við landið en síðar varð og raunar alla 16. öldina. Veðurfarsumskiptin um 1600 hafa því verið ærið snögg og landið að líkindum mannfleira en það gat fætt í komandi harðindum. Við slikar að- stæður mátti vænta þess að finna vitnisburði um hvort tveggja, landauðn og mannfelli, enda kem- ur slíkt á daginn. Þykir rétt, áður en farið er lengra út i þá sálma, að bregða upp smámynd af ástandinu. í dómi,11) sem Ari Magnússon sýslumaður í ísafjarðarsýslu dæmir i Ögri 12. apríl 1604, segir svo meðal annars: „vorum vér til dóms og löglegra álita nefndir af Ara Magnús- syni, kóngs umboðsmanni yfir ísafjarðarsýslu, hvernig að fara skyldi að vítalausu bæði fyrir Guði og mönnum um þá almennilegu neyð og harmaklögun, er allur almúgi hefði fyrir orðið og undan kvartað í greindri sýslu í næstu tvo forliðnu vetur og leiðréttu á beðist vegna þeirrar eymdar og sárlegrar neyðar, sem yfir áðurgreinda sýslu væri komin af almennilegum harðindum, peningafelli, óáran og allra helzt þeim yfirgangi og undirtroðslu, er fátækt utansveitarfólk veitti innbyggjurum þessarar sýslu svo vetur sem sum- ar, og að fátækur almúgi hefði öllum vetrum orðið þar undir að búa að engu síður en sínu eigin sveitarfólki; af hverjum yfirgangi og van- skikkan að lirepparnir eru svo undirþrykktir og kæfðir, að þeir geta sínum eigin hreppsmönnum jafnvel sér sjálfum, sínu fólki og skylduómögum enga björg veitt, heldur liggur nú hungur og dauði á öllum, bæði þeim, sem fyrir sitja og til- komandi eru, hvað vér sannanlega vitum og með- kennum, að af utansveitarfólksins yfirgangi mest- an part svo skeð hefur.“ Svo mörg eru þau orð. Vestfirðir, sá lands- hluti, sem hungurvofan hefur ef til vill sjaldnast heimsótt, er bersýnilega að kafna í förumönnum. Má þá nærri geta, að ástandið í þeim héruðum, sem færri höfðu matarholurnar, hafi verið á þann veg snúið, að slíkt kallaði á róttækar og tafar- lausar aðgerðir, enda má segja það þeim lög- mönnum til hróss, að þeir hafa að þessu sinni viljað reyna nýjar leiðir. Á Öxarárþingi var hinn 30. júní árið 1604 „dæmt12) af lögmönnum og allri lögréttunni um 186 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.